Gervigreind gæti sparað tíma og pening í heilsugæslunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. maí 2023 15:43 Steindór er einn fjögurra vísindamanna við HÍ, HR og heilsugæslunnar sem stóðu að rannsókninni. Ný rannsókn fjögurra íslenskra vísindamanna sýnir að gervigreind getur aðstoðað við að raða sjúklingum eftir einkennum. Einkenni margra ganga yfir af sjálfu sér án inngrips á heilsugæslu. Tveir læknar og tveir tölvunarfræðingar birtu nýlega rannsókn þar sem gervigreind var notuð til þess að flokka sjúklinga með öndunarfærasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að gervigreindin var fullfær um að flokka sjúklingana eftir því hversu alvarlegan sjúkdóm viðkomandi var með. Rannsóknin var birt í tímaritinu Annals of Family Medicine og er samstarfsverkefni Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Háskólans í Reykjavík. En hún tengist líka doktorsverkefni Steindórs Ellertssonar, sérnámslæknis í heimilislækningum við Háskóla Íslands. Auk hans tóku tölvunarfræðingarnir Hrafn Loftsson og Hlynur D. Hlynsson og Emil L. Sigurðsson prófessor við læknadeild HÍ þátt í rannsókninni. „Það er enn þá frekar lítil nýting á gervigreind í heilbrigðiskerfinu og það vantar fleiri rannsóknir á gervigreindarlíkönum, sérstaklega klínískar rannsóknir,“ segir Steindór. „Þetta er hálfgerður frumskógur og framan af rúmuðust líkönin ekki vel innan regluverksins. Núna er komin meiri formfesta og gervigreindarlíkön lúta sömu lögmálum og lækningatæki.“ Flokkar mjög vel Í þessari tilteknu rannsókn, sem er svokölluð aftursýn rannsókn, var gervigreind hönnuð til að lesa texta úr sjúkraskrám. Merkir hún við ákveðin atriði, svo sem hvort fólk sé með hita eða blóðugan uppgang þannig að úr verður til gagnagrunnur. „Þetta gagnasafn er síðan notað til að kenna líkaninu hvaða sjúklingar eru með vægan sjúkdóm og hverjir með alvarlegan,“ segir Steindór. Gervigreindin gat flokkað öndunarfærasjúkdóma mjög vel.Getty Ákveðið var að taka fyrir nokkra misalvarlega öndunarfærasjúkdóma. Það er kvef, bráða berkjubólgu, versnun á astma, langvinna lungnaþembu og lungnabólgu. „Við skoðum hvernig líkanið raðar sjúklingum í tíu áhættuhópa og svo skoðum við tíðni útkomna í hverjum hópi fyrir sig,“ segir Steindór. Útkomur eru til dæmis hvort að viðkomandi sjúklingur hafi verið settur á sýklalyf eða í lungnamynd sem sýndi lungnabólgu. „Sú niðurstaða sýnir að líkanið nær að flokka fólk mjög vel,“ segir hann. Mikill sparnaður Þessi rannsókn er grunnrannsókn og þegar er hafin gagnasöfnun fyrir þá næstu, svo kallaða framsýna rannsókn. „Ef þær niðurstöður verða lofandi getum við farið í slembiraðaða samanburðarrannsókn. Það er gull staðalinn til að lækningatæki fái markaðsleyfi í Evrópu og þar með á Íslandi,“ segir Steindór. Ef allt gengur að óskum gæti orðið til hugbúnaður sem getur sparað bæði fólki og heilbrigðiskerfinu umtalsverðan tíma, fjárhæðir og minnkað álag. Læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum eru um 700 þúsund á ári og 5 prósent sjúklinga koma vegna öndunarfæraeinkenna. 