Ófarir Leclerc halda áfram Aron Guðmundsson skrifar 27. maí 2023 23:00 Charles Leclerc, ökumaður Formúlu 1 liðs Ferrari Vísir/Getty Charles Leclerc, ökumaður Formúlu 1 liðs Ferrari, hefur fengið þriggja sæta refsingu fyrir Mónakó-kappakstur morgundagsins og mun hann því ræsa sjötti á morgun. Refsinguna hlaut Leclerc eftir tímatöku dagsins í Mónakó þar sem að hann endaði í þriðja sæti. Leclerc er gefið að sök að hafa verið fyrir Lando Norris, ökumanni McLaren í tímatökunni en Norris var á fljúgandi hring er hann þurfti að hægja ferð sína verulega í göngum Mónakó-brautarinnar þar sem Leclerc var að þvælast fyrir. A closer look at the incident between Norris and Leclerc in the tunnel #MonacoGP #F1 pic.twitter.com/uxp1jIRhq1— Formula 1 (@F1) May 27, 2023 Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Leclerc og Ferrari á yfirstandandi tímabili. Ferrari-bíllinn hefur ekki geta barist um sigra til þessa og þá hefur Leclerc ekki fundið sig. Hann er sem stendur í 7. sæti í stigakeppni ökumanna með aðeins 34 stig og er að tapa baráttunni við liðsfélaga sinn Carlos Sainz. Max Verstappen, ríkjandi heimseistari ökumanna í Formúlu 1 og forystusauður stigakeppninnar er á ráspól í keppni morgundagsins og ljóst að erfitt verður fyrir andstæðinga hans að koma í veg fyrir enn einn sigur Verstappen og Red Bull Racing. Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Refsinguna hlaut Leclerc eftir tímatöku dagsins í Mónakó þar sem að hann endaði í þriðja sæti. Leclerc er gefið að sök að hafa verið fyrir Lando Norris, ökumanni McLaren í tímatökunni en Norris var á fljúgandi hring er hann þurfti að hægja ferð sína verulega í göngum Mónakó-brautarinnar þar sem Leclerc var að þvælast fyrir. A closer look at the incident between Norris and Leclerc in the tunnel #MonacoGP #F1 pic.twitter.com/uxp1jIRhq1— Formula 1 (@F1) May 27, 2023 Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Leclerc og Ferrari á yfirstandandi tímabili. Ferrari-bíllinn hefur ekki geta barist um sigra til þessa og þá hefur Leclerc ekki fundið sig. Hann er sem stendur í 7. sæti í stigakeppni ökumanna með aðeins 34 stig og er að tapa baráttunni við liðsfélaga sinn Carlos Sainz. Max Verstappen, ríkjandi heimseistari ökumanna í Formúlu 1 og forystusauður stigakeppninnar er á ráspól í keppni morgundagsins og ljóst að erfitt verður fyrir andstæðinga hans að koma í veg fyrir enn einn sigur Verstappen og Red Bull Racing.
Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira