Foreldrar skulu gera ráðstafanir Margrét Björk Jónsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 4. júní 2023 19:30 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir stöðuna einfalda: Fólkið þeirra krefjist sömu launa fyrir sömu vinnu og í öðrum sveitarfélögum. Vísir/Vilhelm Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. Foreldrar leikskólabarna ættu að gera ráðstafanir og gera ráð fyrir að til verkfalla komi á morgun hjá félagsmönnum. Um er að ræða verkfall sem nær yfir 2500 manns í 29 sveitafélögum. Starfsmenn 150 vinnustaða, þar af sjötíu leikskóla auk sundlauga og bæjarskrifstofa, munu þá leggja niður störf. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu BSRB. Rætt var við samningsaðila í kvöldfréttum Stöðvar 2, áður en þær gengu til fundar í dag: „Við erum komin til að reyna að ná sátt og til að semja,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga. „Við byrjum alla daga bjartsýn og jákvæð.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir stöðuna einfalda: Fólkið þeirra krefjist sömu launa fyrir sömu vinnu og í öðrum sveitarfélögum. „Miðað við þær vendingar sem hafa verið á síðustu dögum þá er það í raun það atriði sem stendur út af. Fólkið okkar hefur sagt mjög skýrt að það ætlar ekki að vera á lægri launum en fólk sem starfar þeim við hlið á ársgrundvelli,“ segir hún. Hvernig metur þú stöðuna. Stefnir í allsherjarverkfall? „Það er erfitt að segja til um það. Ef það kemur einhver afstöðubreyting frá sambandinu núna þá getum við gengið hratt og vel frá þessu,“ sagði Sonja Ýr í dag. Staðan nú í kvöld er hins vegar mjög viðkvæm, að sögn samskiptastjóra. Strandaði á kröfum um afturvirkni Inga Rún hjá Sambandi sveitarfélaga segir að skoðað hafi verið hækka lægstu laun verulega. „Samningstilboðið sem liggur á borðinu gefur öllum verulegar góðar hækkanir. Þetta er besti samningur sem hefur verið í boði á opinberum vinnumarkaði í þessum kjaraviðræðum. Þannig við teljum okkur vera að bjóða gríðarlega vel,“ segir Inga. Fyrir helgi sagði hún að viðræðurnar strönduðu á kröfu BSRB um afturvirkni. Hún segir að ekki verði orðið við þeim kröfum. „Við höfum hafnað því, því þarna er að ræða kjarasamning sem er að fullu efndur og útrunninn.“ Sonja segir hinsvegar að ekki sé verið að horfa til afturvirkni í lengri tíma heldur til þess að félagsfólk þeirra sé gríðarlega ósátt við að búa ekki við sömu kjör á ársgrundvelli og fólkið sem starfar þeim við hlið. „Í dag er það raunverulega þetta verkefni, að fólk verði ekki lengur óánægt. Þau eru sár og reið yfir því að þurfa að leggja niður störf til að knýja fram þessa kröfu um sömu laun fyrir sömu störf. Stóra verkefnið er að finna sáttina.“ Það er ljóst að mikið er undir og áhrif allsherjarverkfalls sem hefst að óbreyttu á morgun verða gífurleg. Inga segir yfirvofandi verkfall án vafa hafa áhrif á fundarhöld dagsins. „Já ég held að það hljóti að gera það og við tökum þetta öll mjög alvarlega. Ég efast ekki um það,“ segir Inga. Kjaramál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Foreldrar leikskólabarna ættu að gera ráðstafanir og gera ráð fyrir að til verkfalla komi á morgun hjá félagsmönnum. Um er að ræða verkfall sem nær yfir 2500 manns í 29 sveitafélögum. Starfsmenn 150 vinnustaða, þar af sjötíu leikskóla auk sundlauga og bæjarskrifstofa, munu þá leggja niður störf. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu BSRB. Rætt var við samningsaðila í kvöldfréttum Stöðvar 2, áður en þær gengu til fundar í dag: „Við erum komin til að reyna að ná sátt og til að semja,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga. „Við byrjum alla daga bjartsýn og jákvæð.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir stöðuna einfalda: Fólkið þeirra krefjist sömu launa fyrir sömu vinnu og í öðrum sveitarfélögum. „Miðað við þær vendingar sem hafa verið á síðustu dögum þá er það í raun það atriði sem stendur út af. Fólkið okkar hefur sagt mjög skýrt að það ætlar ekki að vera á lægri launum en fólk sem starfar þeim við hlið á ársgrundvelli,“ segir hún. Hvernig metur þú stöðuna. Stefnir í allsherjarverkfall? „Það er erfitt að segja til um það. Ef það kemur einhver afstöðubreyting frá sambandinu núna þá getum við gengið hratt og vel frá þessu,“ sagði Sonja Ýr í dag. Staðan nú í kvöld er hins vegar mjög viðkvæm, að sögn samskiptastjóra. Strandaði á kröfum um afturvirkni Inga Rún hjá Sambandi sveitarfélaga segir að skoðað hafi verið hækka lægstu laun verulega. „Samningstilboðið sem liggur á borðinu gefur öllum verulegar góðar hækkanir. Þetta er besti samningur sem hefur verið í boði á opinberum vinnumarkaði í þessum kjaraviðræðum. Þannig við teljum okkur vera að bjóða gríðarlega vel,“ segir Inga. Fyrir helgi sagði hún að viðræðurnar strönduðu á kröfu BSRB um afturvirkni. Hún segir að ekki verði orðið við þeim kröfum. „Við höfum hafnað því, því þarna er að ræða kjarasamning sem er að fullu efndur og útrunninn.“ Sonja segir hinsvegar að ekki sé verið að horfa til afturvirkni í lengri tíma heldur til þess að félagsfólk þeirra sé gríðarlega ósátt við að búa ekki við sömu kjör á ársgrundvelli og fólkið sem starfar þeim við hlið. „Í dag er það raunverulega þetta verkefni, að fólk verði ekki lengur óánægt. Þau eru sár og reið yfir því að þurfa að leggja niður störf til að knýja fram þessa kröfu um sömu laun fyrir sömu störf. Stóra verkefnið er að finna sáttina.“ Það er ljóst að mikið er undir og áhrif allsherjarverkfalls sem hefst að óbreyttu á morgun verða gífurleg. Inga segir yfirvofandi verkfall án vafa hafa áhrif á fundarhöld dagsins. „Já ég held að það hljóti að gera það og við tökum þetta öll mjög alvarlega. Ég efast ekki um það,“ segir Inga.
Kjaramál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira