Umfjöllun og viðtöl: Valur 1-1 FH | Allt jafnt á Hlíðarenda Kári Mímisson skrifar 2. júní 2023 21:03 Kjartan Henry skoraði mark FH Vísir/Hulda Margrét Valur fékk FH í heimsókn í 10. umferð Bestu deildar karla þar sem bæði lið skoruðu sitt markið hvort. Lokatölur 1-1 eftir skemmtilegan leik. Valsarar byrjuðu betur og voru snemma leiks komnir yfir og þar var að verkum leikmaður maí-mánaðar, Adam Ægir Pálsson. Adam Ægir fékk þá boltann við miðjubogan og átti góða sendingu á Tryggva Hrafn sem átti hlaup upp vinstri vænginn. Tryggvi kom boltanum út í teiginn þar sem Adam var aftur mættur og táaði boltann inn. Adam með upphafið og endann á þessari sókn og Valur komið yfir eftir tíu mínútna leik. Eftir mark Vals efldist liðið til muna og tók öll völd á leiknum. Liðið kom sér oft á tíðum í ágætis stöður og inn vildi boltinn ekki. Það má eiginlega segja að FH hafi verið í nauðvörn í hálftíma eða svona. En það voru hins vegar FH sem jöfnuðu þvert gegn gangi leiksins og það á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Jóhann Ægir Arnarsson tók þá langt innkast. Ólafur Guðmundsson vann fyrsta boltann og þaðan barst hann til Kjartans Henry Finnbogasonar sem skoraði auðveldlega af stuttu færi. Áfram héldu Valsarar að þjarma að marki FH í seinni hálfleik sem vörðust vel og köstuðu sér fyrir hvern boltann á fætur öðrum. Það var svo á 60. mínútu leiksins þar sem Jóhann Ægir Arnarsson fékk að líta rauða spjaldið. Jóhann Ægir hafði verið frábær í öftustu línu FH en gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann misst boltann klaufalega frá sér í öftustu línu. Tryggvi Hrafn Haraldsson var fyrstu að átta sig á þessu og náði boltanum af Jóhanni sem í kjölfarið braut á Tryggva. FH-ingar því einum færri þegar um hálftíma var eftir af leiknum. Tíu FH-ingar lögðust í skotgrafirnar og náðu að halda þetta út. Hólmar Örn Eyjólfsson komst næst því að skora fyrir Val. Hólmar fékk þá fyrirgjöf frá Sigurði Agli Lárussyni. Skallinn var góður en Sindri Kristinn í marki FH sá við honum og lokatölur á Hlíðarenda urðu því 1-1. Afhverju var jafntefli? Valsarar voru klárlega betri en FH hélt þetta út í dag. Sókn Vals var vissulega orðinn mjög þung undir lokin og því miður fyrir Val þá eru þetta tvö töpuð stig fyrir þá. FH geta hins vegar prísað sig sæla með punktinn. Hvað gekk vel? Múrinn hjá FH. Liðið varðist mjög vel í og hefðu alveg mögulega getað laumað einu öðrum marki inn með smá heppni. Hvað gekk illa? Valur hefur skorað flest mörk í deildinni en í dag tókst þeim aðeins að skora eitt mark þó svo að liðið hafi stýrt leiknum algjörlega. Hvað gerist næst? FH leikur næst á mánudaginn í Mjólkurbikarnum þegar liðið fer á Kópavogsvöll og leikur við Breiðablik. Leikurinn hefst klukkan 20:00. Valur leikur næst þann 11. júní við HK í Kórnum. Viðureign Vals og HK hefst klukkan 17:00. „Ánægður með stigið“ Heimir Guðjónsson var ánægður með stigið.Vísir/Diego Heimir þakkaði fyrir punktinn sem FH sótti á Hlíðarenda í kvöld. „Ég er bara mjög ánægður með stigið eftir að hafa verið einum færri í 30 plús mínútur á móti liði sem ætlar sér að verða Íslandsmeistari. Við héldum út og sýndum einn og aftur góðan karakter. Í seinni hálfleiknum þá voru þeir ekki að skapa sér mikið og á sama tíma áttum við tvö, þrjú ágætis upphlaup.“ Sagði Heimir eftir leik við Vísi. Kjartan Henry virtist hafa fengið slæmt högg beint fyrir framan varamannabekk FH í fyrri hálfleik. Atvikið náðist ekki í sjónvarpi og segist Heimir heldur ekki hafa séð hvað gerðist. Heimir taldi hins vegar Eggert Gunnþór vera aftasta mann þegar Jóhann Ægir fékk rauða spjaldið. „Ég sá það ekki. Mér fannst samt með rauða spjaldið þá hefði dómarinn átt að ráðfæra sig við aðstoðarmenn sína. Ég ætla ekki að fullyrða það en mér fannst Eggert vera 20 metra fyrir innan. Mér fannst það því vera spurning hvort að það hafi verið rautt spjald.“ FH jafnaði undir lok fyrri hálfleiks. Hversu mikið gaf það ykkur í hálfleiknum? „Það hjálpar okkur mikið. Við áttum í brasi með þá í fyrri hálfleik. Þeir voru að draga okkur út úr stöðu og skipta boltanum vel á milli vængjanna. Við breyttum eftir 30 mínútur og það var geggjað að fá þetta jöfnunarmark. Mér fannst við fínir í byrjun seinni hálfleiks eða alveg þar til að Jói er rekinn af velli.“ Var ekkert farið að fara um þig í seinni hálfleiknum þegar sókn þeirra var orðinn mjög þung og þið að verjast á 10 mönnum? „Það fór um mig þegar að Haukur Páll var mættur í sóknina. Hann er gríðarlega sterkur skallamaður, góður í að vinna sér pláss og skalla boltann fyrir meðspilara sína. Það var þá sem fór aðeins um mig.“ Mikið hefur verið rætt um gengi FH á gervigrasi undanfarið. Liðið hefur ekki sigrað í deild á gervigrasi síðan 13. september 2021. Heimir taldi að liðið hefði sýnt framfarir hér í kvöld „Þetta voru framfarir. Við gerðum jafntefli í kvöld gegn mjög góðu liði. Það eru framfarir. Ég veit ekki hvað við getum gert en við erum byrjaðir að vökva grasið í Skessunni og það hjálpaði okkur í dag.“ „Inn vildi ekki boltinn ekki“ Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var svekktur þegar hann mætti í viðtal eftir jafntefli Vals gegn FH á Hlíðarenda nú í kvöld. Valur komst snemma leiks yfir og stýrði leiknum á öllum sviðum en það voru FH-ingar sem jöfnuðu í uppbótatíma fyrri hálfleiks og náðu svo að múra fyrir sitt mark í seinni hálfleik. „Þetta er bara svekkjandi. Mér fannst við stjórna leiknum frá upphafi til enda. Fáum náttúrulega mark á okkur í uppbótatíma í fyrri hálfleik sem var svekkjandi. Þetta eru vonbrigði en mér fannst menn vera að leggja mikla vinnu í þetta og voru að spila vel. Við hefðum kannski getað skapað aðeins meira og mér fannst við alveg fá nóg til að klára leikinn en bara boltinn vildi ekki inn.“ Sagði Arnar strax að leik loknum. Valsarar léku síðustu 30 mínúturnar einum fleiri eftir að Jóhann Ægir Arnarsson fékk að líta rautt spjald. Þótt Valur hafi stýrt leiknum alfarið þá náði liðið ekki að skapa sér mikið af opnum færum eftir það. Arnar segir að FH-ingar hafi varist vel og taldi sitt lið hafa verið að spila rétt gegn þéttum FH-ingum. „Við fáum þarna skallann frá Hólmari sem var algjör deddari svo veit ég ekki hvað við fáum margar hornspyrnur, 13 eða 14. Svo gerðu þeir þetta vel. Þeir lögðust