Þrýsta á ráðherra að endurnýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. maí 2023 14:17 Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði hefur fyrir hönd samtakanna sent fjármálaráðherra erindi um að endurnýja ekki stuðningsúrræði um niðurfellingu tolla á úkraínskar vörur. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er á öndverðum meiði. Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er sannfærður um að drátturinn á málinu sé vegna þrýstings frá íslenskum landbúnaði. Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu fjármálaráðherra bréf fyrr í mánuðinum þar sem þau mælast til þess að ákvæðið verði ekki endurnýjað. Hér má sjá hluta úr lengra bréfi SAFL til fjármálaráðherra. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri samtakanna segir í hádegisfréttum Bylgjunnar ákvæðið skorta heimild til afturköllunar á niðurfellingu tolla leiði úrræðið í ljós tjón fyrir bændur. „Þar að auki töldu stjórnvöld ekki líklegt að kjúklingakjöt yrði flutt inn frá Úkraínu og sú spá hefur ekki staðist. Einungis á fyrstu þremur mánuðum þessa árs þá hafa verið flutt inn rúmlega 200 tonn af kjúklingi frá Úkraínu og þetta leiðir í raun af sér að þeir sem eru að greiða þennan stuðning eru þau fjörutíu kjúklingabú sem eru á Íslandi frekar en að íslenska ríkið sé að styðja við Úkraínu,“ segir Margrét. Samtökin vilji heldur að ríkið styðji Úkraínu með fjárframlögum í gegnum opinberar stofnanir. „Þannig værum við öll að taka þátt í stuðningnum frekar en einungis íslenskir kjúklingabændur,“ segir Margrét. Í drögum að minnisblaði Matvælaráðuneytisins kemur hins vegar fram að á síðasta ári hafi hlutfall landbúnaðarvara af heildarinnflutningi frá Úkraínu numið einungis níu prósentum. Mest er flutt inn af iðnaðarvöru, til dæmis fatnaði, húsgögnum, járni, stáli og rafmagnstækjum. Er þá ekki langt seilst að fullyrða að það séu kjúklingabændur sem beri einir byrðarnar af niðurfellingu tolla? „Það sem við höfum séð gerast núna undanfarna mánuði sem er alveg eðlilegt er að það er opnað fyrir þennan tollfrjálsa innflutning í júní og það sem gerist í framhaldinu er að menn auðvitað koma sér uppi viðskiptasamböndum og annað þannig að innflutningurinn hófst ekki fyrr en í september, það er að segja á kjúklingnum og síðan þá höfum við séð hann stigmagnast mánuð frá mánuði,“ svarar Margrét. Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda finnst þessi sjónarmið ekki vega þyngra en ákall frá úkraínskum stjórnvöldum. „Þessi hamagangur í Samtökum fyrirtækja í landbúnaði er eiginlega óskiljanlegur í ljósi þess að þarna er um smávægilega samkeppni við innlenda framleiðslu að ræða en hins vegar mikla kjarabót fyrir neytendur og stuðning við Úkraínu og mér finnst samtökin satt að segja leggjast lágt með þessu,“ segir Ólafur sem vill að ákvæðið verði endurnýjað og framlengt líkt og Bretar og ESB hafa gert. „Ákvæðið fellur úr gildi eftir sex daga og það er vegna þessa hagsmunaþrýstings sem er gríðarlegur fyrir, satt að segja, afskaplega litla hagsmuni í hinu stóra samhengi,“ segir Ólafur. Skattar og tollar Úkraína Landbúnaður Tengdar fréttir Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13 Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. 23. maí 2023 15:33 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er sannfærður um að drátturinn á málinu sé vegna þrýstings frá íslenskum landbúnaði. Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu fjármálaráðherra bréf fyrr í mánuðinum þar sem þau mælast til þess að ákvæðið verði ekki endurnýjað. Hér má sjá hluta úr lengra bréfi SAFL til fjármálaráðherra. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri samtakanna segir í hádegisfréttum Bylgjunnar ákvæðið skorta heimild til afturköllunar á niðurfellingu tolla leiði úrræðið í ljós tjón fyrir bændur. „Þar að auki töldu stjórnvöld ekki líklegt að kjúklingakjöt yrði flutt inn frá Úkraínu og sú spá hefur ekki staðist. Einungis á fyrstu þremur mánuðum þessa árs þá hafa verið flutt inn rúmlega 200 tonn af kjúklingi frá Úkraínu og þetta leiðir í raun af sér að þeir sem eru að greiða þennan stuðning eru þau fjörutíu kjúklingabú sem eru á Íslandi frekar en að íslenska ríkið sé að styðja við Úkraínu,“ segir Margrét. Samtökin vilji heldur að ríkið styðji Úkraínu með fjárframlögum í gegnum opinberar stofnanir. „Þannig værum við öll að taka þátt í stuðningnum frekar en einungis íslenskir kjúklingabændur,“ segir Margrét. Í drögum að minnisblaði Matvælaráðuneytisins kemur hins vegar fram að á síðasta ári hafi hlutfall landbúnaðarvara af heildarinnflutningi frá Úkraínu numið einungis níu prósentum. Mest er flutt inn af iðnaðarvöru, til dæmis fatnaði, húsgögnum, járni, stáli og rafmagnstækjum. Er þá ekki langt seilst að fullyrða að það séu kjúklingabændur sem beri einir byrðarnar af niðurfellingu tolla? „Það sem við höfum séð gerast núna undanfarna mánuði sem er alveg eðlilegt er að það er opnað fyrir þennan tollfrjálsa innflutning í júní og það sem gerist í framhaldinu er að menn auðvitað koma sér uppi viðskiptasamböndum og annað þannig að innflutningurinn hófst ekki fyrr en í september, það er að segja á kjúklingnum og síðan þá höfum við séð hann stigmagnast mánuð frá mánuði,“ svarar Margrét. Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda finnst þessi sjónarmið ekki vega þyngra en ákall frá úkraínskum stjórnvöldum. „Þessi hamagangur í Samtökum fyrirtækja í landbúnaði er eiginlega óskiljanlegur í ljósi þess að þarna er um smávægilega samkeppni við innlenda framleiðslu að ræða en hins vegar mikla kjarabót fyrir neytendur og stuðning við Úkraínu og mér finnst samtökin satt að segja leggjast lágt með þessu,“ segir Ólafur sem vill að ákvæðið verði endurnýjað og framlengt líkt og Bretar og ESB hafa gert. „Ákvæðið fellur úr gildi eftir sex daga og það er vegna þessa hagsmunaþrýstings sem er gríðarlegur fyrir, satt að segja, afskaplega litla hagsmuni í hinu stóra samhengi,“ segir Ólafur.
Skattar og tollar Úkraína Landbúnaður Tengdar fréttir Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13 Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. 23. maí 2023 15:33 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13
Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. 23. maí 2023 15:33