Mun minni hækkun fasteignamats en í fyrra Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. maí 2023 11:34 Heiða Björg Hilmisdóttir gagnrýndi stjórnvöld fyrir að styðja ekki nægilega við húsnæðismarkaðinn í ríkisfjármálaáætlun. Vísir/Vilhelm Fasteignamat á Íslandi hækkar að jafnaði um 11,7 prósent milli ára, þar af hækkar mat íbúðarhúsnæðis um 13,7 prósent. Í Vesturbyggð hækkar fasteignamatið um meira en fjórðung. Þetta kemur fram í nýju fasteignamati sem Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) kynnti í morgun á fundi í Borgartúni og unnið er úr rauntölum á fasteignamarkaði. Stofnunin tók við verkefni fasteignaskrár fyrir tæpu ári síðan af Þjóðskrá og er þetta fyrsta matið sem hún reiknar út. Hægt er að fletta upp fasteignamati í fasteignaskrá á vef HMS . Fasteignamatið í ár fyrir um 22 þúsund byggingar hækkar úr 12,6 billjónum króna í 14,4. Þetta er umtalsvert minni hækkun en á síðasta ári þegar heildarmat hækkaði um 19,9 prósent og íbúðamatið um 23,6 prósent. Mest hækkun á Seltjarnarnesi Samkvæmt HMS hækkar fasteignamat íbúða á höfuðborgarsvæðinu um 13 prósent en rúmlega 16,1 á landsbyggðinni. Fasteignamat íbúða í Reykjavík hækkar um 13,4 prósent.Vísir/Vilhelm Á höfuðborgarsvæðinu hækkar mat íbúða mest á Seltjarnarnesi, um 17,5 prósent. Hækkunin í Reykjavík er 13,4 prósent, Hafnarfirði og Mosfellsbæ 12,9, Kópavogi 11,9 en minnst í Garðabæ, 11,4 prósent. Atvinnueignir hækkuðu langmest í Mosfellsbæ og Hafnarfirði, það er um 13,8 og 10,8 prósent. En hækkunin í öðrum sveitarfélögum var um og undir 5 prósentum. Þriðjungshækkun í Vesturbyggð Í þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni er hækkun fasteignamats íbúða mest í Vesturbyggð, 33,6 prósent, en þar eru tveir þéttbýliskjarnar, Patreksfjörður og Bíldudalur, þar sem fiskeldi hefur verið umtalsvert. Heilt yfir er hækkunin mest á Vestfjörðum og Austfjörðum. Íbúðahúsnæði hækkar um þriðjung í Vesturbyggð.Vísir/Vilhelm Í Múlaþingi er hækkunin 24,2 prósent, og er mikið til knúin áfram a hækkun á Seyðisfirði. Vekur það athygli í ljósi þess að fyrir tveimur og hálfu ári síðan féllu stórar aurskriður á bæinn og eyðilögðu nokkur hús. Lækkun á Grundarfirði Af öðrum stærri bæjum á landsbyggðinni má nefna að fasteignamat íbúða hækkar um 22,2 prósent í Vestmannaeyjum, 22 í Grindavík, 20,8 í Fjarðabyggð, 19,2 í Borgarbyggð, 17,5 í Reykjanesbæ, 17 á Akranesi, 16,7 í Skagafirði, 16,6 á Akureyri, 16,3 á Ísafirði, 9 í Árborg, 8,5 í Hveragerði og 3,3 á Stykkishólmi. Mesta hækkunin var í Skagabyggð, 43,9 prósent, en aðeins í einu sveitarfélagi rýrnaði fasteignamat íbúða, á Grundarfirði um 0,9 prósent. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar mun minna en íbúðarhúsnæðis, eða um 4,8 prósent. Metur HMS þetta þannig að raunverð atvinnuhúsnæðis sé að lækka. Mat sumarhúsa hækkar um 12,7 prósent. Aðrar eignir hækka um 6,9 prósent. Sviptingar „Við erum að horfa á tímabil mikilla sviptinga,“ sagði Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS á Akureyri á fundinum. Benti hann á að fólksfjölgun hefði verið mikil á árinu og íbúðauppbygging ekki haldið í við það. Þá hafi vextir hækkað hratt. Raunvirðislækkun atvinnueigna skipti sveitarfélögin miklu máli, því að gjöld á þær eru mun hærri en á íbúðir. Rýrnar því sá tekjustofn sveitarfélaganna á árinu. Happadrætti Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði að sveitarfélögin yrðu að vinna með þessar upplýsingar til þess að mæta breytingu á tekjustofnum. Frá fundinum í húsnæði HMS í Borgartúni í morgun.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að finna leiðir til að draga úr þessum sveiflum, þessu happadrætti,“ sagði Heiða. „Við þurfum að tryggja að framboð íbúða verði stöðugra.“ Væri það ekki síst fyrir þá tekjulágu hópa sem eru viðkvæmastir á húsnæðismarkaði. Staðan hjá mörgum væri grafalvarleg í ljósi vaxtahækkana. Gagnrýndi hún ríkisstjórnina fyrir að þau stofnframlög sem ætluð eru í húsnæðisstuðning í ríkisfjármálaáætlun séu aðeins 20 milljarðar en þyrftu að vera rúmlega tvöfalt hærri, það er 44 milljarðar. Hærri þröskuldur Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sagði að eftirspurnin væri til staðar, verið væri að byggja íbúðir og lána fyrir þeim. Hins vegar hefði sölutími lengst úr einum mánuði í sex. „Það þarf hærri laun til að fá greiðslumat og hærri útborgun. Því er erfiðara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Lilja. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans sagði að finna þyrfti leiðir til að koma fólki í gegnum stökkbreytingu greiðslubyrði.Vísir/Vilhelm Eitt helsta verkefnið sé líka að finna leiðir fyrir fólk með óverðtryggð lán sem sjá fram á stökkbreytingu í greiðslubyrði að komast í gegnum þennan skafl. Kynnti hún endurfjármögnun út frá uppfærðu fasteignamati hjá Landsbankanum, sem hefur um þriðjung húsnæðislána. Húsnæðismál Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Bein útsending: Fasteignamat 2024 kynnt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun kynna nýtt fasteignamat á opnum fundi sem hefst klukkan 10:30. Farið verður yfir verðþróun, framboð fasteigna og húsnæðisþörf. 31. maí 2023 09:45 Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. 31. maí 2022 13:33 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýju fasteignamati sem Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) kynnti í morgun á fundi í Borgartúni og unnið er úr rauntölum á fasteignamarkaði. Stofnunin tók við verkefni fasteignaskrár fyrir tæpu ári síðan af Þjóðskrá og er þetta fyrsta matið sem hún reiknar út. Hægt er að fletta upp fasteignamati í fasteignaskrá á vef HMS . Fasteignamatið í ár fyrir um 22 þúsund byggingar hækkar úr 12,6 billjónum króna í 14,4. Þetta er umtalsvert minni hækkun en á síðasta ári þegar heildarmat hækkaði um 19,9 prósent og íbúðamatið um 23,6 prósent. Mest hækkun á Seltjarnarnesi Samkvæmt HMS hækkar fasteignamat íbúða á höfuðborgarsvæðinu um 13 prósent en rúmlega 16,1 á landsbyggðinni. Fasteignamat íbúða í Reykjavík hækkar um 13,4 prósent.Vísir/Vilhelm Á höfuðborgarsvæðinu hækkar mat íbúða mest á Seltjarnarnesi, um 17,5 prósent. Hækkunin í Reykjavík er 13,4 prósent, Hafnarfirði og Mosfellsbæ 12,9, Kópavogi 11,9 en minnst í Garðabæ, 11,4 prósent. Atvinnueignir hækkuðu langmest í Mosfellsbæ og Hafnarfirði, það er um 13,8 og 10,8 prósent. En hækkunin í öðrum sveitarfélögum var um og undir 5 prósentum. Þriðjungshækkun í Vesturbyggð Í þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni er hækkun fasteignamats íbúða mest í Vesturbyggð, 33,6 prósent, en þar eru tveir þéttbýliskjarnar, Patreksfjörður og Bíldudalur, þar sem fiskeldi hefur verið umtalsvert. Heilt yfir er hækkunin mest á Vestfjörðum og Austfjörðum. Íbúðahúsnæði hækkar um þriðjung í Vesturbyggð.Vísir/Vilhelm Í Múlaþingi er hækkunin 24,2 prósent, og er mikið til knúin áfram a hækkun á Seyðisfirði. Vekur það athygli í ljósi þess að fyrir tveimur og hálfu ári síðan féllu stórar aurskriður á bæinn og eyðilögðu nokkur hús. Lækkun á Grundarfirði Af öðrum stærri bæjum á landsbyggðinni má nefna að fasteignamat íbúða hækkar um 22,2 prósent í Vestmannaeyjum, 22 í Grindavík, 20,8 í Fjarðabyggð, 19,2 í Borgarbyggð, 17,5 í Reykjanesbæ, 17 á Akranesi, 16,7 í Skagafirði, 16,6 á Akureyri, 16,3 á Ísafirði, 9 í Árborg, 8,5 í Hveragerði og 3,3 á Stykkishólmi. Mesta hækkunin var í Skagabyggð, 43,9 prósent, en aðeins í einu sveitarfélagi rýrnaði fasteignamat íbúða, á Grundarfirði um 0,9 prósent. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar mun minna en íbúðarhúsnæðis, eða um 4,8 prósent. Metur HMS þetta þannig að raunverð atvinnuhúsnæðis sé að lækka. Mat sumarhúsa hækkar um 12,7 prósent. Aðrar eignir hækka um 6,9 prósent. Sviptingar „Við erum að horfa á tímabil mikilla sviptinga,“ sagði Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS á Akureyri á fundinum. Benti hann á að fólksfjölgun hefði verið mikil á árinu og íbúðauppbygging ekki haldið í við það. Þá hafi vextir hækkað hratt. Raunvirðislækkun atvinnueigna skipti sveitarfélögin miklu máli, því að gjöld á þær eru mun hærri en á íbúðir. Rýrnar því sá tekjustofn sveitarfélaganna á árinu. Happadrætti Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði að sveitarfélögin yrðu að vinna með þessar upplýsingar til þess að mæta breytingu á tekjustofnum. Frá fundinum í húsnæði HMS í Borgartúni í morgun.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að finna leiðir til að draga úr þessum sveiflum, þessu happadrætti,“ sagði Heiða. „Við þurfum að tryggja að framboð íbúða verði stöðugra.“ Væri það ekki síst fyrir þá tekjulágu hópa sem eru viðkvæmastir á húsnæðismarkaði. Staðan hjá mörgum væri grafalvarleg í ljósi vaxtahækkana. Gagnrýndi hún ríkisstjórnina fyrir að þau stofnframlög sem ætluð eru í húsnæðisstuðning í ríkisfjármálaáætlun séu aðeins 20 milljarðar en þyrftu að vera rúmlega tvöfalt hærri, það er 44 milljarðar. Hærri þröskuldur Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sagði að eftirspurnin væri til staðar, verið væri að byggja íbúðir og lána fyrir þeim. Hins vegar hefði sölutími lengst úr einum mánuði í sex. „Það þarf hærri laun til að fá greiðslumat og hærri útborgun. Því er erfiðara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Lilja. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans sagði að finna þyrfti leiðir til að koma fólki í gegnum stökkbreytingu greiðslubyrði.Vísir/Vilhelm Eitt helsta verkefnið sé líka að finna leiðir fyrir fólk með óverðtryggð lán sem sjá fram á stökkbreytingu í greiðslubyrði að komast í gegnum þennan skafl. Kynnti hún endurfjármögnun út frá uppfærðu fasteignamati hjá Landsbankanum, sem hefur um þriðjung húsnæðislána.
Húsnæðismál Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Bein útsending: Fasteignamat 2024 kynnt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun kynna nýtt fasteignamat á opnum fundi sem hefst klukkan 10:30. Farið verður yfir verðþróun, framboð fasteigna og húsnæðisþörf. 31. maí 2023 09:45 Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. 31. maí 2022 13:33 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Bein útsending: Fasteignamat 2024 kynnt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun kynna nýtt fasteignamat á opnum fundi sem hefst klukkan 10:30. Farið verður yfir verðþróun, framboð fasteigna og húsnæðisþörf. 31. maí 2023 09:45
Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. 31. maí 2022 13:33