Íbúum tókst ekki að koma í veg fyrir Arnarnesveg Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júní 2023 08:06 Teiknuð mynd af Arnarnesvegi. Vegagerðin Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál vísaði kærum í tveimur málum vegna Arnarnesvegar í Kópavogi frá. Eigendur fimmtán húsa auk tveggja samtaka höfðu kært framkvæmdina. Það voru samtökin Vinir Kópavogs og Hollvinasamtök Elliðaárdalsins og íbúar í nokkrum húsum í Selja, Sala, Kórahverfi og Bergum sem kærðu ákvörðun Kópavogsbæjar um að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir Arnarnesveg, frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Það er þriðja áfanga framkvæmdarinnar. Úrskurðirnir voru tveir, númer 79 og 140, en málið á rætur til ársins 2003. Töldu kærendur að lögbundið samráð við íbúa hafi ekki verið virt við deiliskipulagið og að athugasemdum hafi ekki verið svarað á fullnægjandi hátt. Þá hafi umhverfismat framkvæmdarinnar ekki staðist þær kröfur sem gera þurfi fyrir stofnbrautir. Svifryk og hljóðmengun Samkvæmt íbúunum mun vegurinn koma til með að skera Vatnsendahverfið í tvennt og breyta ásýnd og notagildi til hins verra. Framkvæmdin muni hafa með sér veruleg neikvæð áhrif á lífríki, umhverfi og útivist og auka svifryksmengun og hljóðmengun. Einnig auka tafir á götum sem taki við umferð af veginum þar sem þær anna nú þegar ekki aukinni umferð. Þá er bent á að vegurinn muni liggja þétt að fyrirhuguðum Vetrargarði í Breiðholti þar sem verður sleðabraut. Eins og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi bent á þurfi að skoða áhrif mengunar á börn sem leika sér nálægt veginum. Kort af veginum sem tekist var á um.Félag íslenskra bifreiðaeigenda Ekki hafi verið gert ráð fyrir þessu í umhverfismatinu, sem sé orðið tveggja áratuga gamalt. Höfuðborgarsvæðið hafi breyst mikið á þessum tíma, svo sem varðandi umferðarþunga. Gögnin uppfærð Kópavogsbær taldi ákvörðunin byggða á faglegri og vandaðri málsmeðferð, ítarlegum gögnum og hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur. Einnig að málsmeðferð Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi hafi verið vönduð og í samræmi við lög og mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2003. Framkvæmdaleyfið, sem kært var, hafi byggt á uppfærðum gögnum um umhverfisþætti, svo sem ásýnd, útivist, hljóðvist og menningarminjar. Þá hafi umferðarspá verið uppfærð í tilefni af breytingu gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Hús og gróður á milli Í úrskurði segir að hinn umdeildi vegur muni ekki sjást frá húsum margra kærendanna og að eitt húsið sé í kílómetra fjarlægð frá veginum. Þá séu bæði hús og gróður á milli nefndra eigna kærenda og framkvæmdasvæðisins. „Vegna greindra staðhátta verður að telja að hið kærða framkvæmdaleyfi varði ekki einstaklingsbundna hagsmuni framangreindra kærenda umfram aðra. Eiga þeir því ekki lögvarinna hagsmuna að gæta með tilliti til grenndaráhrifa. Verður kröfum framangreindra kærenda því vísað frá úrskurðarnefndinni,“ segir í úrskurði. Samtökunum var hins vegar veitt aðild en kæru þeirra var hafnað. Bent var á að þegar umhverfismatið var gert hafi legið fyrir umferðarspá 20 ár fram í tímann. Skipulagsstofnun hafi metið uppfærð gögn svo að ekki þyrfti nýtt umhverfismat. „Með vísan til alls þess sem að framan er rekið verður ekki talið að hin kærða ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir 3. áfanga Arnarnesvegar sé haldin þeim form- eða efnisannmörkum að ógildingu varði og verður kröfu kærenda þar um því hafnað,“ segir í úrskurðinum. Kópavogur Reykjavík Vegagerð Skipulag Tengdar fréttir Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10 Mest lesið Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent „Við bara byrjum að moka“ Innlent Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Erlent Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Sjá meira
Það voru samtökin Vinir Kópavogs og Hollvinasamtök Elliðaárdalsins og íbúar í nokkrum húsum í Selja, Sala, Kórahverfi og Bergum sem kærðu ákvörðun Kópavogsbæjar um að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir Arnarnesveg, frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Það er þriðja áfanga framkvæmdarinnar. Úrskurðirnir voru tveir, númer 79 og 140, en málið á rætur til ársins 2003. Töldu kærendur að lögbundið samráð við íbúa hafi ekki verið virt við deiliskipulagið og að athugasemdum hafi ekki verið svarað á fullnægjandi hátt. Þá hafi umhverfismat framkvæmdarinnar ekki staðist þær kröfur sem gera þurfi fyrir stofnbrautir. Svifryk og hljóðmengun Samkvæmt íbúunum mun vegurinn koma til með að skera Vatnsendahverfið í tvennt og breyta ásýnd og notagildi til hins verra. Framkvæmdin muni hafa með sér veruleg neikvæð áhrif á lífríki, umhverfi og útivist og auka svifryksmengun og hljóðmengun. Einnig auka tafir á götum sem taki við umferð af veginum þar sem þær anna nú þegar ekki aukinni umferð. Þá er bent á að vegurinn muni liggja þétt að fyrirhuguðum Vetrargarði í Breiðholti þar sem verður sleðabraut. Eins og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi bent á þurfi að skoða áhrif mengunar á börn sem leika sér nálægt veginum. Kort af veginum sem tekist var á um.Félag íslenskra bifreiðaeigenda Ekki hafi verið gert ráð fyrir þessu í umhverfismatinu, sem sé orðið tveggja áratuga gamalt. Höfuðborgarsvæðið hafi breyst mikið á þessum tíma, svo sem varðandi umferðarþunga. Gögnin uppfærð Kópavogsbær taldi ákvörðunin byggða á faglegri og vandaðri málsmeðferð, ítarlegum gögnum og hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur. Einnig að málsmeðferð Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi hafi verið vönduð og í samræmi við lög og mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2003. Framkvæmdaleyfið, sem kært var, hafi byggt á uppfærðum gögnum um umhverfisþætti, svo sem ásýnd, útivist, hljóðvist og menningarminjar. Þá hafi umferðarspá verið uppfærð í tilefni af breytingu gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Hús og gróður á milli Í úrskurði segir að hinn umdeildi vegur muni ekki sjást frá húsum margra kærendanna og að eitt húsið sé í kílómetra fjarlægð frá veginum. Þá séu bæði hús og gróður á milli nefndra eigna kærenda og framkvæmdasvæðisins. „Vegna greindra staðhátta verður að telja að hið kærða framkvæmdaleyfi varði ekki einstaklingsbundna hagsmuni framangreindra kærenda umfram aðra. Eiga þeir því ekki lögvarinna hagsmuna að gæta með tilliti til grenndaráhrifa. Verður kröfum framangreindra kærenda því vísað frá úrskurðarnefndinni,“ segir í úrskurði. Samtökunum var hins vegar veitt aðild en kæru þeirra var hafnað. Bent var á að þegar umhverfismatið var gert hafi legið fyrir umferðarspá 20 ár fram í tímann. Skipulagsstofnun hafi metið uppfærð gögn svo að ekki þyrfti nýtt umhverfismat. „Með vísan til alls þess sem að framan er rekið verður ekki talið að hin kærða ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir 3. áfanga Arnarnesvegar sé haldin þeim form- eða efnisannmörkum að ógildingu varði og verður kröfu kærenda þar um því hafnað,“ segir í úrskurðinum.
Kópavogur Reykjavík Vegagerð Skipulag Tengdar fréttir Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10 Mest lesið Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent „Við bara byrjum að moka“ Innlent Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Erlent Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Sjá meira
Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10