72 prósent af þeim þurfa ekki meðhöndlun á heilsugæslu því einkennin ganga yfir af sjálfu sér. Það gera um 25 þúsund viðtöl á ári sem hefðu getað orðið fjarviðtöl, símtöl eða leyst með öðrum hætti. Steindór segir að tæki eins og þetta geti veitt upplýsingar um líðan sjúklings áður en hann mætir á heilsugæsluna. Það er hversu veikur hann er og hvort hann þurfi að koma. Gervigreind Heilbrigðismál Vísindi Heilsugæsla Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Tveir læknar og tveir tölvunarfræðingar birtu nýlega rannsókn þar sem gervigreind var notuð til þess að flokka sjúklinga með öndunarfærasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að gervigreindin var fullfær um að flokka sjúklingana eftir því hversu alvarlegan sjúkdóm viðkomandi var með. Rannsóknin var birt í tímaritinu Annals of Family Medicine og er samstarfsverkefni Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Háskólans í Reykjavík. En hún tengist líka doktorsverkefni Steindórs Ellertssonar, sérnámslæknis í heimilislækningum við Háskóla Íslands. Auk hans tóku tölvunarfræðingarnir Hrafn Loftsson og Hlynur D. Hlynsson og Emil L. Sigurðsson prófessor við læknadeild HÍ þátt í rannsókninni. „Það er enn þá frekar lítil nýting á gervigreind í heilbrigðiskerfinu og það vantar fleiri rannsóknir á gervigreindarlíkönum, sérstaklega klínískar rannsóknir,“ segir Steindór. „Þetta er hálfgerður frumskógur og framan af rúmuðust líkönin ekki vel innan regluverksins. Núna er komin meiri formfesta og gervigreindarlíkön lúta sömu lögmálum og lækningatæki.“ Flokkar mjög vel Í þessari tilteknu rannsókn, sem er svokölluð aftursýn rannsókn, var gervigreind hönnuð til að lesa texta úr sjúkraskrám. Merkir hún við ákveðin atriði, svo sem hvort fólk sé með hita eða blóðugan uppgang þannig að úr verður til gagnagrunnur. „Þetta gagnasafn er síðan notað til að kenna líkaninu hvaða sjúklingar eru með vægan sjúkdóm og hverjir með alvarlegan,“ segir Steindór. Gervigreindin gat flokkað öndunarfærasjúkdóma mjög vel.Getty Ákveðið var að taka fyrir nokkra misalvarlega öndunarfærasjúkdóma. Það er kvef, bráða berkjubólgu, versnun á astma, langvinna lungnaþembu og lungnabólgu. „Við skoðum hvernig líkanið raðar sjúklingum í tíu áhættuhópa og svo skoðum við tíðni útkomna í hverjum hópi fyrir sig,“ segir Steindór. Útkomur eru til dæmis hvort að viðkomandi sjúklingur hafi verið settur á sýklalyf eða í lungnamynd sem sýndi lungnabólgu. „Sú niðurstaða sýnir að líkanið nær að flokka fólk mjög vel,“ segir hann. Mikill sparnaður Þessi rannsókn er grunnrannsókn og þegar er hafin gagnasöfnun fyrir þá næstu, svo kallaða framsýna rannsókn. „Ef þær niðurstöður verða lofandi getum við farið í slembiraðaða samanburðarrannsókn. Það er gull staðalinn til að lækningatæki fái markaðsleyfi í Evrópu og þar með á Íslandi,“ segir Steindór. Ef allt gengur að óskum gæti orðið til hugbúnaður sem getur sparað bæði fólki og heilbrigðiskerfinu umtalsverðan tíma, fjárhæðir og minnkað álag. Læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum eru um 700 þúsund á ári og 5 prósent sjúklinga koma vegna öndunarfæraeinkenna. 72 prósent af þeim þurfa ekki meðhöndlun á heilsugæslu því einkennin ganga yfir af sjálfu sér. Það gera um 25 þúsund viðtöl á ári sem hefðu getað orðið fjarviðtöl, símtöl eða leyst með öðrum hætti. Steindór segir að tæki eins og þetta geti veitt upplýsingar um líðan sjúklings áður en hann mætir á heilsugæsluna. Það er hversu veikur hann er og hvort hann þurfi að koma.
Gervigreind Heilbrigðismál Vísindi Heilsugæsla Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira