Sigur Verstappen kom fáum á óvart, yfirburðir hans á yfirstandandi tímabili hafa verið afar miklir en það var Mercedes sem stal senunni í keppni dagsins.
Það er greinilegt að vinnan, sem liðsmenn Mercedes hafa sett í uppfærslur á bíl liðsins undanfarnar vikur, er að skila sér.
Keppnishraði Mercedes bílsins var virkilega góður og skilaði ökumönnum liðsins, þeim Lewis Hamilton og George Russell, í 2. og 3. sæti.
Sergio Perez, liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull Racing, þurfti að sætta sig við 4. sæti.
Verstappen leiðir stigakeppni ökumanna og er þar með 53 stiga forystu.