Innflytjandi og tveggja barna móðir treysti ekki sjálfri sér en dúxaði Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. maí 2023 15:41 Það þurfti að sannfæra Jolöntu um að hefja nám á íslensku en hún kláraði það í vor með 9,75 í meðaleinkunn. Jolanta Paceviciene, tveggja barna móðir og innflytjandi frá Litháen, dúxaði á stuðningsfulltrúabraut Borgarholtsskóla með 9,75 í meðaleinkunn. Í upphafi ætlaði hún varla að treysta sér í námið vegna íslenskunnar. „Ég var lengi að hugsa mig um hvort ég gæti farið í nám á íslensku. Ég treysti mér ekki til þess,“ segir Jolanta. Hún starfar í Landakotsskóla og var í fjarnámi í Borgarholtsskóla. Fékk hún samt hæstu einkunnina á allri brautinni. Hún segist alls ekki hafa búist við þessu en fjölskyldan hefur nógu að fagna þessa dagana. Því Gertruda dóttir hennar hefur lokið grunnnámi í kennslufræði og Ignas, sonur hennar, útskrifaðist úr Kvennaskólanum í gær. „Við erum í skýjunum,“ segir hún. Vítahringur í Litháen Jolanta var 26 ára gömul þegar hún flutti til Íslands árið 2001. Maðurinn hennar, Dainoras eða Denni eins og hann er kallaður, flutti einu ári á undan Jolöntu og níu mánaða gamalli Gertrudu til að vinna. „Það var erfitt að fá vinnu í Litháen,“ segir Jolanta. Sjálf hafi hún verið í vissum vítahring í heimalandinu. „Ég hafði klárað nám í bókhaldi en fékk ekki vinnu af því að ég var ekki með reynslu, og ekki fékk ég reynslu því ég fékk ekki vinnu.“ Hún og Denni höfðu heyrt af því að fólk væri að flytja erlendis, meðal annars til Íslands, til þess að vinna. „Við vissum ekki hvar Ísland væri og þurftum að leita að því á korti,“ segir hún og hérna eru þau enn. Treysti ekki sjálfri sér Fyrsta vinnan sem Jolanta fékk var á fæðingardeild Landspítalans. En árið 2011 fékk hún vinnu í Landakotsskóla, sem skólaliði í eldhúsinu og við þrif. Denni, Gertruda, Ignas og Jolanta á útskrift Ignasar í Kvennaskólanum. Fjölskyldan hefur nógu að fagna þessa dagana. Fyrir fimm árum síðan fannst Jolöntu vera tími til kominn að breyta til og ætlaði hún að hætta í skólanum. En Ingibjörg Jóhannsdóttir, þáverandi skólastjóri, vildi ekki missa hana og bauð henni því að verða stuðningsfulltrúi. „Ég var mjög hissa og treysti mér ekki í þetta en svo ákvað ég að prófa,“ segir Jolanta. „Mér fannst þó mikið óöryggi í því að starfa við þetta án þess að hafa menntun og leið ekki vel með það. Þá heyrði ég af náminu í Borgó.“ Jolanta segist eiga símenntunarstöðinni Mími og Þórkötlu Þórisdóttur, kennara í Borgarholtsskóla, mikið að þakka. Þórkatla hafi hvatt hana eindregið til þess að fara í námið. „Ég sagði fyrst nei nei, því þá þarf ég að skrifa ritgerðir og svoleiðis,“ segir Jolanta. „En hún var mjög hvetjandi.“ Fór Jolanta loks í raunfærnismat og kláraði svo námið með áðurnefndum árangri. Lifir drauminn í gegnum dótturina Íslenskan er mikil áskorun fyrir Jolöntu líkt og aðra innflytjendur sem hingað koma. „Ég lærði íslensku smátt og smátt,“ segir hún. „Þegar krakkarnir byrjuðu í skóla byrjaði ég að læra með þeim.“ Hefur hún nú þegar sótt um nám í íslensku sem annað mál í Háskóla Íslands og inntökuprófið er í byrjun júní. Það besta sem hún veit er hins vegar að vinna með börnum. „Draumurinn minn var alltaf að verða kennari. En ég komst ekki í það nám í Litháen,“ segir Jolanta. „Ég var samt alltaf með þetta í huganum, að vinna með börnum. Ég elska það. Dóttir mín er núna að láta mína drauma rætast. Hún hefur líka stutt mig mikið í mínu námi og hvatt mig. Hún segir að það sé betra að byrja og hætta en að byrja aldrei.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Innflytjendamál Framhaldsskólar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
„Ég var lengi að hugsa mig um hvort ég gæti farið í nám á íslensku. Ég treysti mér ekki til þess,“ segir Jolanta. Hún starfar í Landakotsskóla og var í fjarnámi í Borgarholtsskóla. Fékk hún samt hæstu einkunnina á allri brautinni. Hún segist alls ekki hafa búist við þessu en fjölskyldan hefur nógu að fagna þessa dagana. Því Gertruda dóttir hennar hefur lokið grunnnámi í kennslufræði og Ignas, sonur hennar, útskrifaðist úr Kvennaskólanum í gær. „Við erum í skýjunum,“ segir hún. Vítahringur í Litháen Jolanta var 26 ára gömul þegar hún flutti til Íslands árið 2001. Maðurinn hennar, Dainoras eða Denni eins og hann er kallaður, flutti einu ári á undan Jolöntu og níu mánaða gamalli Gertrudu til að vinna. „Það var erfitt að fá vinnu í Litháen,“ segir Jolanta. Sjálf hafi hún verið í vissum vítahring í heimalandinu. „Ég hafði klárað nám í bókhaldi en fékk ekki vinnu af því að ég var ekki með reynslu, og ekki fékk ég reynslu því ég fékk ekki vinnu.“ Hún og Denni höfðu heyrt af því að fólk væri að flytja erlendis, meðal annars til Íslands, til þess að vinna. „Við vissum ekki hvar Ísland væri og þurftum að leita að því á korti,“ segir hún og hérna eru þau enn. Treysti ekki sjálfri sér Fyrsta vinnan sem Jolanta fékk var á fæðingardeild Landspítalans. En árið 2011 fékk hún vinnu í Landakotsskóla, sem skólaliði í eldhúsinu og við þrif. Denni, Gertruda, Ignas og Jolanta á útskrift Ignasar í Kvennaskólanum. Fjölskyldan hefur nógu að fagna þessa dagana. Fyrir fimm árum síðan fannst Jolöntu vera tími til kominn að breyta til og ætlaði hún að hætta í skólanum. En Ingibjörg Jóhannsdóttir, þáverandi skólastjóri, vildi ekki missa hana og bauð henni því að verða stuðningsfulltrúi. „Ég var mjög hissa og treysti mér ekki í þetta en svo ákvað ég að prófa,“ segir Jolanta. „Mér fannst þó mikið óöryggi í því að starfa við þetta án þess að hafa menntun og leið ekki vel með það. Þá heyrði ég af náminu í Borgó.“ Jolanta segist eiga símenntunarstöðinni Mími og Þórkötlu Þórisdóttur, kennara í Borgarholtsskóla, mikið að þakka. Þórkatla hafi hvatt hana eindregið til þess að fara í námið. „Ég sagði fyrst nei nei, því þá þarf ég að skrifa ritgerðir og svoleiðis,“ segir Jolanta. „En hún var mjög hvetjandi.“ Fór Jolanta loks í raunfærnismat og kláraði svo námið með áðurnefndum árangri. Lifir drauminn í gegnum dótturina Íslenskan er mikil áskorun fyrir Jolöntu líkt og aðra innflytjendur sem hingað koma. „Ég lærði íslensku smátt og smátt,“ segir hún. „Þegar krakkarnir byrjuðu í skóla byrjaði ég að læra með þeim.“ Hefur hún nú þegar sótt um nám í íslensku sem annað mál í Háskóla Íslands og inntökuprófið er í byrjun júní. Það besta sem hún veit er hins vegar að vinna með börnum. „Draumurinn minn var alltaf að verða kennari. En ég komst ekki í það nám í Litháen,“ segir Jolanta. „Ég var samt alltaf með þetta í huganum, að vinna með börnum. Ég elska það. Dóttir mín er núna að láta mína drauma rætast. Hún hefur líka stutt mig mikið í mínu námi og hvatt mig. Hún segir að það sé betra að byrja og hætta en að byrja aldrei.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Innflytjendamál Framhaldsskólar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira