Hæg rafvæðing hækkar olíuverð Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 1. júní 2023 12:30 Því miður notar heimsbyggðin, og við Íslendingar þar á meðal, ennþá allt of mikið af olíu. Olíuverð skiptir þjóðir því miklu máli enda nota allar þjóðir olíu en aðeins örfáar þjóðir framleiða olíu. En hvernig munu orkuskiptin hafa áhrif á olíuverðið á heimsvísu og á Íslandi? Rafvæðing samgangna á heimsvísu er loksins hafin af einhverri alvöru. Hún mun auðvitað lækka eða halda aftur af hækkunum á heimsmarkaði olíu, svo framalega sem lögmál um framboð og eftirspurn verði að einhverju leyti í gildi þegar fram í sækir. Rafvæðing samgangna hefur nú þegar minnkað olíuþörf heimsins um tæplega tvær milljónir tunna á dag sem samsvarar tæplega fjórðungi af olíuútflutningi Rússa. Íslensku áhrifin Eins og fyrirsögnin segir til um verða kraftar í gangi næstu árin sem munu að öllum líkindum hækka verð á olíu á dælu ef rafvæðing samgangna verður hæg hér á landi. Of hæg rafvæðing farartækja hér á landi mun skapa hækkunarþrýsting á útsöluverð olíu hér með þrennskonar hætti: Neyðarbirgðir olíu Ísland hefur nú loksins tekið þá ábyrgu ákvörðun að vera ekki eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að neyðarbirgðum olíu. Eins og við höfum upplifað undanfarið er olíuauðlindinni misskipt á milli þjóða sem skapar möguleikann á að nýta olíu sem kúgun eða hreinlega vopn í í átökum og efnahagsumróti. Olíulaus ríki, eins t.d. flestar Evrópuþjóðir, hafa því um langt skeið verið með kerfi sem tryggir að þjóðir komi sér upp 90 daga lágmarks birgðastöðu svo að olíuframleiðsluríki geti ekki lamað þjóðir með örstuttum fyrirvara. Ísland hefur ekki fyrr en nú hafið innleiðingu á þessu kerfi sem mun auka orkuöryggi landsins umtalsvert. En það er ekki ókeypis að halda úti 90 daga olíubirgðum og kostnaður sem því fylgir mun leggjast meira eða minna á útsöluverð eldsneytis. Ef rafvæðing samgangna gengur vel verður umfang 90 daga birgðanna minna og með lægri kostnaði. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Íblöndun Ísland er með skýra stefnu varðandi orku- og loftslagsmál. Annars vegar að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og hinsvegar að hætta nota jarðefnaeldsneyti á næstu áratugum. Ef rafvæðing samgangna gengur hægt þá er eina leiðin til að mæta þessari skýru stefnu að auka hlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis. Gott dæmi um það er HVO eða vetnismeðhöndluð lífolía sem unnin er úr úrgangsfitu og jurtaolíum og má nota 100%, eða í hvaða íblöndunarhlutfalli sem er, í stað hefðbundinnar dísilolíu. HVO má nota án nokkurra vandkvæða við hvaða hitastig sem er og á hvaða vél sem er til sjávar eða sveita. Í raun er þetta tæknilega betri kostur en jarðefnaeldsneytis dísilolía en er hinsvegar talsvert dýrari. Ef rafvæðing farartækja gengur hægt þá mun þurfa meira af HVO, og öðrum íblöndunarefnum, til að mæta markmiðum og skuldbindingum okkar. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Kolefnisgjald Eins og aðrar þjóðir þá er Ísland með skuldbindingar í loftslagsmálum. Ef við losum meira en við höfum samið um þá kostar það okkur. Með hröðum orkuskiptum getum við náð þessum skuldbindingum okkar en ef rafvæðing verður hæg þá verður losun einfaldlega meiri en við höfum samið um. Ef yfirskot verður á losun þá er hreinlegast að þeim kostnaði ríkisins verði mætt með tekjuöflun þar sem losunin verður til. Hún verður til með bruna olíu og því má ætla að mögulegur kostnaður við yfirskot í losun verði einfaldlega mætt með hækkun kolefnisgjalds á eldsneyti. Hæg rafvæðing faratækja eykur mögulegt yfirskot í losun. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Ótrúlegt en satt þá eru ýmsir sem ennþá sjá rafvæðingu samgangna allt til foráttu. Það er mikilvægt að þeir hinir sömu átti sig á því að rafbílavæðing mun ekki bara að auka orkuöryggi, efnahagstöðuleika og loftgæði fyrir alla, heldur mun hún einnig að halda aftur af verðhækkunum á olíu fyrir þá sem einhverra hluta vegna ætla ekki að skipta um orkugjafa á næstu árum. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Því miður notar heimsbyggðin, og við Íslendingar þar á meðal, ennþá allt of mikið af olíu. Olíuverð skiptir þjóðir því miklu máli enda nota allar þjóðir olíu en aðeins örfáar þjóðir framleiða olíu. En hvernig munu orkuskiptin hafa áhrif á olíuverðið á heimsvísu og á Íslandi? Rafvæðing samgangna á heimsvísu er loksins hafin af einhverri alvöru. Hún mun auðvitað lækka eða halda aftur af hækkunum á heimsmarkaði olíu, svo framalega sem lögmál um framboð og eftirspurn verði að einhverju leyti í gildi þegar fram í sækir. Rafvæðing samgangna hefur nú þegar minnkað olíuþörf heimsins um tæplega tvær milljónir tunna á dag sem samsvarar tæplega fjórðungi af olíuútflutningi Rússa. Íslensku áhrifin Eins og fyrirsögnin segir til um verða kraftar í gangi næstu árin sem munu að öllum líkindum hækka verð á olíu á dælu ef rafvæðing samgangna verður hæg hér á landi. Of hæg rafvæðing farartækja hér á landi mun skapa hækkunarþrýsting á útsöluverð olíu hér með þrennskonar hætti: Neyðarbirgðir olíu Ísland hefur nú loksins tekið þá ábyrgu ákvörðun að vera ekki eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að neyðarbirgðum olíu. Eins og við höfum upplifað undanfarið er olíuauðlindinni misskipt á milli þjóða sem skapar möguleikann á að nýta olíu sem kúgun eða hreinlega vopn í í átökum og efnahagsumróti. Olíulaus ríki, eins t.d. flestar Evrópuþjóðir, hafa því um langt skeið verið með kerfi sem tryggir að þjóðir komi sér upp 90 daga lágmarks birgðastöðu svo að olíuframleiðsluríki geti ekki lamað þjóðir með örstuttum fyrirvara. Ísland hefur ekki fyrr en nú hafið innleiðingu á þessu kerfi sem mun auka orkuöryggi landsins umtalsvert. En það er ekki ókeypis að halda úti 90 daga olíubirgðum og kostnaður sem því fylgir mun leggjast meira eða minna á útsöluverð eldsneytis. Ef rafvæðing samgangna gengur vel verður umfang 90 daga birgðanna minna og með lægri kostnaði. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Íblöndun Ísland er með skýra stefnu varðandi orku- og loftslagsmál. Annars vegar að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og hinsvegar að hætta nota jarðefnaeldsneyti á næstu áratugum. Ef rafvæðing samgangna gengur hægt þá er eina leiðin til að mæta þessari skýru stefnu að auka hlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis. Gott dæmi um það er HVO eða vetnismeðhöndluð lífolía sem unnin er úr úrgangsfitu og jurtaolíum og má nota 100%, eða í hvaða íblöndunarhlutfalli sem er, í stað hefðbundinnar dísilolíu. HVO má nota án nokkurra vandkvæða við hvaða hitastig sem er og á hvaða vél sem er til sjávar eða sveita. Í raun er þetta tæknilega betri kostur en jarðefnaeldsneytis dísilolía en er hinsvegar talsvert dýrari. Ef rafvæðing farartækja gengur hægt þá mun þurfa meira af HVO, og öðrum íblöndunarefnum, til að mæta markmiðum og skuldbindingum okkar. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Kolefnisgjald Eins og aðrar þjóðir þá er Ísland með skuldbindingar í loftslagsmálum. Ef við losum meira en við höfum samið um þá kostar það okkur. Með hröðum orkuskiptum getum við náð þessum skuldbindingum okkar en ef rafvæðing verður hæg þá verður losun einfaldlega meiri en við höfum samið um. Ef yfirskot verður á losun þá er hreinlegast að þeim kostnaði ríkisins verði mætt með tekjuöflun þar sem losunin verður til. Hún verður til með bruna olíu og því má ætla að mögulegur kostnaður við yfirskot í losun verði einfaldlega mætt með hækkun kolefnisgjalds á eldsneyti. Hæg rafvæðing faratækja eykur mögulegt yfirskot í losun. Hæg rafvæðing hækkar því dæluverð. Ótrúlegt en satt þá eru ýmsir sem ennþá sjá rafvæðingu samgangna allt til foráttu. Það er mikilvægt að þeir hinir sömu átti sig á því að rafbílavæðing mun ekki bara að auka orkuöryggi, efnahagstöðuleika og loftgæði fyrir alla, heldur mun hún einnig að halda aftur af verðhækkunum á olíu fyrir þá sem einhverra hluta vegna ætla ekki að skipta um orkugjafa á næstu árum. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar