Stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. maí 2023 15:04 Bændur í Austur-Húnavatnssýslu hafa áhyggjur af stöðu riðumála eins og bændur í öðrum landshlutu, ekki síst eftir að riða greindist á tveimur bæjum í sýslunni við hliðina á þeim, Vestur-Húnavatnssýslu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Húnabyggðar segir að sauðfjárbændur í Austur Húnavatnssýslu séu á nálum yfir því að riða getið komi upp á svæði þeirra eftir að riða kom upp á tveimur bæjum í Vestur Húnavatnssýslu í vor. Eins og allir vita þá greindist riða á tveimur sauðfjárbúum í Vestur – Húnavatnssýslu snemma í vor og þurfti að skera niður allt fé á báðum bæjum. Líkt og í Vestur Húnavatnssýslu er líka mikið um sauðfé í Austur – Húnavatnssýslu og þar hafa bændur áhyggjur á að riða geti líka blossað upp. Pétur Arason er sveitarstjóri Húnabyggðar. „Þetta er náttúrulega bara grafalvarlegt mál. Þetta kom núna upp í hólfi, sem hefur ekki komið upp áður, sem sýnir það að það er engin óhultur. Það hefur verið riða hér á mörgum stöðum í sveitarfélaginu og ekki langt síðan að hún var hinum megin við okkur hérna í Skagafirði þannig að við erum mjög hugsi yfir þessu öllu,“ segir Pétur. Pétur segir að stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum og niðurskurði í kjölfarið. „Af því að við trúum ekki á það að þessi niðurskurðaaðferð sé leið til að leysa þetta mál til framtíðar. Niðurskurðaleiðin er meira einhver nauðvarnarstefna, sem var tekin upp þegar þessi mál voru á mjög slæmum stað en í dag þurfum við bara að nálgast þetta á annan hátt.“ Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem segir að stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur segir að nú þurfi númer 1, 2 og 3 að rækta verndandistofna af sauðfé til að vinna á meininu, sem riðuveiki er. „Og aðrar þjóðir hafa í raun og veru gert það þannig með því að rækta þessa verndandiarfgerð, sem er kallað ARR í íslensku sauðkindinni. Þetta er eitthvað, sem bændur þurfa núna í rauninni að setja fókus á til þess að við þurfum ekki að hafa þessa vofu yfir okkur að riðan geti slegið niður á einhver býli hérna í sveitarfélaginu,“ segir Pétur. Þannig að þú vilt ekki bara skera og skera ef það kemur upp riða? „Nei, ég trúi bara alls ekki á það,“ segir Pétur enn fremur. Húnabyggð Riða í Miðfirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
Eins og allir vita þá greindist riða á tveimur sauðfjárbúum í Vestur – Húnavatnssýslu snemma í vor og þurfti að skera niður allt fé á báðum bæjum. Líkt og í Vestur Húnavatnssýslu er líka mikið um sauðfé í Austur – Húnavatnssýslu og þar hafa bændur áhyggjur á að riða geti líka blossað upp. Pétur Arason er sveitarstjóri Húnabyggðar. „Þetta er náttúrulega bara grafalvarlegt mál. Þetta kom núna upp í hólfi, sem hefur ekki komið upp áður, sem sýnir það að það er engin óhultur. Það hefur verið riða hér á mörgum stöðum í sveitarfélaginu og ekki langt síðan að hún var hinum megin við okkur hérna í Skagafirði þannig að við erum mjög hugsi yfir þessu öllu,“ segir Pétur. Pétur segir að stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum og niðurskurði í kjölfarið. „Af því að við trúum ekki á það að þessi niðurskurðaaðferð sé leið til að leysa þetta mál til framtíðar. Niðurskurðaleiðin er meira einhver nauðvarnarstefna, sem var tekin upp þegar þessi mál voru á mjög slæmum stað en í dag þurfum við bara að nálgast þetta á annan hátt.“ Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem segir að stjórnvöld verði að breyta sínum áherslum í riðumálum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur segir að nú þurfi númer 1, 2 og 3 að rækta verndandistofna af sauðfé til að vinna á meininu, sem riðuveiki er. „Og aðrar þjóðir hafa í raun og veru gert það þannig með því að rækta þessa verndandiarfgerð, sem er kallað ARR í íslensku sauðkindinni. Þetta er eitthvað, sem bændur þurfa núna í rauninni að setja fókus á til þess að við þurfum ekki að hafa þessa vofu yfir okkur að riðan geti slegið niður á einhver býli hérna í sveitarfélaginu,“ segir Pétur. Þannig að þú vilt ekki bara skera og skera ef það kemur upp riða? „Nei, ég trúi bara alls ekki á það,“ segir Pétur enn fremur.
Húnabyggð Riða í Miðfirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira