Biðlar til ökumanna að stoppa á Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2023 21:05 Um sjö hundruð þúsund bílar keyra í gegnum Blönduós árlega og stoppa fæstir þeirra á staðnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Húnabyggðar biðlar til ferðamanna um að þeir stoppi á Blönduósi þegar þeir keyra í gegnum bæjarfélagið, ekki bara að stoppa til að fara á salerni eða að fá sér pylsu. Um sjö hundruð þúsund bílar keyra í gegnum Blönduós árlega og stoppa fæstir þeirra á staðnum. Eins og allir vita þá liggur hringvegurinn í gegnum Blönduós en á sama tíma gengur heimamönnum illa að fá ökumenn til að stoppa í bæjarfélaginu, flestir bruna bara í gegnum bæinn. Sveitarstjórinn vill að sjálfsögðu að ökumenn stoppi þegar þeir fara í gegnum Blönduós enda margt að sjá þar. „Blönduós er ekki bara pylsa en það er kannski þannig, sem flestir landsmenn þekkja Blönduós að keyra í gegnum bæinn og mögulega að stoppa á N1 og fá sér eina pullu,“ segir Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar. “Við viljum endilega fá fólkið til þess að stoppa og skoða okkur aðeins betur af því að hér er margt að gera og til dæmis síðustu fimm árin eða meira jafnvel hefur sundlaugin alltaf verið að trekkja meira og meira að og er orðin svolítið þekkt á meðal fjölskyldufólks, sem stoppar hér og slakar á áður en það heldur síðan sínu ferðalagi áfram, “ bætir Pétur við. Sundlaugin á Blönduósi er alltaf að vera vinsælli og vinsælli hjá ferðafólki enda frábær aðstaða þar og gaman að koma.Róbert Daníel Jónsson. Pétur biðlar til íslenskra og erlendra ferðamanna að hika ekki við að stoppa á Blönduósi á ferð sinni um svæðið. „Já, ég hvet alla til að koma og beygja aðeins inn í bæinn í sumar þegar þeir keyra hérna í gegn. Hér er margt að sjá og margt að upplifa. Það er komin nýr veitingastaður og nýtt hótel og svo eru náttúrulega veitingastaðir hér fyrir þannig að það er bara um að gera að tékka á þessu,“ segir Pétur. Og svo má ekki gleyma Prjónagleðinni, sem verður aðra helgina í júní á Blönduósi og Húnavakan verður um miðjan júlí. „Þannig að við hlökkum bara öll mikið til sumarsins,“ segir sveitarstjóri Húnabyggðar. Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem hvetur ferðalanga til að stoppa á Blönduósi í sumar enda margt spennandi þar að sjá og gera.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Húnabyggðar Húnabyggð Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Eins og allir vita þá liggur hringvegurinn í gegnum Blönduós en á sama tíma gengur heimamönnum illa að fá ökumenn til að stoppa í bæjarfélaginu, flestir bruna bara í gegnum bæinn. Sveitarstjórinn vill að sjálfsögðu að ökumenn stoppi þegar þeir fara í gegnum Blönduós enda margt að sjá þar. „Blönduós er ekki bara pylsa en það er kannski þannig, sem flestir landsmenn þekkja Blönduós að keyra í gegnum bæinn og mögulega að stoppa á N1 og fá sér eina pullu,“ segir Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar. “Við viljum endilega fá fólkið til þess að stoppa og skoða okkur aðeins betur af því að hér er margt að gera og til dæmis síðustu fimm árin eða meira jafnvel hefur sundlaugin alltaf verið að trekkja meira og meira að og er orðin svolítið þekkt á meðal fjölskyldufólks, sem stoppar hér og slakar á áður en það heldur síðan sínu ferðalagi áfram, “ bætir Pétur við. Sundlaugin á Blönduósi er alltaf að vera vinsælli og vinsælli hjá ferðafólki enda frábær aðstaða þar og gaman að koma.Róbert Daníel Jónsson. Pétur biðlar til íslenskra og erlendra ferðamanna að hika ekki við að stoppa á Blönduósi á ferð sinni um svæðið. „Já, ég hvet alla til að koma og beygja aðeins inn í bæinn í sumar þegar þeir keyra hérna í gegn. Hér er margt að sjá og margt að upplifa. Það er komin nýr veitingastaður og nýtt hótel og svo eru náttúrulega veitingastaðir hér fyrir þannig að það er bara um að gera að tékka á þessu,“ segir Pétur. Og svo má ekki gleyma Prjónagleðinni, sem verður aðra helgina í júní á Blönduósi og Húnavakan verður um miðjan júlí. „Þannig að við hlökkum bara öll mikið til sumarsins,“ segir sveitarstjóri Húnabyggðar. Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem hvetur ferðalanga til að stoppa á Blönduósi í sumar enda margt spennandi þar að sjá og gera.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Húnabyggðar
Húnabyggð Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði