Íhugar að flytja úr landi vegna hækkananna Bjarki Sigurðsson skrifar 25. maí 2023 23:39 Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana. Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig og standa þeir nú í 8,75 prósentum en verðbólgan á landinu mælist 9,9 prósent. Hafa stýrivextir ekki verið hærri í fjórtán ár og var þetta þrettánda hækkun vaxtanna í röð. Hafa einhverjir haldið því fram að verðbólgan sé í boði verkalýðshreyfingarinnar, þar á meðal fyrrverandi félagsmálaráðherra, en Seðlabankastjóri sagði sjálfur að launakröfur hreyfingarinnar séu óraunhæfar og að hann vonaðist eftir því að gerðir yrðu hófsamir kjarasamningar til langs tíma. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti Alþýðusambands Íslands, segir að þarna fari Seðlabankastjóri einfaldlega með rangt mál. „Við höfum gert það hingað til. Við gerðum það með gerð lífskjarasamninganna árið 2019 og töldum okkur vera að gera það með skammtímasamningnum sem við undirrituðum í desember. Það er alveg klárt mál að Seðlabankastjóri veður algjörlega villu vegar ef hann telur að vinnandi fólk, almenningur í þessu landi, ætli að fara að axla einhverja ábyrgð á hagstjórnarmistökum Seðlabankans og aðgerðarleysi stjórnvalda á þeim ógöngum sem efnahagsmálin eru komin í,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti ASÍ.Vísir/Arnar Hann segir að haldi aðgerðarleysi stjórnvalda áfram sjáum við fram á enn meiri verðbólgu á næstunni. „Stjórnvöld hafa algjörlega brugðist og það er ekkert í pípunum sem við sjáum að sé að fara að lagast frekar en hitt. Heldur erum við að fara í öfuga átt og það mun versna til mikilla muna,“ segir Ragnar Þór. Hann segir aðgerðir Seðlabankans hafa tvöfalt meiri áhrif á fyrirtæki og kostnað þeirra heldur en launahækkanir. „Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki þennan málflutning og endalausu hótanir seðlabankans og Seðlabankastjóra í garð verkalýðshreyfingarinnar. Það sem er stórfurðulegt er að Seðlabankastjóri sjálfur virðist tala upp verðbólguvæntingar sem skila sér alltaf út í verðlagið, það er óskiljanlegt,“ segir Ragnar Þór. Fréttastofa ræddi við nokkra gangandi vegfarendur í dag um hvaða áhrif hækkanir stýrivaxta hafa á þá. Hafa stýrivaxtahækkanirnar áhrif á þig? „Sérstaklega því ég get ekki verið á vinnumarkaði. Þetta hefur mikil slæm áhrif á öryrkja. Nú er ég fullur öryrki og þetta hefur áhrif,“ segir Helga Nielsen. Hefur þú skoðað aðgerðir til að sporna við tapinu? „Flytja úr landi. Einfalt.“ Það stefnir allt í það? „Ef þetta heldur svona áfram þá verð ég að gera það. Svo er ég einstæður foreldri og ég get ekki haft efni á þessu. Þetta er aðeins of mikið af þessu góða og stjórnvöld ættu að skammast sín,“ segir Helga. Helga Nielsen íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkanna Seðlabanka Íslands.Vísir/Arnar Hvaða áhrif hafa hækkanirnar á þig? „Sem betur fer lítil áhrif. Ég er skuldlaus og sleppti því að kaupa íbúð í haust. Geymi sjóðinn í annað og leigi þangað til. Ég held að útborgunin sem ég hefði sett í íbúð í haust væri horfin að stórum hlutum núna ef maður hefði slegið til,“ segir Árni Tryggvason. Árni Tryggvason ætlar að bíða með að kaupa íbúð.Vísir/Arnar „Það var búið að búast við því að það myndi allt hækka út úr öllu valdi. En ég sé ekki í fljótu bragði eftir að hafa séð alla flóruna að það séu einhverjir kraftaverkamenn inni á Alþingi núna sem geta fiffað allt einn tveir og þrír. Við ætlum að gera þetta og þá reddast þetta. Það er ekki þannig,“ segir Þór Gunnlaugsson. Þór Gunnlaugsson segist ekki sjá neina kraftaverkamenn á þingi.Vísir/Arnar Efnahagsmál