„Fjölskyldumeðlimur“ Charles Manson á rétt á reynslulausn Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2023 09:04 Leslie Van Houten er 73 ára gömul. Hún var aðeins nítján ára þegar Charles Manson skipaði henni að myrða hjón í Los Angeles. AP/Stan Lim/Los Angeles Daily News Áfrýjunardómstóll í Kaliforníu í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í gær að kona sem myrti hjón að fyrirskipan Charles Manson á 7. áratug síðustu aldar ætti rétt á reynslulausn. Konan hefur setið í fangelsi undanfarin fimmtíu ár og hefur ítrekað verið neitað um lausn gegn reynslu. Leslie Van Houten var yngsti fylgjandi Manson sem stýrði sértrúarsöfnuði, aðallega ungra kvenna. Hann fyrirskipaði fylgjendum sínum að myrða sjö manns, þar á meðal leikkonuna Sharon Tate árið 1969. Tilgangurinn var að kom af stað kynþáttastríði í Bandaríkjunum. Mason lést í fangelsi árið 2017. Van Houten var dæmd fyrir að stinga verslunareiganda og eiginkonu hans til bana á heimili þeirra í Los Angeles kvöldið áður en Tate var myrt í ágúst árið 1969. Orðin „Dauði yfir svínunum“ og „Healter Skelter“, misrituð vísun í lag Bítlanna, voru rituð með blóði þeirra myrtu á veggi og ísskáp. Van Houten var nítján ára gömul þegar hún framdi morðin. Upphaflega var Van Houten dæmd til dauða fyrir morðin. Dómurinn var mildaður í lífstíðarfangelsi eftir að hæstiréttur Kaliforníu komst að þeirri niðurstöðu að dauðarefsingar stæðust ekki stjórnarskrá ríkisins árið 1972. Skilorðsnefnd ríkisins hefur fimm sinnum mælt með því að Van Houten, sem nú er 73 ára gömul, fái reynslulausn frá 2016. Núverandi og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu hafa hafnað því í hvert skipti. Áfrýjunardómstóll sneri nýjustu höfnun Gavins Newsom, ríkisstjóra, við í gær. Féllst dómstóllinn á rök skilorðsnefndarinnar um að Van Houten hafi verið endurhæfð og ógni samfélaginu ekki lengur. Newsom getur enn skotið málinu til hæstaréttar ríkisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Linda Kasabian úr Manson fjölskyldunni er látin Linda Kasabian, ein af fylgjendum Charles Manson er látin, 73 ára að aldri. 1. mars 2023 07:41 Einum Manson-fylgjenda enn neitað um reynslulausn Ríkisstjóri í Kaliforníu hefur hafnað tillögu nefndar um að veita Leslie Van Houten, einum fylgjenda Charles Manson, um reynslulausn. 1. desember 2020 08:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Leslie Van Houten var yngsti fylgjandi Manson sem stýrði sértrúarsöfnuði, aðallega ungra kvenna. Hann fyrirskipaði fylgjendum sínum að myrða sjö manns, þar á meðal leikkonuna Sharon Tate árið 1969. Tilgangurinn var að kom af stað kynþáttastríði í Bandaríkjunum. Mason lést í fangelsi árið 2017. Van Houten var dæmd fyrir að stinga verslunareiganda og eiginkonu hans til bana á heimili þeirra í Los Angeles kvöldið áður en Tate var myrt í ágúst árið 1969. Orðin „Dauði yfir svínunum“ og „Healter Skelter“, misrituð vísun í lag Bítlanna, voru rituð með blóði þeirra myrtu á veggi og ísskáp. Van Houten var nítján ára gömul þegar hún framdi morðin. Upphaflega var Van Houten dæmd til dauða fyrir morðin. Dómurinn var mildaður í lífstíðarfangelsi eftir að hæstiréttur Kaliforníu komst að þeirri niðurstöðu að dauðarefsingar stæðust ekki stjórnarskrá ríkisins árið 1972. Skilorðsnefnd ríkisins hefur fimm sinnum mælt með því að Van Houten, sem nú er 73 ára gömul, fái reynslulausn frá 2016. Núverandi og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu hafa hafnað því í hvert skipti. Áfrýjunardómstóll sneri nýjustu höfnun Gavins Newsom, ríkisstjóra, við í gær. Féllst dómstóllinn á rök skilorðsnefndarinnar um að Van Houten hafi verið endurhæfð og ógni samfélaginu ekki lengur. Newsom getur enn skotið málinu til hæstaréttar ríkisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Linda Kasabian úr Manson fjölskyldunni er látin Linda Kasabian, ein af fylgjendum Charles Manson er látin, 73 ára að aldri. 1. mars 2023 07:41 Einum Manson-fylgjenda enn neitað um reynslulausn Ríkisstjóri í Kaliforníu hefur hafnað tillögu nefndar um að veita Leslie Van Houten, einum fylgjenda Charles Manson, um reynslulausn. 1. desember 2020 08:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Linda Kasabian úr Manson fjölskyldunni er látin Linda Kasabian, ein af fylgjendum Charles Manson er látin, 73 ára að aldri. 1. mars 2023 07:41
Einum Manson-fylgjenda enn neitað um reynslulausn Ríkisstjóri í Kaliforníu hefur hafnað tillögu nefndar um að veita Leslie Van Houten, einum fylgjenda Charles Manson, um reynslulausn. 1. desember 2020 08:42