Engin ákvörðun um úrsögn úr hnefaleikasambandi en fylgst með Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. maí 2023 09:00 Viktoría Berg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Hnefaleikasambandsins segir sambandið ekki sátt við ákvarðanir IBA að undanförnu. Hnefaleikaheimurinn logar þessa stundina. Alþjóða hnefaleikasambandið, IBA, er undir járnhæl rússnesks formanns sem styður Pútín og Bandaríkjamenn hafa stofnað eigin samband. Íslendingar fylgjast með. „Við munum fylgjast með þeim þjóðum sem standa okkur næst og við erum helst í samstarfi við, þá Norðurlöndin, og einnig IOC, og endurskoða stöðuna ef einhverjar breytingar verða þar,“ segir Viktoría Berg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Hnefaleikasambands Íslands. Bandaríkjamenn hafa stofnað sérstakt hnefaleikasamband fyrir áhugamannahnefaleika, World Boxing, og sagt sig úr IBA. Fleiri þjóðir hafa gengið í sambandið, svo sem Frakkar, Bretar, Ástralar og Kanadamenn. Úkraínufáninn bannaður Ástæðan eru ákvarðanir stjórnar IBA og formannsins, Umar Kremlev, á undanförnum árum og einkum eftir að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst í febrúar á síðasta ári. Kremlev hefur meðal annars fært höfuðstöðvarnar til Rússlands og gert rússneska gasrisann Gazprom að helsta bakhjarli IBA. Formaðurinn Umar Kremlev styður innrásina í Úkraínu og hefur beitt sér gegn úkraínskum hnefaleikamönnum.Getty Í september síðastliðnum var Úkraínumönnum bannað að keppa undir eigin fána, að sögn stjórnar IBA vegna afskipta stjórnvalda þar í landi. Þá aflétti IBA kepnnisbanni Alþjóða ólympíusambandsins, IOC, af bæði rússneskum og hvítrússneskum hnefaleikamönnum. En fram að þessu hafa þeir hnefaleikamenn þurft að keppa undir hlutlausum fána. Tóku völdin af IBA Sífellt fleiri lönd hafa verið að sækja um inngöngu í World Boxing, þar á meðal Þýskaland, Svíþjóð og Nýja Sjáland. IBA hefur brugðist við með því að víkja þeim úr IBA. Á sama tíma dælir Gazprom verðlaunafé í keppnismótin sem skipulögð eru af IBA til að hæna fólk að IBA. Kremlev komst til valda í IBA eftir að IOC tók völdin af sambandinu fyrir ólympíuleikana í Tókíó árið 2020. IOC skipulagði sjálft undirbúningsmótið fyrir leikana vegna vandræða IBA með fjármál og dómgæslu. Kremlev lofaði bót og betrun IBA en sambandið á milli IBA og IOC hefur hins vegar aðeins versnað til muna eftir að hann komst til valda. Gætu horfið af ólympíuleikum „Miðað við þróun á samræðum IOC og IBA þá stefnir í að hnefaleikar verði ekki partur af Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 2028. Ef þessi þróun heldur áfram þá er hætta á því að IBA verði ekki lengur partur af Ólympíusambandinu,“ segir Viktoría. Segir hún að áhersla IBA sé núna á eigin mótaröð en markmið World Boxing sé að halda hnefaleikum inni í ólympíuleikum, þar sem þeir eiga langa sögu. „Við sem samband undir ÍSÍ munum alltaf fylgja alþjóðlega Ólympíusambandinu og því sambandi sem heyrir þar undir,“ segir Viktoría. „Við fylgjum einnig Norðurlöndunum og því sem þau hafa í hyggju að gera. Eins og staðan er í dag þá hafa engar ákvarðanir verið teknar en við munum fylgjast með þróuninni og sjá hvað Alþjóðlega Ólympíusambandið gerir.“ Grátt svæði Aðspurð um afstöðu Hnefaleikasambands Íslands til ákvarðana IBA að undanförnu segir Viktoría að ekki sé sátt um þær. Sambandið hefur hins vegar ekki beitt sér formlega á þessum velli. „Hnefaleikasamband Íslands hefur ekki verið sjálft í neinum mótmælum gagnvart þessu en hefur fylgst grannt með umræðunum og hefur verið erfitt að skilja ákvarðanir alþjóðasambandsins sem oft á tíðum liggja á gráu svæði,“ segir Viktoría. „Þó að við höfum ekki verið í neinum mótmælum þá erum við samt sem áður ósammála ákvörðun IBA um að leyfa Rússum og Hvítrússum að keppa og að banna Úkraínumönnum að keppa undir eigin fána. Þessar tilteknu deilur eru eitthvað sem við vorum ekki virkir þátttakendur í og því erfitt að mynda sér skoðanir á einstaka málum. Áhersluatriði okkar snýr fyrst og fremst að íþróttinni og þátttakendum hennar og viljum helst að það haldist þannig,“ bætir hún við. Box Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ólympíuleikar Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Sjá meira
„Við munum fylgjast með þeim þjóðum sem standa okkur næst og við erum helst í samstarfi við, þá Norðurlöndin, og einnig IOC, og endurskoða stöðuna ef einhverjar breytingar verða þar,“ segir Viktoría Berg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Hnefaleikasambands Íslands. Bandaríkjamenn hafa stofnað sérstakt hnefaleikasamband fyrir áhugamannahnefaleika, World Boxing, og sagt sig úr IBA. Fleiri þjóðir hafa gengið í sambandið, svo sem Frakkar, Bretar, Ástralar og Kanadamenn. Úkraínufáninn bannaður Ástæðan eru ákvarðanir stjórnar IBA og formannsins, Umar Kremlev, á undanförnum árum og einkum eftir að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst í febrúar á síðasta ári. Kremlev hefur meðal annars fært höfuðstöðvarnar til Rússlands og gert rússneska gasrisann Gazprom að helsta bakhjarli IBA. Formaðurinn Umar Kremlev styður innrásina í Úkraínu og hefur beitt sér gegn úkraínskum hnefaleikamönnum.Getty Í september síðastliðnum var Úkraínumönnum bannað að keppa undir eigin fána, að sögn stjórnar IBA vegna afskipta stjórnvalda þar í landi. Þá aflétti IBA kepnnisbanni Alþjóða ólympíusambandsins, IOC, af bæði rússneskum og hvítrússneskum hnefaleikamönnum. En fram að þessu hafa þeir hnefaleikamenn þurft að keppa undir hlutlausum fána. Tóku völdin af IBA Sífellt fleiri lönd hafa verið að sækja um inngöngu í World Boxing, þar á meðal Þýskaland, Svíþjóð og Nýja Sjáland. IBA hefur brugðist við með því að víkja þeim úr IBA. Á sama tíma dælir Gazprom verðlaunafé í keppnismótin sem skipulögð eru af IBA til að hæna fólk að IBA. Kremlev komst til valda í IBA eftir að IOC tók völdin af sambandinu fyrir ólympíuleikana í Tókíó árið 2020. IOC skipulagði sjálft undirbúningsmótið fyrir leikana vegna vandræða IBA með fjármál og dómgæslu. Kremlev lofaði bót og betrun IBA en sambandið á milli IBA og IOC hefur hins vegar aðeins versnað til muna eftir að hann komst til valda. Gætu horfið af ólympíuleikum „Miðað við þróun á samræðum IOC og IBA þá stefnir í að hnefaleikar verði ekki partur af Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 2028. Ef þessi þróun heldur áfram þá er hætta á því að IBA verði ekki lengur partur af Ólympíusambandinu,“ segir Viktoría. Segir hún að áhersla IBA sé núna á eigin mótaröð en markmið World Boxing sé að halda hnefaleikum inni í ólympíuleikum, þar sem þeir eiga langa sögu. „Við sem samband undir ÍSÍ munum alltaf fylgja alþjóðlega Ólympíusambandinu og því sambandi sem heyrir þar undir,“ segir Viktoría. „Við fylgjum einnig Norðurlöndunum og því sem þau hafa í hyggju að gera. Eins og staðan er í dag þá hafa engar ákvarðanir verið teknar en við munum fylgjast með þróuninni og sjá hvað Alþjóðlega Ólympíusambandið gerir.“ Grátt svæði Aðspurð um afstöðu Hnefaleikasambands Íslands til ákvarðana IBA að undanförnu segir Viktoría að ekki sé sátt um þær. Sambandið hefur hins vegar ekki beitt sér formlega á þessum velli. „Hnefaleikasamband Íslands hefur ekki verið sjálft í neinum mótmælum gagnvart þessu en hefur fylgst grannt með umræðunum og hefur verið erfitt að skilja ákvarðanir alþjóðasambandsins sem oft á tíðum liggja á gráu svæði,“ segir Viktoría. „Þó að við höfum ekki verið í neinum mótmælum þá erum við samt sem áður ósammála ákvörðun IBA um að leyfa Rússum og Hvítrússum að keppa og að banna Úkraínumönnum að keppa undir eigin fána. Þessar tilteknu deilur eru eitthvað sem við vorum ekki virkir þátttakendur í og því erfitt að mynda sér skoðanir á einstaka málum. Áhersluatriði okkar snýr fyrst og fremst að íþróttinni og þátttakendum hennar og viljum helst að það haldist þannig,“ bætir hún við.
Box Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Ólympíuleikar Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Sjá meira