Levy ætlaði að selja Kane til Leicester fyrir 600 þúsund pund Atli Arason skrifar 3. júní 2023 07:00 Harry Kane er bæði markahæsti leikmaður í sögu Tottenham og enska landsliðsins. AP Photo Tim Sherwood, fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham, stöðvaði Daniel Levy frá því að selja Harry Kane til Leicester City fyrir 600 þúsund pund tímabilið árið 2014. „Ég sagði við Harry að hann byrja næsta leik og hann virtist mjög spenntur fyrir því,“ sagði Tim Sherwood við Simon Jordan í Up Front hlaðvarpinu. „Þegar ég kem inn á skrifstofu rekst ég á Franco Baldini [Yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham á þeim tíma] sem segir að eigandinn [Daniel Levy] vill tala við mig. Levy spyr mig þá hvernig byrjunarlið í næsta leik verður,“ sagði Sherwood sem taldi þá upp allt liðið en þegar hann minntist á Kane þá greip Levy fram í fyrir og spurði hann hvort hann ætlaði ekki að velja Roberto Soldado í liðið frekar en Kane. „Hann [Levy] hafði aldrei áður spurt mig um byrjunarliðið. Ég vissi að hann væri að spyrja mig út í það í þetta skipti því hann hafði heyrt af því að Kane ætti að byrja. Hann [Levy] vildi þá meina að ég væri að gera lítið úr virði 29 milljón punda leikmanninum Soldado, sem Levy keypti“ bætti Sherwood við. Stjórnarformenn vildu þá meina að Harry Kane væri ekki með þau gæði sem þurfti til að verða úrvalsdeildarleikmaður að sögn Sherwood. „Mér var þá sagt að þeir hefðu í hyggju að leyfa Harry fara eitthvað annað. Ég spurði hvert hann ætti að fara og var þá tjáð að Tottenham hafði fengið tilboð frá Leicester og væru að íhuga að leyfa Kane að fara þangað,“ sagði Sherwood. Þá lág fyrir tilboð frá Leicester fyrir 600 þúsund pund en Kane hafði verið á láni hjá Leicester tímabilið áður. Sherwood þvertók fyrir að selja Kane til Leicester City fyrir svo lága fjárhæð. Sherwood var síðar rekin úr starfi þann 13. maí 2014. Síðan þá hefur Harry Kane alls skorað 213 mörk í úrvalsdeildinni fyrir Tottenham og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins ásamt því að vera næst markahæstur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Alls hefur Kane skorað 278 mörk í öllum keppnum fyrir Tottenham. Í dag harðneitar Levy að selja Kane, sem á einungis eitt ár eftir af samningi sínum. Kane hefur verið sterklega orðaður við félög á borð við Manchester United, Real Madrid, Bayern Munchen, PSG og fleiri. Talið er að Levy vill í dag ekki selja Kane fyrir minna en 85 milljónir punda. Enski boltinn Tengdar fréttir Man United skoðar hvað þarf til að fá Kane í sumar Landsliðsframherjinn Harry Kane virðist efstur á óskalista enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Félagið skoðar nú hvað þarf til að festa kaup á Kane í sumar. 25. apríl 2023 14:31 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Sjá meira
„Ég sagði við Harry að hann byrja næsta leik og hann virtist mjög spenntur fyrir því,“ sagði Tim Sherwood við Simon Jordan í Up Front hlaðvarpinu. „Þegar ég kem inn á skrifstofu rekst ég á Franco Baldini [Yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham á þeim tíma] sem segir að eigandinn [Daniel Levy] vill tala við mig. Levy spyr mig þá hvernig byrjunarlið í næsta leik verður,“ sagði Sherwood sem taldi þá upp allt liðið en þegar hann minntist á Kane þá greip Levy fram í fyrir og spurði hann hvort hann ætlaði ekki að velja Roberto Soldado í liðið frekar en Kane. „Hann [Levy] hafði aldrei áður spurt mig um byrjunarliðið. Ég vissi að hann væri að spyrja mig út í það í þetta skipti því hann hafði heyrt af því að Kane ætti að byrja. Hann [Levy] vildi þá meina að ég væri að gera lítið úr virði 29 milljón punda leikmanninum Soldado, sem Levy keypti“ bætti Sherwood við. Stjórnarformenn vildu þá meina að Harry Kane væri ekki með þau gæði sem þurfti til að verða úrvalsdeildarleikmaður að sögn Sherwood. „Mér var þá sagt að þeir hefðu í hyggju að leyfa Harry fara eitthvað annað. Ég spurði hvert hann ætti að fara og var þá tjáð að Tottenham hafði fengið tilboð frá Leicester og væru að íhuga að leyfa Kane að fara þangað,“ sagði Sherwood. Þá lág fyrir tilboð frá Leicester fyrir 600 þúsund pund en Kane hafði verið á láni hjá Leicester tímabilið áður. Sherwood þvertók fyrir að selja Kane til Leicester City fyrir svo lága fjárhæð. Sherwood var síðar rekin úr starfi þann 13. maí 2014. Síðan þá hefur Harry Kane alls skorað 213 mörk í úrvalsdeildinni fyrir Tottenham og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins ásamt því að vera næst markahæstur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Alls hefur Kane skorað 278 mörk í öllum keppnum fyrir Tottenham. Í dag harðneitar Levy að selja Kane, sem á einungis eitt ár eftir af samningi sínum. Kane hefur verið sterklega orðaður við félög á borð við Manchester United, Real Madrid, Bayern Munchen, PSG og fleiri. Talið er að Levy vill í dag ekki selja Kane fyrir minna en 85 milljónir punda.
Enski boltinn Tengdar fréttir Man United skoðar hvað þarf til að fá Kane í sumar Landsliðsframherjinn Harry Kane virðist efstur á óskalista enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Félagið skoðar nú hvað þarf til að festa kaup á Kane í sumar. 25. apríl 2023 14:31 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Sjá meira
Man United skoðar hvað þarf til að fá Kane í sumar Landsliðsframherjinn Harry Kane virðist efstur á óskalista enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Félagið skoðar nú hvað þarf til að festa kaup á Kane í sumar. 25. apríl 2023 14:31