„Verðum að sýna yfirvöldum að við látum ekki slíkt yfir okkur ganga“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2023 10:58 Katrín Oddsdóttir lögfræðingur er ein þeirra sem stendur fyrir viðburðinum í dag. Björk Guðmundsdóttir er meðal listamanna sem koma fram á viðburði í dag til að mótmæla og vekja athygli á hvalveiðum. Lögfræðingur segir hvalveiðar og vinnslu í algjörri andstöðu við lög og að almenningur verði að sýna yfirvöldum að slíkt verði ekki látið yfir sig ganga. Katrín Oddsdóttir lögfræðingur er ein þeirra sem stendur fyrir viðburðinum í dag. Hún segir að um sé að ræða einskonar gleðigöngu til stuðnings þess að hvalveiðar verði stöðvaðar í eitt skipti fyrir öll. „Nú liggur fyrir ný könnun sem sýnir að það er vilji meirihluta þjóðarinnar og auk þess liggur fyrir að þessar veiðar eru stundaðar í fullkominni andstöðu við lög og reglur sem gilda í landinu," segir Katrín.“ „Þannig ég held að fólk vilji bara einhvernveginn láta í það skína að hingað sé komið nógu mikið af fólki til þess að segja stopp og hjálpa yfirvöldum að taka hina einu réttu ákvörðun í málinu, sem er að stöðva þetta strax.“ Björk Guðmundsdóttir mun þeyta skífum á Hjartatorgi í dag. Getty Aðspurð um dagskrána segir Katrín að fólk muni safnast saman klukkan tvö við gömlu höfnina. Þar sé kaldhæðislegt að þar liggi hlið við hlið annarsvegar hvalaskoðunarbátar og hinsvegar hvalveiðibátar. „Þar verða einhverjir gjörningar og kórar munu syngja og annað og svo verður gengið fylgtu liði að Hjartatorginu þar sem verður ýmiskonar dagskrá, ræður og tónlist. Högni, og Björk mun þeyta skífum og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta stendur alla leið til klukkan sjö í kvöld. Það verður listasmiðja fyrir börn til að búa til sín eigin plögg og skilti og allir velkomnir.“ Katrín segist bjartsýn á að viðburðir sem þessi skapi pressu á stjórnvöld og að það takist að stöðva veiðarnar. „Þessar veiðar og þessi vinnsla er í andstöðu við lög og reglur í landinu. Almenningur og listafólk og bara öll sem geta verða að sjálfsögðu að sýna yfirvöldum að við látum ekki slíkt yfir okkur ganga.“ Hvalir Dýr Menning Hvalveiðar Tengdar fréttir Björk efnir til mótmæla gegn hvalveiðum Tónlistarkonan Björk hefur ásamt öðrum efnt til viðburðar á laugardaginn þar sem fyrirhuguðum hvalveiðum sem eiga að fara af stað síðar í júní verður mótmælt. 31. maí 2023 16:07 Skynsamlegt fyrir stuðningsmenn hvalveiða að sýna meiri auðmýkt Almannatengill telur að hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en áður og segir að fyrir nokkrum áratugum hefði þótt óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum. Ný könnun Maskínu bendir þó einmitt til þess að sú sé raunin. Hann telur að þeir sem stundi og styðji veiðarnar ættu að sýna andstæðingum veiðanna meiri auðmýkt. 1. júní 2023 12:06 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Katrín Oddsdóttir lögfræðingur er ein þeirra sem stendur fyrir viðburðinum í dag. Hún segir að um sé að ræða einskonar gleðigöngu til stuðnings þess að hvalveiðar verði stöðvaðar í eitt skipti fyrir öll. „Nú liggur fyrir ný könnun sem sýnir að það er vilji meirihluta þjóðarinnar og auk þess liggur fyrir að þessar veiðar eru stundaðar í fullkominni andstöðu við lög og reglur sem gilda í landinu," segir Katrín.“ „Þannig ég held að fólk vilji bara einhvernveginn láta í það skína að hingað sé komið nógu mikið af fólki til þess að segja stopp og hjálpa yfirvöldum að taka hina einu réttu ákvörðun í málinu, sem er að stöðva þetta strax.“ Björk Guðmundsdóttir mun þeyta skífum á Hjartatorgi í dag. Getty Aðspurð um dagskrána segir Katrín að fólk muni safnast saman klukkan tvö við gömlu höfnina. Þar sé kaldhæðislegt að þar liggi hlið við hlið annarsvegar hvalaskoðunarbátar og hinsvegar hvalveiðibátar. „Þar verða einhverjir gjörningar og kórar munu syngja og annað og svo verður gengið fylgtu liði að Hjartatorginu þar sem verður ýmiskonar dagskrá, ræður og tónlist. Högni, og Björk mun þeyta skífum og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta stendur alla leið til klukkan sjö í kvöld. Það verður listasmiðja fyrir börn til að búa til sín eigin plögg og skilti og allir velkomnir.“ Katrín segist bjartsýn á að viðburðir sem þessi skapi pressu á stjórnvöld og að það takist að stöðva veiðarnar. „Þessar veiðar og þessi vinnsla er í andstöðu við lög og reglur í landinu. Almenningur og listafólk og bara öll sem geta verða að sjálfsögðu að sýna yfirvöldum að við látum ekki slíkt yfir okkur ganga.“
Hvalir Dýr Menning Hvalveiðar Tengdar fréttir Björk efnir til mótmæla gegn hvalveiðum Tónlistarkonan Björk hefur ásamt öðrum efnt til viðburðar á laugardaginn þar sem fyrirhuguðum hvalveiðum sem eiga að fara af stað síðar í júní verður mótmælt. 31. maí 2023 16:07 Skynsamlegt fyrir stuðningsmenn hvalveiða að sýna meiri auðmýkt Almannatengill telur að hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en áður og segir að fyrir nokkrum áratugum hefði þótt óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum. Ný könnun Maskínu bendir þó einmitt til þess að sú sé raunin. Hann telur að þeir sem stundi og styðji veiðarnar ættu að sýna andstæðingum veiðanna meiri auðmýkt. 1. júní 2023 12:06 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Björk efnir til mótmæla gegn hvalveiðum Tónlistarkonan Björk hefur ásamt öðrum efnt til viðburðar á laugardaginn þar sem fyrirhuguðum hvalveiðum sem eiga að fara af stað síðar í júní verður mótmælt. 31. maí 2023 16:07
Skynsamlegt fyrir stuðningsmenn hvalveiða að sýna meiri auðmýkt Almannatengill telur að hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en áður og segir að fyrir nokkrum áratugum hefði þótt óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum. Ný könnun Maskínu bendir þó einmitt til þess að sú sé raunin. Hann telur að þeir sem stundi og styðji veiðarnar ættu að sýna andstæðingum veiðanna meiri auðmýkt. 1. júní 2023 12:06