Áfram í Sádi Arabíu og segir deildina efni í eina þá bestu Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2023 23:31 Ronaldo er ánægður hjá Al-Nassr. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo hefur gefið út að hann ætli sér að vera áfram hjá Al-Nassr á næsta tímabili og segir að deildin í Sádi Arabíu gæti orðið ein af fimm bestu deildum í heimi. Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Al-Nassr í lok desember eftir að hafa yfirgefið Manchester United. Síðan hann flutti sig yfir til Sádi Arabíu hafa sífellt farið af stað orðrómar um hann muni snúa aftur til Evrópu fyrir næsta tímabil. Nú hefur Ronaldo hins vegar staðfest að hann ætli sér að vera áfram hjá Al-Nassr. Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við félagið á sínum tíma og rennurinn samningurinn út sumarið 2025. Cristiano Ronaldo has confirmed his intention to remain in the Saudi Pro League (SPL) next season and says the division has the potential to be one of the top five leagues in the world.More from @GuillerRaihttps://t.co/OnqYXwoPnM— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 1, 2023 Ronaldo segist vera ánægður í Sádi Arabíu og segir að deildin geti þróast enn frekar. „Deildin er mjög sterk,“ sagði Ronaldo í viðtali við heimasíðu Saudi Pro League. „Ég held að það séu mörg tækifæri til staðar til að vaxa. Það er samkeppni í deildinni og hér eru mjög góð lið, mjög góðir arabískir leikmenn. Hins vegar þarf að bæta innviðina.“ „Ég er ánægður hérna og vill halda áfram hérna, ég mun halda áfram hérna. Ef þeir halda áfram að gera það sem þeir vilja hérna, þá tel ég að Sádiarabíska deildin gæti orðið ein af fimm sterkustu deildum heims á næstu fimm árum.“ Aðstoðar félagið í uppbyggingunni Persónulegur þjálfari Ronaldo, Ricardo Regufe, hefur verið að skoða möguleika Al-Nassr á að styrkja bæði leikmannahóp og þjálfarateymi félagsins. Þá veitir Ronaldo félaginu ráðgjöf í uppbygginu Al Nassr Sports City. Ronaldo var fjarverandi þegar Al-Nassr vann 3-0 sigur á Al-Fateh á miðvikudag. Hann á við meiðsli að stríða en á fyrsta tímabili sínu með félaginu skoraði hann fjórtán mörk í sextán leikjum. Al-Nassr lauk keppni í öðru sæti, fimm stigum á eftir Al-Ittihad og voru sömuleiðis slegnir úr keppni í undanúrslitum bikarsins. Ronaldo viðurkennir að hann hafi gert ráð fyrir að vinna titil á tímabilinu en segist vongóður að ná því markmiði á næsta ári. „Ég held að við munum bæta okkur mikið á næsta tímabili. Á síðustu fimm til sex mánuðum hefur liðið vaxið, deildin sömuleiðis og öll liðin.“ „Stundum tekur þetta tíma. Ef þú hefur trú þá er allt hægt. Ég bjóst við að vinna eitthvað á þessu tímabili en við gerðum það ekki, en ég er mjög bjartsýnn og öruggur um að hlutirnir munu breytast til hins betra.“ Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Al-Nassr í lok desember eftir að hafa yfirgefið Manchester United. Síðan hann flutti sig yfir til Sádi Arabíu hafa sífellt farið af stað orðrómar um hann muni snúa aftur til Evrópu fyrir næsta tímabil. Nú hefur Ronaldo hins vegar staðfest að hann ætli sér að vera áfram hjá Al-Nassr. Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við félagið á sínum tíma og rennurinn samningurinn út sumarið 2025. Cristiano Ronaldo has confirmed his intention to remain in the Saudi Pro League (SPL) next season and says the division has the potential to be one of the top five leagues in the world.More from @GuillerRaihttps://t.co/OnqYXwoPnM— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 1, 2023 Ronaldo segist vera ánægður í Sádi Arabíu og segir að deildin geti þróast enn frekar. „Deildin er mjög sterk,“ sagði Ronaldo í viðtali við heimasíðu Saudi Pro League. „Ég held að það séu mörg tækifæri til staðar til að vaxa. Það er samkeppni í deildinni og hér eru mjög góð lið, mjög góðir arabískir leikmenn. Hins vegar þarf að bæta innviðina.“ „Ég er ánægður hérna og vill halda áfram hérna, ég mun halda áfram hérna. Ef þeir halda áfram að gera það sem þeir vilja hérna, þá tel ég að Sádiarabíska deildin gæti orðið ein af fimm sterkustu deildum heims á næstu fimm árum.“ Aðstoðar félagið í uppbyggingunni Persónulegur þjálfari Ronaldo, Ricardo Regufe, hefur verið að skoða möguleika Al-Nassr á að styrkja bæði leikmannahóp og þjálfarateymi félagsins. Þá veitir Ronaldo félaginu ráðgjöf í uppbygginu Al Nassr Sports City. Ronaldo var fjarverandi þegar Al-Nassr vann 3-0 sigur á Al-Fateh á miðvikudag. Hann á við meiðsli að stríða en á fyrsta tímabili sínu með félaginu skoraði hann fjórtán mörk í sextán leikjum. Al-Nassr lauk keppni í öðru sæti, fimm stigum á eftir Al-Ittihad og voru sömuleiðis slegnir úr keppni í undanúrslitum bikarsins. Ronaldo viðurkennir að hann hafi gert ráð fyrir að vinna titil á tímabilinu en segist vongóður að ná því markmiði á næsta ári. „Ég held að við munum bæta okkur mikið á næsta tímabili. Á síðustu fimm til sex mánuðum hefur liðið vaxið, deildin sömuleiðis og öll liðin.“ „Stundum tekur þetta tíma. Ef þú hefur trú þá er allt hægt. Ég bjóst við að vinna eitthvað á þessu tímabili en við gerðum það ekki, en ég er mjög bjartsýnn og öruggur um að hlutirnir munu breytast til hins betra.“
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti