Handbolti

Lið Tryggva tryggði sér odda­leik um titilinn

Aron Guðmundsson skrifar
Tryggvi Þórisson, leikmaður Savehof í Svíþjóð (til vinstri)
Tryggvi Þórisson, leikmaður Savehof í Svíþjóð (til vinstri) Mynd: Savehof

Tryggvi Þóris­son og liðs­fé­lagar hans í sænska hand­bolta­liðinu Sa­vehof unnu í dag afar mikil­vægan sigur á Kristian­stad í fjórða leik liðanna í úr­slita­ein­vígi sænsku úr­vals­deildarinnar.

Leikir liðanna til þessa hafa verið hin mesta skemmtun og boðið upp á mikla spennu. Sigur Kristian­stad í dag hefði tryggt liðinu sænska meistara­titilinn en Tryggvi og liðs­fé­lagar hans í Sa­vehof spilltu gleðinni.

Svo fór að leiknum lauk með tveggja marka sigri Sa­vehof, 30-28, og munu liðin því mætast í odda­leik ein­vígisins á mánu­daginn næst­komandi þar sem að sigur­vegarinn úr þeim leik tryggir sér sænska meistara­titilinn í hand­bolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×