Bandarískur frumkvöðull fjárfestir í íslenskri tónlist Máni Snær Þorláksson skrifar 30. maí 2023 15:06 Bandaríski frumkvöðullinn Scott Blum hefur stofnað útgáfufyrirtæki sem er tileinkað íslenskri tónlist. Anna Maggý Scott Blum, bandarískur frumkvöðull, hefur stofnað FOUND, útgáfufyrirtæki tileinkað íslenskri tónlist. Íslenskt tónlistarfólk er nú þegar komið á mála hjá útgáfufyrirtækinu. Frumkvöðullinn fékk hugmyndina þegar hann var í fríi hér á landi um sumarið í fyrra. Það íslenska tónlistarfólk sem þegar hefur skrifað undir hjá fyrirtækinu eru jazz tvíeykið Silva & Steini, tónskáldið Magnús Jóhann og pönk bandið GRÓA. Haft er eftir Blum í tilkynningu að þó þetta tónlistarfólk sé ólíkt innbyrðis búi það allt yfir fágætum eiginleika sem hann kallar „hið íslenska Wabi-sabi“ en það er vísun í japanskt hugtak um að finna fegurðina í ófullkomleikanum. Jazz tvíeykið Silva og Steini eru á meðal fyrsta íslenska tónlistarfólksins sem er á mála hjá útgáfufyrirtækinu.Anna Maggý Á vefsíðu útgáfufyrirtækisins útskýrir Blum hvers vegna hann ákvað að stofna FOUND. Hann segist hafa komið hingað til lands í mánuð til að hugleiða næstu skref sín. Á þessum tíma voru nokkrir mánuðir síðan hann seldi fyrirtækið DailyOM, sem hann stofnaði ásamt Madisyn Taylor árið 2004. Þegar hingað til lands var komið ákvað Blum að gera sér ferð í plötubúðina Smekkleysu til að kynna sér sjálfstæðu tónlistarsenuna hér á landi. Eftir að hafa heillast af senunni, og þá sérstaklega hversu landamæralaus hún er, fór Blum að hugsa hvernig hann gæti kynnt fólk um allan heim fyrir þessari senu. „Ég hafði ekki val um annað en að deila þessari mögnuðu tónlist með öllum heiminum. Þetta er tónlistarfólk sem dró mig inn og fyllti mig af orku,“ segir Blum. Tónskáldið Magnús Jóhann hefur á undanförnum árum orðið áberandi í íslensku tónlistarsenunni.Anna Maggý Fljótlega eftir að hann kom aftur heim til sín í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum ákvað hann að stofna útgáfufyrirtækið sem um ræðir. Blum segir að sér hafi fundist merkilegt hversu mikla sköpunargáfu hafi verið að finna hér á landi. „Það verður stundum til einskonar suðupottur af tónlist og listsköpun á ákveðnum tíma á ákveðnu svæði þar sem allt kraumar upp á yfirborðið og blandast saman. Til dæmis fann ég mjög sterkt fyrir því í Seattle á tíunda áratugnum en ég finn enn sterkar fyrir því á Íslandi núna,“ er haft eftir Blum í tilkynningunni. Pönkhljómsveitin GRÓA er einnig á mála hjá fyrirtækinu.Gabriel Backman Waltersson Blum byrjaði sjálfur í tónlistarbransanum snemma á tíunda áratugi síðustu aldar. Þá gekk hann til liðs við hugbúnaðarfyrirtæki undir stjórn Paul Allen, meðstofnanda Microsoft, til að framleiða geisladisk fyrir tónlistarmanninn Peter Gabriel. Eftir það stofnaði Blum eina af fyrstu tónlistarsíðum internetsins, iMusic, sem hann seldi svo til ARTISTdirect árið 1999. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra rannsókna og þróunar í fimm ár hjá fyrirtækinu eftir það og hjálpaði til að mynda við að leggja grunninn að streymisþjónustu. Að lokum ákvað Blum að hætta að vinna fyrir ARTISTdirect til að stofna DailyOM sem hann seldi svo árið 2021. Tónlist Bandaríkin Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Það íslenska tónlistarfólk sem þegar hefur skrifað undir hjá fyrirtækinu eru jazz tvíeykið Silva & Steini, tónskáldið Magnús Jóhann og pönk bandið GRÓA. Haft er eftir Blum í tilkynningu að þó þetta tónlistarfólk sé ólíkt innbyrðis búi það allt yfir fágætum eiginleika sem hann kallar „hið íslenska Wabi-sabi“ en það er vísun í japanskt hugtak um að finna fegurðina í ófullkomleikanum. Jazz tvíeykið Silva og Steini eru á meðal fyrsta íslenska tónlistarfólksins sem er á mála hjá útgáfufyrirtækinu.Anna Maggý Á vefsíðu útgáfufyrirtækisins útskýrir Blum hvers vegna hann ákvað að stofna FOUND. Hann segist hafa komið hingað til lands í mánuð til að hugleiða næstu skref sín. Á þessum tíma voru nokkrir mánuðir síðan hann seldi fyrirtækið DailyOM, sem hann stofnaði ásamt Madisyn Taylor árið 2004. Þegar hingað til lands var komið ákvað Blum að gera sér ferð í plötubúðina Smekkleysu til að kynna sér sjálfstæðu tónlistarsenuna hér á landi. Eftir að hafa heillast af senunni, og þá sérstaklega hversu landamæralaus hún er, fór Blum að hugsa hvernig hann gæti kynnt fólk um allan heim fyrir þessari senu. „Ég hafði ekki val um annað en að deila þessari mögnuðu tónlist með öllum heiminum. Þetta er tónlistarfólk sem dró mig inn og fyllti mig af orku,“ segir Blum. Tónskáldið Magnús Jóhann hefur á undanförnum árum orðið áberandi í íslensku tónlistarsenunni.Anna Maggý Fljótlega eftir að hann kom aftur heim til sín í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum ákvað hann að stofna útgáfufyrirtækið sem um ræðir. Blum segir að sér hafi fundist merkilegt hversu mikla sköpunargáfu hafi verið að finna hér á landi. „Það verður stundum til einskonar suðupottur af tónlist og listsköpun á ákveðnum tíma á ákveðnu svæði þar sem allt kraumar upp á yfirborðið og blandast saman. Til dæmis fann ég mjög sterkt fyrir því í Seattle á tíunda áratugnum en ég finn enn sterkar fyrir því á Íslandi núna,“ er haft eftir Blum í tilkynningunni. Pönkhljómsveitin GRÓA er einnig á mála hjá fyrirtækinu.Gabriel Backman Waltersson Blum byrjaði sjálfur í tónlistarbransanum snemma á tíunda áratugi síðustu aldar. Þá gekk hann til liðs við hugbúnaðarfyrirtæki undir stjórn Paul Allen, meðstofnanda Microsoft, til að framleiða geisladisk fyrir tónlistarmanninn Peter Gabriel. Eftir það stofnaði Blum eina af fyrstu tónlistarsíðum internetsins, iMusic, sem hann seldi svo til ARTISTdirect árið 1999. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra rannsókna og þróunar í fimm ár hjá fyrirtækinu eftir það og hjálpaði til að mynda við að leggja grunninn að streymisþjónustu. Að lokum ákvað Blum að hætta að vinna fyrir ARTISTdirect til að stofna DailyOM sem hann seldi svo árið 2021.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira