Hamilton þurfi að biðjast afsökunar: „Hefði ekki átt að gerast“ Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 11:00 Hamilton og Russell skullu saman. Vísir/Skjáskot Nico Rosberg, Formúlu 1 heimsmeistari og nú sérfræðingur Sky Sports í tengslum við mótaröðina, segir að fyrrum liðsfélagi sinn og keppinautur Lewis Hamilton ætti að biðjast afsökunar líkt og George Russell vegna uppákomu sem varð á milli þeirra í tímatökum á Spáni í gær. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, segir að liðið muni fara vel yfir vendingar sem áttu sér stað í tímatökunum milli ökumanna liðsins Lewis Hamilton og George Russell sem skullu saman á beina kafla brautarinnar í annarri umferð tímatökunnar. „Þetta hefði ekki átt að gerast,“sagði Toto að loknum tímatökum. „Liðsfélagar ættu aldrei að lenda saman. „Þú ættir ekki einu sinni að lenda í snertingu við annan bíl í tímatökum.“ Báðir ökumenn virtust ekki vera með á nótunum að þeir væru báðir á leiðinni í hraðan hring. Þeir skullu saman, skemmdir urðu á bíl Hamilton og atvikið gerði út um möguleika Russell á að komast áfram í lokaumferð tímatökunnar. Hamilton and Russell get too close for comfort in qualifying #SpanishGP #F1 pic.twitter.com/iNN0795E9p— Formula 1 (@F1) June 3, 2023 „Þetta er óheppilegt atvik en ég tel engu að síður að mjög alvarleg samtöl muni eiga sér stað innan liðsins í kjölfarið,“ sagði Rosberg á Sky Sports eftir tímatökurnar. Russell hefur beðist afsökunar á atvikinu en það hefur Hamilton ekki gert til þessa, eitthvað sem Rosberg skilur lítið í en báðir bera þeir fyrir sér skort á samskiptum innan liðsins sem ástæðu fyrir því hvernig fór. „Hann þarf að biðjast afsökunar,“ lét Rosberg hafa eftir sér en að hans mati missti Mercedes þarna af möguleika á að vera með báða ökumenn sína meðal fremstu manna. Hamilton ræsir fjórði í kappakstri dagsins en Russell tólfti. Akstursíþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes, segir að liðið muni fara vel yfir vendingar sem áttu sér stað í tímatökunum milli ökumanna liðsins Lewis Hamilton og George Russell sem skullu saman á beina kafla brautarinnar í annarri umferð tímatökunnar. „Þetta hefði ekki átt að gerast,“sagði Toto að loknum tímatökum. „Liðsfélagar ættu aldrei að lenda saman. „Þú ættir ekki einu sinni að lenda í snertingu við annan bíl í tímatökum.“ Báðir ökumenn virtust ekki vera með á nótunum að þeir væru báðir á leiðinni í hraðan hring. Þeir skullu saman, skemmdir urðu á bíl Hamilton og atvikið gerði út um möguleika Russell á að komast áfram í lokaumferð tímatökunnar. Hamilton and Russell get too close for comfort in qualifying #SpanishGP #F1 pic.twitter.com/iNN0795E9p— Formula 1 (@F1) June 3, 2023 „Þetta er óheppilegt atvik en ég tel engu að síður að mjög alvarleg samtöl muni eiga sér stað innan liðsins í kjölfarið,“ sagði Rosberg á Sky Sports eftir tímatökurnar. Russell hefur beðist afsökunar á atvikinu en það hefur Hamilton ekki gert til þessa, eitthvað sem Rosberg skilur lítið í en báðir bera þeir fyrir sér skort á samskiptum innan liðsins sem ástæðu fyrir því hvernig fór. „Hann þarf að biðjast afsökunar,“ lét Rosberg hafa eftir sér en að hans mati missti Mercedes þarna af möguleika á að vera með báða ökumenn sína meðal fremstu manna. Hamilton ræsir fjórði í kappakstri dagsins en Russell tólfti.
Akstursíþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira