Hætta leitinni í Portúgal Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2023 16:07 Mest hefur verið leitað í skóglendi nærri uppistöðulóninu. AP/Joao Matos Leitinni að líkamsleifum Madeileine McCann við uppistöðulón í Portúgal er lokið. Lögregluþjónar og aðrir opinberir starfsmenn eru að pakka saman við lónið sem er í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem McCann hvarf árið 2007. Ekki er vitað til þess að leitin hafi borið einhvern árangur en hún hefur staðið yfir undanfarna þrjá daga og var meðal annars leitað í lóninu og í skóglendi þar skammt frá ströndum lónsins, þar sem nokkrir pokar voru teknir á brott, samkvæmt frétt Sky News. Þýskir lögregluþjónar leiddu leitina fyrr í vikunni var sagt að ákvörðun hefði verið tekin um að hefja leit á vegna tilteknar ábendingar. Yfirvöld í Þýskalandi tilkynntu árið 2020 að talið væri að McCann væri látin og að þýskur kynferðisglæpamaður að nafni Christian Brückner lægi undir grun. Sjá einnig: Þýskur saksóknari segir leitina tengjast ábendingum um hvarf McCann Sá er 45 ára maður sem bjó í Portúgal þegar McCann hvarf. Hann situr í fangelsi fyrir að nauðga 72 ára konu á svæðinu þar sem fjölskylda McCann var á sínum tíma. Hann hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Árið 2020 var leitað á nokkrum stöðum í Þýskalandi sem tengdust honum. Þá sögðust þýskir saksóknarar hafa fundið vísbendingar um að Christian B hafi myrt Madeleine, en þær dugðu ekki til til að ákæra hann. Lögregluþjónar frá Portúgal og Bretlandi komu einnig að leitinni. Meðal annars sáust lögregluþjónar klippa niður runna, saga tré og raka jörðina í skóglendi við uppistöðulónið. Þá var einnig notast við litla gröfu. Portúgal Madeleine McCann Tengdar fréttir Leitað að Maddie við lón í Portúgal Leit stendur nú yfir að líki Madeleine McCann við uppistöðulón í Portúgal sem er í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem hún hvarf árið 2007. Kafarar hafa farið ofan í lónið og er einnig leitað í nánasta umhverfi þess, meðal annars með hundum og neðanjarðarratsjám. 23. maí 2023 10:11 Leitað við stíflu í máli McCann Blásið hefur verið til leitar í lóni við stíflu í Portúgal í tengslum við mál Madeleine McCann. Stíflan er í um 50 km fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem fjölskyldan hennar dvaldi þegar McCann var numin á brott í maí 2007. 22. maí 2023 16:09 Foreldrar Madeleine McCann: „Við munum aldrei gefast upp“ Foreldrar Madeleine McCann óska dóttur sinni til hamingju með 20 ára afmælisdaginn í dag. Þau segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni sem hvarf í Portúgal árið 2007. 12. maí 2023 23:06 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Ekki er vitað til þess að leitin hafi borið einhvern árangur en hún hefur staðið yfir undanfarna þrjá daga og var meðal annars leitað í lóninu og í skóglendi þar skammt frá ströndum lónsins, þar sem nokkrir pokar voru teknir á brott, samkvæmt frétt Sky News. Þýskir lögregluþjónar leiddu leitina fyrr í vikunni var sagt að ákvörðun hefði verið tekin um að hefja leit á vegna tilteknar ábendingar. Yfirvöld í Þýskalandi tilkynntu árið 2020 að talið væri að McCann væri látin og að þýskur kynferðisglæpamaður að nafni Christian Brückner lægi undir grun. Sjá einnig: Þýskur saksóknari segir leitina tengjast ábendingum um hvarf McCann Sá er 45 ára maður sem bjó í Portúgal þegar McCann hvarf. Hann situr í fangelsi fyrir að nauðga 72 ára konu á svæðinu þar sem fjölskylda McCann var á sínum tíma. Hann hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Árið 2020 var leitað á nokkrum stöðum í Þýskalandi sem tengdust honum. Þá sögðust þýskir saksóknarar hafa fundið vísbendingar um að Christian B hafi myrt Madeleine, en þær dugðu ekki til til að ákæra hann. Lögregluþjónar frá Portúgal og Bretlandi komu einnig að leitinni. Meðal annars sáust lögregluþjónar klippa niður runna, saga tré og raka jörðina í skóglendi við uppistöðulónið. Þá var einnig notast við litla gröfu.
Portúgal Madeleine McCann Tengdar fréttir Leitað að Maddie við lón í Portúgal Leit stendur nú yfir að líki Madeleine McCann við uppistöðulón í Portúgal sem er í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem hún hvarf árið 2007. Kafarar hafa farið ofan í lónið og er einnig leitað í nánasta umhverfi þess, meðal annars með hundum og neðanjarðarratsjám. 23. maí 2023 10:11 Leitað við stíflu í máli McCann Blásið hefur verið til leitar í lóni við stíflu í Portúgal í tengslum við mál Madeleine McCann. Stíflan er í um 50 km fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem fjölskyldan hennar dvaldi þegar McCann var numin á brott í maí 2007. 22. maí 2023 16:09 Foreldrar Madeleine McCann: „Við munum aldrei gefast upp“ Foreldrar Madeleine McCann óska dóttur sinni til hamingju með 20 ára afmælisdaginn í dag. Þau segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni sem hvarf í Portúgal árið 2007. 12. maí 2023 23:06 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Leitað að Maddie við lón í Portúgal Leit stendur nú yfir að líki Madeleine McCann við uppistöðulón í Portúgal sem er í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem hún hvarf árið 2007. Kafarar hafa farið ofan í lónið og er einnig leitað í nánasta umhverfi þess, meðal annars með hundum og neðanjarðarratsjám. 23. maí 2023 10:11
Leitað við stíflu í máli McCann Blásið hefur verið til leitar í lóni við stíflu í Portúgal í tengslum við mál Madeleine McCann. Stíflan er í um 50 km fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem fjölskyldan hennar dvaldi þegar McCann var numin á brott í maí 2007. 22. maí 2023 16:09
Foreldrar Madeleine McCann: „Við munum aldrei gefast upp“ Foreldrar Madeleine McCann óska dóttur sinni til hamingju með 20 ára afmælisdaginn í dag. Þau segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni sem hvarf í Portúgal árið 2007. 12. maí 2023 23:06