Þrýsta á ráðherra að endurnýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. maí 2023 14:17 Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði hefur fyrir hönd samtakanna sent fjármálaráðherra erindi um að endurnýja ekki stuðningsúrræði um niðurfellingu tolla á úkraínskar vörur. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er á öndverðum meiði. Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er sannfærður um að drátturinn á málinu sé vegna þrýstings frá íslenskum landbúnaði. Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu fjármálaráðherra bréf fyrr í mánuðinum þar sem þau mælast til þess að ákvæðið verði ekki endurnýjað. Hér má sjá hluta úr lengra bréfi SAFL til fjármálaráðherra. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri samtakanna segir í hádegisfréttum Bylgjunnar ákvæðið skorta heimild til afturköllunar á niðurfellingu tolla leiði úrræðið í ljós tjón fyrir bændur. „Þar að auki töldu stjórnvöld ekki líklegt að kjúklingakjöt yrði flutt inn frá Úkraínu og sú spá hefur ekki staðist. Einungis á fyrstu þremur mánuðum þessa árs þá hafa verið flutt inn rúmlega 200 tonn af kjúklingi frá Úkraínu og þetta leiðir í raun af sér að þeir sem eru að greiða þennan stuðning eru þau fjörutíu kjúklingabú sem eru á Íslandi frekar en að íslenska ríkið sé að styðja við Úkraínu,“ segir Margrét. Samtökin vilji heldur að ríkið styðji Úkraínu með fjárframlögum í gegnum opinberar stofnanir. „Þannig værum við öll að taka þátt í stuðningnum frekar en einungis íslenskir kjúklingabændur,“ segir Margrét. Í drögum að minnisblaði Matvælaráðuneytisins kemur hins vegar fram að á síðasta ári hafi hlutfall landbúnaðarvara af heildarinnflutningi frá Úkraínu numið einungis níu prósentum. Mest er flutt inn af iðnaðarvöru, til dæmis fatnaði, húsgögnum, járni, stáli og rafmagnstækjum. Er þá ekki langt seilst að fullyrða að það séu kjúklingabændur sem beri einir byrðarnar af niðurfellingu tolla? „Það sem við höfum séð gerast núna undanfarna mánuði sem er alveg eðlilegt er að það er opnað fyrir þennan tollfrjálsa innflutning í júní og það sem gerist í framhaldinu er að menn auðvitað koma sér uppi viðskiptasamböndum og annað þannig að innflutningurinn hófst ekki fyrr en í september, það er að segja á kjúklingnum og síðan þá höfum við séð hann stigmagnast mánuð frá mánuði,“ svarar Margrét. Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda finnst þessi sjónarmið ekki vega þyngra en ákall frá úkraínskum stjórnvöldum. „Þessi hamagangur í Samtökum fyrirtækja í landbúnaði er eiginlega óskiljanlegur í ljósi þess að þarna er um smávægilega samkeppni við innlenda framleiðslu að ræða en hins vegar mikla kjarabót fyrir neytendur og stuðning við Úkraínu og mér finnst samtökin satt að segja leggjast lágt með þessu,“ segir Ólafur sem vill að ákvæðið verði endurnýjað og framlengt líkt og Bretar og ESB hafa gert. „Ákvæðið fellur úr gildi eftir sex daga og það er vegna þessa hagsmunaþrýstings sem er gríðarlegur fyrir, satt að segja, afskaplega litla hagsmuni í hinu stóra samhengi,“ segir Ólafur. Skattar og tollar Úkraína Landbúnaður Tengdar fréttir Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13 Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. 23. maí 2023 15:33 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er sannfærður um að drátturinn á málinu sé vegna þrýstings frá íslenskum landbúnaði. Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu fjármálaráðherra bréf fyrr í mánuðinum þar sem þau mælast til þess að ákvæðið verði ekki endurnýjað. Hér má sjá hluta úr lengra bréfi SAFL til fjármálaráðherra. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri samtakanna segir í hádegisfréttum Bylgjunnar ákvæðið skorta heimild til afturköllunar á niðurfellingu tolla leiði úrræðið í ljós tjón fyrir bændur. „Þar að auki töldu stjórnvöld ekki líklegt að kjúklingakjöt yrði flutt inn frá Úkraínu og sú spá hefur ekki staðist. Einungis á fyrstu þremur mánuðum þessa árs þá hafa verið flutt inn rúmlega 200 tonn af kjúklingi frá Úkraínu og þetta leiðir í raun af sér að þeir sem eru að greiða þennan stuðning eru þau fjörutíu kjúklingabú sem eru á Íslandi frekar en að íslenska ríkið sé að styðja við Úkraínu,“ segir Margrét. Samtökin vilji heldur að ríkið styðji Úkraínu með fjárframlögum í gegnum opinberar stofnanir. „Þannig værum við öll að taka þátt í stuðningnum frekar en einungis íslenskir kjúklingabændur,“ segir Margrét. Í drögum að minnisblaði Matvælaráðuneytisins kemur hins vegar fram að á síðasta ári hafi hlutfall landbúnaðarvara af heildarinnflutningi frá Úkraínu numið einungis níu prósentum. Mest er flutt inn af iðnaðarvöru, til dæmis fatnaði, húsgögnum, járni, stáli og rafmagnstækjum. Er þá ekki langt seilst að fullyrða að það séu kjúklingabændur sem beri einir byrðarnar af niðurfellingu tolla? „Það sem við höfum séð gerast núna undanfarna mánuði sem er alveg eðlilegt er að það er opnað fyrir þennan tollfrjálsa innflutning í júní og það sem gerist í framhaldinu er að menn auðvitað koma sér uppi viðskiptasamböndum og annað þannig að innflutningurinn hófst ekki fyrr en í september, það er að segja á kjúklingnum og síðan þá höfum við séð hann stigmagnast mánuð frá mánuði,“ svarar Margrét. Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda finnst þessi sjónarmið ekki vega þyngra en ákall frá úkraínskum stjórnvöldum. „Þessi hamagangur í Samtökum fyrirtækja í landbúnaði er eiginlega óskiljanlegur í ljósi þess að þarna er um smávægilega samkeppni við innlenda framleiðslu að ræða en hins vegar mikla kjarabót fyrir neytendur og stuðning við Úkraínu og mér finnst samtökin satt að segja leggjast lágt með þessu,“ segir Ólafur sem vill að ákvæðið verði endurnýjað og framlengt líkt og Bretar og ESB hafa gert. „Ákvæðið fellur úr gildi eftir sex daga og það er vegna þessa hagsmunaþrýstings sem er gríðarlegur fyrir, satt að segja, afskaplega litla hagsmuni í hinu stóra samhengi,“ segir Ólafur.
Skattar og tollar Úkraína Landbúnaður Tengdar fréttir Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13 Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. 23. maí 2023 15:33 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13
Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. 23. maí 2023 15:33