niður og voru duglegir og vörðust vel. Það er svona stundum að þú þarft að hreyfa boltann ansi vel og komast aftur fyrir. Það er oft erfitt og það gekk ekki í dag. Mér fannst við vera að reyna að gera réttu hlutina. Við vorum ekki að hanga mikið á boltanum en inn vildi ekki boltinn ekki. “ Orri Hrafn Kjartansson kom inn á fyrir Aron Jóhannsson snemma leiks en þurfti að fara af velli í hálfleik. Arnar segir að það hafi verið brotið illa á Orra og sagðist vera svekktur með það. „Hann var með eitthvað smá tak og það sama með hann Orra sem kemur inn á. Hann fær hné í lærið frá einum leikmanni FH. Það var svolítið svekkjandi þar sem þetta var vísvitandi. Hann fer með dead leg út af. Elfar Freyr var svo orðinn þreyttur og með í náranum og annað. “ Valur er núna á leið í smá pásu en liðið leikur næst eftir 9 daga við HK í Kórnum. Arnar segir að það sé engin uppgjöf í sér og sínum mönnum . „Nú getum við farið að æfa. Við höfum verið í endurheimt og svo alltaf bardaginn fyrir leik. Það hefði verið skemmtilegra að vera með þessi tvö stig í viðbót. Það er ekki þannig og við þurfum bara ná okkur saman, fá mannskapinn inn og fulla ferð áfram. Það er engin uppgjöf í okkur. Við spiluðum fínan leik. Fótbolti er bara þannig að þú getur verið drullugóður og tapað leikjum. Þú getur líka unnið leiki þegar þú ert lélegur. Í heildina ef að við spilum svona leik eins og við gerðum í dag þá held ég að við vinnum ansi oft leiki með þessari frammistöðu. Við þurfum bara að taka það jákvæða úr þessu. Við höfum núna sjö eða níu daga í leikinn við HK. Við þurfum að nýta þann tíma vel og vera ferskir í þeim leik.“ Besta deild karla Valur FH
Valur fékk FH í heimsókn í 10. umferð Bestu deildar karla þar sem bæði lið skoruðu sitt markið hvort. Lokatölur 1-1 eftir skemmtilegan leik. Valsarar byrjuðu betur og voru snemma leiks komnir yfir og þar var að verkum leikmaður maí-mánaðar, Adam Ægir Pálsson. Adam Ægir fékk þá boltann við miðjubogan og átti góða sendingu á Tryggva Hrafn sem átti hlaup upp vinstri vænginn. Tryggvi kom boltanum út í teiginn þar sem Adam var aftur mættur og táaði boltann inn. Adam með upphafið og endann á þessari sókn og Valur komið yfir eftir tíu mínútna leik. Eftir mark Vals efldist liðið til muna og tók öll völd á leiknum. Liðið kom sér oft á tíðum í ágætis stöður og inn vildi boltinn ekki. Það má eiginlega segja að FH hafi verið í nauðvörn í hálftíma eða svona. En það voru hins vegar FH sem jöfnuðu þvert gegn gangi leiksins og það á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Jóhann Ægir Arnarsson tók þá langt innkast. Ólafur Guðmundsson vann fyrsta boltann og þaðan barst hann til Kjartans Henry Finnbogasonar sem skoraði auðveldlega af stuttu færi. Áfram héldu Valsarar að þjarma að marki FH í seinni hálfleik sem vörðust vel og köstuðu sér fyrir hvern boltann á fætur öðrum. Það var svo á 60. mínútu leiksins þar sem Jóhann Ægir Arnarsson fékk að líta rauða spjaldið. Jóhann Ægir hafði verið frábær í öftustu línu FH en gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann misst boltann klaufalega frá sér í öftustu línu. Tryggvi Hrafn Haraldsson var fyrstu að átta sig á þessu og náði boltanum af Jóhanni sem í kjölfarið braut á Tryggva. FH-ingar því einum færri þegar um hálftíma var eftir af leiknum. Tíu FH-ingar lögðust í skotgrafirnar og náðu að halda þetta út. Hólmar Örn Eyjólfsson komst næst því að skora fyrir Val. Hólmar fékk þá fyrirgjöf frá Sigurði Agli Lárussyni. Skallinn var góður en Sindri Kristinn í marki FH sá við honum og lokatölur á Hlíðarenda urðu því 1-1. Afhverju var jafntefli? Valsarar voru klárlega betri en FH hélt þetta út í dag. Sókn Vals var vissulega orðinn mjög þung undir lokin og því miður fyrir Val þá eru þetta tvö töpuð stig fyrir þá. FH geta hins vegar prísað sig sæla með punktinn. Hvað gekk vel? Múrinn hjá FH. Liðið varðist mjög vel í og hefðu alveg mögulega getað laumað einu öðrum marki inn með smá heppni. Hvað gekk illa? Valur hefur skorað flest mörk í deildinni en í dag tókst þeim aðeins að skora eitt mark þó svo að liðið hafi stýrt leiknum algjörlega. Hvað gerist næst? FH leikur næst á mánudaginn í Mjólkurbikarnum þegar liðið fer á Kópavogsvöll og leikur við Breiðablik. Leikurinn hefst klukkan 20:00. Valur leikur næst þann 11. júní við HK í Kórnum. Viðureign Vals og HK hefst klukkan 17:00. „Ánægður með stigið“ Heimir Guðjónsson var ánægður með stigið.Vísir/Diego Heimir þakkaði fyrir punktinn sem FH sótti á Hlíðarenda í kvöld. „Ég er bara mjög ánægður með stigið eftir að hafa verið einum færri í 30 plús mínútur á móti liði sem ætlar sér að verða Íslandsmeistari. Við héldum út og sýndum einn og aftur góðan karakter. Í seinni hálfleiknum þá voru þeir ekki að skapa sér mikið og á sama tíma áttum við tvö, þrjú ágætis upphlaup.“ Sagði Heimir eftir leik við Vísi. Kjartan Henry virtist hafa fengið slæmt högg beint fyrir framan varamannabekk FH í fyrri hálfleik. Atvikið náðist ekki í sjónvarpi og segist Heimir heldur ekki hafa séð hvað gerðist. Heimir taldi hins vegar Eggert Gunnþór vera aftasta mann þegar Jóhann Ægir fékk rauða spjaldið. „Ég sá það ekki. Mér fannst samt með rauða spjaldið þá hefði dómarinn átt að ráðfæra sig við aðstoðarmenn sína. Ég ætla ekki að fullyrða það en mér fannst Eggert vera 20 metra fyrir innan. Mér fannst það því vera spurning hvort að það hafi verið rautt spjald.“ FH jafnaði undir lok fyrri hálfleiks. Hversu mikið gaf það ykkur í hálfleiknum? „Það hjálpar okkur mikið. Við áttum í brasi með þá í fyrri hálfleik. Þeir voru að draga okkur út úr stöðu og skipta boltanum vel á milli vængjanna. Við breyttum eftir 30 mínútur og það var geggjað að fá þetta jöfnunarmark. Mér fannst við fínir í byrjun seinni hálfleiks eða alveg þar til að Jói er rekinn af velli.“ Var ekkert farið að fara um þig í seinni hálfleiknum þegar sókn þeirra var orðinn mjög þung og þið að verjast á 10 mönnum? „Það fór um mig þegar að Haukur Páll var mættur í sóknina. Hann er gríðarlega sterkur skallamaður, góður í að vinna sér pláss og skalla boltann fyrir meðspilara sína. Það var þá sem fór aðeins um mig.“ Mikið hefur verið rætt um gengi FH á gervigrasi undanfarið. Liðið hefur ekki sigrað í deild á gervigrasi síðan 13. september 2021. Heimir taldi að liðið hefði sýnt framfarir hér í kvöld „Þetta voru framfarir. Við gerðum jafntefli í kvöld gegn mjög góðu liði. Það eru framfarir. Ég veit ekki hvað við getum gert en við erum byrjaðir að vökva grasið í Skessunni og það hjálpaði okkur í dag.“ „Inn vildi ekki boltinn ekki“ Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var svekktur þegar hann mætti í viðtal eftir jafntefli Vals gegn FH á Hlíðarenda nú í kvöld. Valur komst snemma leiks yfir og stýrði leiknum á öllum sviðum en það voru FH-ingar sem jöfnuðu í uppbótatíma fyrri hálfleiks og náðu svo að múra fyrir sitt mark í seinni hálfleik. „Þetta er bara svekkjandi. Mér fannst við stjórna leiknum frá upphafi til enda. Fáum náttúrulega mark á okkur í uppbótatíma í fyrri hálfleik sem var svekkjandi. Þetta eru vonbrigði en mér fannst menn vera að leggja mikla vinnu í þetta og voru að spila vel. Við hefðum kannski getað skapað aðeins meira og mér fannst við alveg fá nóg til að klára leikinn en bara boltinn vildi ekki inn.“ Sagði Arnar strax að leik loknum. Valsarar léku síðustu 30 mínúturnar einum fleiri eftir að Jóhann Ægir Arnarsson fékk að líta rautt spjald. Þótt Valur hafi stýrt leiknum alfarið þá náði liðið ekki að skapa sér mikið af opnum færum eftir það. Arnar segir að FH-ingar hafi varist vel og taldi sitt lið hafa verið að spila rétt gegn þéttum FH-ingum. „Við fáum þarna skallann frá Hólmari sem var algjör deddari svo veit ég ekki hvað við fáum margar hornspyrnur, 13 eða 14. Svo gerðu þeir þetta vel. Þeir lögðust niður og voru duglegir og vörðust vel. Það er svona stundum að þú þarft að hreyfa boltann ansi vel og komast aftur fyrir. Það er oft erfitt og það gekk ekki í dag. Mér fannst við vera að reyna að gera réttu hlutina. Við vorum ekki að hanga mikið á boltanum en inn vildi ekki boltinn ekki. “ Orri Hrafn Kjartansson kom inn á fyrir Aron Jóhannsson snemma leiks en þurfti að fara af velli í hálfleik. Arnar segir að það hafi verið brotið illa á Orra og sagðist vera svekktur með það. „Hann var með eitthvað smá tak og það sama með hann Orra sem kemur inn á. Hann fær hné í lærið frá einum leikmanni FH. Það var svolítið svekkjandi þar sem þetta var vísvitandi. Hann fer með dead leg út af. Elfar Freyr var svo orðinn þreyttur og með í náranum og annað. “ Valur er núna á leið í smá pásu en liðið leikur næst eftir 9 daga við HK í Kórnum. Arnar segir að það sé engin uppgjöf í sér og sínum mönnum . „Nú getum við farið að æfa. Við höfum verið í endurheimt og svo alltaf bardaginn fyrir leik. Það hefði verið skemmtilegra að vera með þessi tvö stig í viðbót. Það er ekki þannig og við þurfum bara ná okkur saman, fá mannskapinn inn og fulla ferð áfram. Það er engin uppgjöf í okkur. Við spiluðum fínan leik. Fótbolti er bara þannig að þú getur verið drullugóður og tapað leikjum. Þú getur líka unnið leiki þegar þú ert lélegur. Í heildina ef að við spilum svona leik eins og við gerðum í dag þá held ég að við vinnum ansi oft leiki með þessari frammistöðu. Við þurfum bara að taka það jákvæða úr þessu. Við höfum núna sjö eða níu daga í leikinn við HK. Við þurfum að nýta þann tíma vel og vera ferskir í þeim leik.“