Húsnæðismál Fjármál heimilisins Verðlag Kjaramál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig og standa þeir nú í 8,75 prósentum en verðbólgan á landinu mælist 9,9 prósent. Hafa stýrivextir ekki verið hærri í fjórtán ár og var þetta þrettánda hækkun vaxtanna í röð. Hafa einhverjir haldið því fram að verðbólgan sé í boði verkalýðshreyfingarinnar, þar á meðal fyrrverandi félagsmálaráðherra, en Seðlabankastjóri sagði sjálfur að launakröfur hreyfingarinnar séu óraunhæfar og að hann vonaðist eftir því að gerðir yrðu hófsamir kjarasamningar til langs tíma. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti Alþýðusambands Íslands, segir að þarna fari Seðlabankastjóri einfaldlega með rangt mál. „Við höfum gert það hingað til. Við gerðum það með gerð lífskjarasamninganna árið 2019 og töldum okkur vera að gera það með skammtímasamningnum sem við undirrituðum í desember. Það er alveg klárt mál að Seðlabankastjóri veður algjörlega villu vegar ef hann telur að vinnandi fólk, almenningur í þessu landi, ætli að fara að axla einhverja ábyrgð á hagstjórnarmistökum Seðlabankans og aðgerðarleysi stjórnvalda á þeim ógöngum sem efnahagsmálin eru komin í,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti ASÍ.Vísir/Arnar Hann segir að haldi aðgerðarleysi stjórnvalda áfram sjáum við fram á enn meiri verðbólgu á næstunni. „Stjórnvöld hafa algjörlega brugðist og það er ekkert í pípunum sem við sjáum að sé að fara að lagast frekar en hitt. Heldur erum við að fara í öfuga átt og það mun versna til mikilla muna,“ segir Ragnar Þór. Hann segir aðgerðir Seðlabankans hafa tvöfalt meiri áhrif á fyrirtæki og kostnað þeirra heldur en launahækkanir. „Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki þennan málflutning og endalausu hótanir seðlabankans og Seðlabankastjóra í garð verkalýðshreyfingarinnar. Það sem er stórfurðulegt er að Seðlabankastjóri sjálfur virðist tala upp verðbólguvæntingar sem skila sér alltaf út í verðlagið, það er óskiljanlegt,“ segir Ragnar Þór. Fréttastofa ræddi við nokkra gangandi vegfarendur í dag um hvaða áhrif hækkanir stýrivaxta hafa á þá. Hafa stýrivaxtahækkanirnar áhrif á þig? „Sérstaklega því ég get ekki verið á vinnumarkaði. Þetta hefur mikil slæm áhrif á öryrkja. Nú er ég fullur öryrki og þetta hefur áhrif,“ segir Helga Nielsen. Hefur þú skoðað aðgerðir til að sporna við tapinu? „Flytja úr landi. Einfalt.“ Það stefnir allt í það? „Ef þetta heldur svona áfram þá verð ég að gera það. Svo er ég einstæður foreldri og ég get ekki haft efni á þessu. Þetta er aðeins of mikið af þessu góða og stjórnvöld ættu að skammast sín,“ segir Helga. Helga Nielsen íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkanna Seðlabanka Íslands.Vísir/Arnar Hvaða áhrif hafa hækkanirnar á þig? „Sem betur fer lítil áhrif. Ég er skuldlaus og sleppti því að kaupa íbúð í haust. Geymi sjóðinn í annað og leigi þangað til. Ég held að útborgunin sem ég hefði sett í íbúð í haust væri horfin að stórum hlutum núna ef maður hefði slegið til,“ segir Árni Tryggvason. Árni Tryggvason ætlar að bíða með að kaupa íbúð.Vísir/Arnar „Það var búið að búast við því að það myndi allt hækka út úr öllu valdi. En ég sé ekki í fljótu bragði eftir að hafa séð alla flóruna að það séu einhverjir kraftaverkamenn inni á Alþingi núna sem geta fiffað allt einn tveir og þrír. Við ætlum að gera þetta og þá reddast þetta. Það er ekki þannig,“ segir Þór Gunnlaugsson. Þór Gunnlaugsson segist ekki sjá neina kraftaverkamenn á þingi.Vísir/Arnar
Efnahagsmál Húsnæðismál Fjármál heimilisins Verðlag Kjaramál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira