Glamúr á Cannes en jarðbundnari týpur fyrir aftan bíótjaldið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. maí 2023 21:31 Stuttmynd Gunnar, Fár, fékk sérstök verðlaun frá dómnefndinni. Getty/Andreas Rentz Íslenska stuttmyndin Fár var í hópi þeirra sem var valin til að sýna í aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Hún fékk jafnframt sérstök verðlaun frá dómnefndinni. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar segir það mikla viðurkenningu og erfitt að átta sig á hvernig hann komst á þennan stað. Fjögur þúsund sóttust eftir því að fá stuttmyndir sínar sýndar í aðaldagskrá hátíðarinnar en aðeins ellefu fengu þann heiður. Þar á meðal Gunnur Martinsdóttir Schlüter með stuttmynd sína Fár. Gunnur er með gráðu í leikhúsleikstjórn og leggur nú stund á leiklistarnám við Listaháskóla Íslands. Hún var nýkomin til Brussel frá Cannes þegar fréttastofa náði af henni tali. „Ég veit ekki alveg hvort ég sé búin að ná utan um þetta almennilega. Þetta var og er frekar stórt og var líka mikil hátíð sem ég var að koma af,“ segir Gunnur. Stuttmyndin er byggð á atviki í lífi Gunnar. „Hún fjallar um konu sem er dálítið föst í ákveðnu formi. Formi sem þekkist í okkar samfélagi, línulegu og kassalaga formi og er aðeins farin að íhuga þennan kassa sem hún býr í.“ Myndin er aðeins fimm mínútna löng en fékk þó sérstök verðlaun á hátíðinni. Hún segir merkilegt að fá að vera á Cannes sem sé þekkt fyrir mikinn glamúr. Greinilegt sé þó að hátíðin sé svolítið tvískipt. „Annars vegar glamúrinn og hinn ytri heimur sem hátíðin býr svolítið til,“ segir Gunnur. Svo hafi hún mætt upp á skrifstofu hjá þeim sem sjá um stuttmyndaflokkinn. „Þá eru þetta bara jarðbundnir Frakkar sem hafa áhuga á kvikmyndum og reykja mjög mikið og eru alls ekki í fínni fötum en aðrir. Þá fann ég þegar ég steig inn á skrifstofuna að þetta er bara fólk sem hefur áhuga á kvikmyndalistinni.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27. maí 2023 22:36 Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. 28. apríl 2023 10:48 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Fjögur þúsund sóttust eftir því að fá stuttmyndir sínar sýndar í aðaldagskrá hátíðarinnar en aðeins ellefu fengu þann heiður. Þar á meðal Gunnur Martinsdóttir Schlüter með stuttmynd sína Fár. Gunnur er með gráðu í leikhúsleikstjórn og leggur nú stund á leiklistarnám við Listaháskóla Íslands. Hún var nýkomin til Brussel frá Cannes þegar fréttastofa náði af henni tali. „Ég veit ekki alveg hvort ég sé búin að ná utan um þetta almennilega. Þetta var og er frekar stórt og var líka mikil hátíð sem ég var að koma af,“ segir Gunnur. Stuttmyndin er byggð á atviki í lífi Gunnar. „Hún fjallar um konu sem er dálítið föst í ákveðnu formi. Formi sem þekkist í okkar samfélagi, línulegu og kassalaga formi og er aðeins farin að íhuga þennan kassa sem hún býr í.“ Myndin er aðeins fimm mínútna löng en fékk þó sérstök verðlaun á hátíðinni. Hún segir merkilegt að fá að vera á Cannes sem sé þekkt fyrir mikinn glamúr. Greinilegt sé þó að hátíðin sé svolítið tvískipt. „Annars vegar glamúrinn og hinn ytri heimur sem hátíðin býr svolítið til,“ segir Gunnur. Svo hafi hún mætt upp á skrifstofu hjá þeim sem sjá um stuttmyndaflokkinn. „Þá eru þetta bara jarðbundnir Frakkar sem hafa áhuga á kvikmyndum og reykja mjög mikið og eru alls ekki í fínni fötum en aðrir. Þá fann ég þegar ég steig inn á skrifstofuna að þetta er bara fólk sem hefur áhuga á kvikmyndalistinni.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27. maí 2023 22:36 Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. 28. apríl 2023 10:48 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27. maí 2023 22:36
Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. 28. apríl 2023 10:48
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið