Boða til stærstu flugsýningar ársins á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2023 23:40 Gestum býðst að skoða flugvélar í návígi. Myndin er frá flugsýningu árið 2019. Sigurður Kristjánsson „Stærsta flugsýning ársins“ segir Flugmálafélag Íslands í kynningu flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun, laugardag, 3. júní. Hátt á áttunda tug flugvéla og flygilda verða til sýnis og hátt á þriðja tug flugatriða þar sem lögð verður áhersla á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélags, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins. „Stjarna sýningarinnar verður listflugmaðurinn Luke Penner en hann er mikill Íslandsvinur sem hefur kennt fjölmörgum Íslendingum listflug á síðastliðnum árum,“ segir Matthías en nánar má fræðast um hann hér. Stærsta flugvélin á sýningunni verður væntanlega TF-PLC, 214 sæta Airbus A321 farþegaþota flugfélagsins Play. Hún er jafnframt sú nýjasta í flugflota Íslendinga, kom til landsins beint úr flugvélaverksmiðju Airbus í Hamborg í fyrrakvöld. Hún mun lenda á Reykjavíkurflugvelli en einnig taka sýningarflug yfir borginni. Nýjasta flugvél íslenska flugflotans, Airbus A321, sem afhent var Play í Hamborg á miðvikudag, verður til sýnis á Reykjavíkurflugvelli.KMU Forystumenn Flugmálafélagsins freista þess að fá Boeing P-8 Poseidon kafbátaleitarflugvél frá bandaríska hernum á sýninguna en slíkar vélar hafa jafnan haft viðveru á Keflavíkurflugvelli undanfarin misseri. Þátttaka kafbátaleitarvélar hefur þó ekki verið staðfest en aðalflugbrautin í Reykjavík er nægilega stór fyrir slíka flugvél, sem er í raun hernaðarútgáfa af Boeing 737-800. Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga, TF-KWH, verður bæði til sýnis á jörðinni og á lofti. Það verður í fyrsta sinn sem almenningi gefst kostur á því að skoða vélina á flugsýningu. Listflug verður sýnt á svifflugu.Sigurður Kristjánsson Af öðrum sýningaratriðum má nefna þyrluflug, listflug á svifflugu og tog á svifflugu, kappflug dróna, fisflug, gírókopta, svifvæng, paramótor og flugtök og lendingar svokallaðra STOL-véla, sem þurfa óvenju stutta braut. Icelandair sýnir Dash-vél úr innanlandsfluginu, Landhelgisgæslan mætir á svæðið og einnig vél Isavia. Elsta flugvélin verður sennilega tvívængjan TF-OLD, sem var smíðuð árið 1946. Sýningarsvæðið á flugvellinum við Loftleiðahótelið verður opnað klukkan 12 á hádegi en flugsýningin hefst klukkan 13. Aðgangur er ókeypis. Nánar má fræðast um sýninguna á sérstakri heimasíðu. Mælt er með því að fólk mæti snemma til að tryggja sér bílastæði sem finna má víða í nágrenninu. Hér má sjá svipmyndir frá flugsýningu árið 2018: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Airbus Boeing Play Icelandair Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. 31. maí 2019 22:10 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
„Stjarna sýningarinnar verður listflugmaðurinn Luke Penner en hann er mikill Íslandsvinur sem hefur kennt fjölmörgum Íslendingum listflug á síðastliðnum árum,“ segir Matthías en nánar má fræðast um hann hér. Stærsta flugvélin á sýningunni verður væntanlega TF-PLC, 214 sæta Airbus A321 farþegaþota flugfélagsins Play. Hún er jafnframt sú nýjasta í flugflota Íslendinga, kom til landsins beint úr flugvélaverksmiðju Airbus í Hamborg í fyrrakvöld. Hún mun lenda á Reykjavíkurflugvelli en einnig taka sýningarflug yfir borginni. Nýjasta flugvél íslenska flugflotans, Airbus A321, sem afhent var Play í Hamborg á miðvikudag, verður til sýnis á Reykjavíkurflugvelli.KMU Forystumenn Flugmálafélagsins freista þess að fá Boeing P-8 Poseidon kafbátaleitarflugvél frá bandaríska hernum á sýninguna en slíkar vélar hafa jafnan haft viðveru á Keflavíkurflugvelli undanfarin misseri. Þátttaka kafbátaleitarvélar hefur þó ekki verið staðfest en aðalflugbrautin í Reykjavík er nægilega stór fyrir slíka flugvél, sem er í raun hernaðarútgáfa af Boeing 737-800. Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga, TF-KWH, verður bæði til sýnis á jörðinni og á lofti. Það verður í fyrsta sinn sem almenningi gefst kostur á því að skoða vélina á flugsýningu. Listflug verður sýnt á svifflugu.Sigurður Kristjánsson Af öðrum sýningaratriðum má nefna þyrluflug, listflug á svifflugu og tog á svifflugu, kappflug dróna, fisflug, gírókopta, svifvæng, paramótor og flugtök og lendingar svokallaðra STOL-véla, sem þurfa óvenju stutta braut. Icelandair sýnir Dash-vél úr innanlandsfluginu, Landhelgisgæslan mætir á svæðið og einnig vél Isavia. Elsta flugvélin verður sennilega tvívængjan TF-OLD, sem var smíðuð árið 1946. Sýningarsvæðið á flugvellinum við Loftleiðahótelið verður opnað klukkan 12 á hádegi en flugsýningin hefst klukkan 13. Aðgangur er ókeypis. Nánar má fræðast um sýninguna á sérstakri heimasíðu. Mælt er með því að fólk mæti snemma til að tryggja sér bílastæði sem finna má víða í nágrenninu. Hér má sjá svipmyndir frá flugsýningu árið 2018:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Airbus Boeing Play Icelandair Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. 31. maí 2019 22:10 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33
Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. 31. maí 2019 22:10