Ekki í skoðun að hækka skatta þeirra tekjuhærri Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2023 21:10 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir kaupmátt þeirra tekjulægstu hafa aukist hvað mest. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ekki mega túlka hlutina þannig að tekjulágir hópar hafi verið skildir eftir þrátt fyrir að aðrir hafi það gott. Ekki sé í skoðun að hækka skatta á tekjuhærra fólk líkt og formaður Eflingar hefur lagt til. Stýrivextir Seðlabankans voru hækkaðir um 1,25 prósentustig á miðvikudaginn og standa þeir nú í 8,75 prósentum. Í kjölfar hækkunarinnar svaraði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ákalli Seðlabankastjóra um að verkalýðshreyfingin gerði langtímakjarasamninga svo sporna megi við verðbólgu. Sagði hún það vera hægt skildu stjórnvöld ná stjórn á húsnæðismarkaðinum þar sem húsnæðisskortur væri að sliga láglaunafólk. Þá þyrfti að hækka skatta á auðstéttina til að draga úr þeirra neyslu, annars myndi eyðilegging lífs lágtekjufólks halda áfram. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ekki vera til skoðunar að hækka skatta á tekjuhæsta fólkið í landinu enda borgi það nú þegar langhæstu skattana. „Þeir sama hafa aukið kaupmátt sinn hvað mest á undanförnum misserum, við sjáum það á nýjustu álagningu Skattsins fyrir 2022, eru ekki síst tekjulágir hópar og það er mjög mikið ánægjuefni. Okkur hefur tekist að auka kaupmátt og stöðu þeirra sem eru neðst í tekjustiganum. Það höfum við gert mjög myndarlega á undanförnum árum, líka í gegnum skattkerfisbreytingar og ýmsar tilfærslur, eins og bótagreiðslur sem ríkið stendur undir. þannig það er ekki hægt að segja að þessir hópar hafi verið skildir eftir því aðrir hafa það gott,“ segir Bjarni. Það er sem sagt ekki verið að skoða að hækka skatta á þá tekjuhærri? „Við erum ekki að skoða neinar slíkar hugmyndir nei.“ Hann segir að þrátt fyrir að stjórnvöld hafi gert sitt við að sporna gegn verðbólgu séu enn frekari aðgerðir á leiðinni. „En þar fyrir utan er aðalþunginn okkar á að bæta afkomu ríkissjóðs enn frekar, auka aðhaldið, ná fyrir jöfnuði í ríkisfjármálum. Það er það sem Seðlabankinn á við þegar hann kallar eftir því að við náum aðeins að kæla hagkerfið. Mér finnst það hafa farið forgörðum í almennri umræðu um stöðuna hvernig hún er í dag. Það er þetta, það er ofhitnun í íslenska hagkerfinu, það er of mikill hagvöxtur, of mikil einkaneysla. Of mikið að gerast þannig að það standi undir sér. Þannig brýst þetta út í verðbólgu,“ segir Bjarni. Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Íhugar að flytja úr landi vegna hækkananna Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana. 25. maí 2023 23:39 Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47 Forysta SA þarf að „standa í lappirnar“ gegn óraunhæfum launakröfum Seðlabankastjóri gagnrýnir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og segir þá þurfa að „standa meira í lappirnar“ þegar kemur að óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaganna um miklar nafnlaunahækkanir en síðustu vaxtahækkanir bankans sýni að það kosti atvinnurekendur að gera dýra kjarasamninga. Kjölfesta verðbólguvæntinga hefur laskast og seðlabankastjóri viðurkennir að bankinn hafi mögulega gert mistök síðasta haust með því að tala ekki skýrar að hann myndi halda áfram sínu striki óháð því hvað aðrir armar hagstjórnarinnar myndu gera. 25. maí 2023 11:01 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Stýrivextir Seðlabankans voru hækkaðir um 1,25 prósentustig á miðvikudaginn og standa þeir nú í 8,75 prósentum. Í kjölfar hækkunarinnar svaraði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ákalli Seðlabankastjóra um að verkalýðshreyfingin gerði langtímakjarasamninga svo sporna megi við verðbólgu. Sagði hún það vera hægt skildu stjórnvöld ná stjórn á húsnæðismarkaðinum þar sem húsnæðisskortur væri að sliga láglaunafólk. Þá þyrfti að hækka skatta á auðstéttina til að draga úr þeirra neyslu, annars myndi eyðilegging lífs lágtekjufólks halda áfram. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ekki vera til skoðunar að hækka skatta á tekjuhæsta fólkið í landinu enda borgi það nú þegar langhæstu skattana. „Þeir sama hafa aukið kaupmátt sinn hvað mest á undanförnum misserum, við sjáum það á nýjustu álagningu Skattsins fyrir 2022, eru ekki síst tekjulágir hópar og það er mjög mikið ánægjuefni. Okkur hefur tekist að auka kaupmátt og stöðu þeirra sem eru neðst í tekjustiganum. Það höfum við gert mjög myndarlega á undanförnum árum, líka í gegnum skattkerfisbreytingar og ýmsar tilfærslur, eins og bótagreiðslur sem ríkið stendur undir. þannig það er ekki hægt að segja að þessir hópar hafi verið skildir eftir því aðrir hafa það gott,“ segir Bjarni. Það er sem sagt ekki verið að skoða að hækka skatta á þá tekjuhærri? „Við erum ekki að skoða neinar slíkar hugmyndir nei.“ Hann segir að þrátt fyrir að stjórnvöld hafi gert sitt við að sporna gegn verðbólgu séu enn frekari aðgerðir á leiðinni. „En þar fyrir utan er aðalþunginn okkar á að bæta afkomu ríkissjóðs enn frekar, auka aðhaldið, ná fyrir jöfnuði í ríkisfjármálum. Það er það sem Seðlabankinn á við þegar hann kallar eftir því að við náum aðeins að kæla hagkerfið. Mér finnst það hafa farið forgörðum í almennri umræðu um stöðuna hvernig hún er í dag. Það er þetta, það er ofhitnun í íslenska hagkerfinu, það er of mikill hagvöxtur, of mikil einkaneysla. Of mikið að gerast þannig að það standi undir sér. Þannig brýst þetta út í verðbólgu,“ segir Bjarni.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Íhugar að flytja úr landi vegna hækkananna Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana. 25. maí 2023 23:39 Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47 Forysta SA þarf að „standa í lappirnar“ gegn óraunhæfum launakröfum Seðlabankastjóri gagnrýnir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og segir þá þurfa að „standa meira í lappirnar“ þegar kemur að óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaganna um miklar nafnlaunahækkanir en síðustu vaxtahækkanir bankans sýni að það kosti atvinnurekendur að gera dýra kjarasamninga. Kjölfesta verðbólguvæntinga hefur laskast og seðlabankastjóri viðurkennir að bankinn hafi mögulega gert mistök síðasta haust með því að tala ekki skýrar að hann myndi halda áfram sínu striki óháð því hvað aðrir armar hagstjórnarinnar myndu gera. 25. maí 2023 11:01 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Íhugar að flytja úr landi vegna hækkananna Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana. 25. maí 2023 23:39
Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47
Forysta SA þarf að „standa í lappirnar“ gegn óraunhæfum launakröfum Seðlabankastjóri gagnrýnir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og segir þá þurfa að „standa meira í lappirnar“ þegar kemur að óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaganna um miklar nafnlaunahækkanir en síðustu vaxtahækkanir bankans sýni að það kosti atvinnurekendur að gera dýra kjarasamninga. Kjölfesta verðbólguvæntinga hefur laskast og seðlabankastjóri viðurkennir að bankinn hafi mögulega gert mistök síðasta haust með því að tala ekki skýrar að hann myndi halda áfram sínu striki óháð því hvað aðrir armar hagstjórnarinnar myndu gera. 25. maí 2023 11:01