Fótbolti

Chelsea enskur meistari fjórða árið í röð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Chelsea er Englandsmeistari í knattspyrnu fjórða árið í röð.
Chelsea er Englandsmeistari í knattspyrnu fjórða árið í röð. Justin Setterfield/Getty Images

Chelsea tryggði sér í dag Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna er liðið vann öruggan 3-0 útisigur gegn þegar föllnu liði Reading.

Það var Sam Kerr sem kom gestunum í Chelsea yfir á 18. mínútu áður en Guro Reiten tvöfaldaði forystu liðsins stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Sam Kerr var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma þegar hún rak seinasta naglann í kistu Reading og gulltryggði sigur Chelsea og Englandsmeistaratitilinn um leið.

Lokatölur því 3-0 sigur Chelsea og liðið er Englandsmeistari fjórða árið í röð. Liðið endar með 58 stig, tveimru stigum meira en Manchester United sem var eina liðið sem gat stolið titlinum af Lundúnaliðinu.

Á sama tíma vann Manchester United einmitt 1-0 útisigur gegn Liverpool og Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í West Ham gerðu 2-2 jafntefli gegn Tottenham í Lundúnaslag.

Úrslit dagsins

Arsenal 0-2 Aston Villa

Brighton 0-1 Leicester

Liverpool 0-1 Manchester United

Manchester City 3-2 Everton

Reading 0-3 Chelsea

West Ham United 2-2 Tottenham Hotspur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×