Viðbúið að menn „dusti rykið af málskjölunum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2023 08:23 Gylfi segir viðbúið að menn fari með málið fyrir dóm. Stöð 2/Egill Næstu mánaðamót munu vænt mánaðarleg réttindi félagsmanna LSR lækka um tæp 10 prósent og lífeyrisgreiðslur þeirra sjóðsfélaga sem ekki eru í bakábyrgð ríkissjóðs lækka um rúm 4 prósent. Um er að ræða síðari hluta aðgerða LSR til að bregðast við hækkandi lífaldri íslensku þjóðarinnar, segir á heimasíðu LSR. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið gaf út nýjar lífslíkutöflur í árslok 2021 sem byggðu á nýrri aðferðafræði. Með henni er gert ráð fyrir að Íslendingar lifi töluvert lengur en áður hafði verið talið og yngri kynslóðir muni lifa lengur en eldri kynslóðir,“ segir á heimasíðu LSR. Lífeyrissjóðir hafi þurft að bregðast við þessu og gera ráð fyrir að greiða sjóðsfélögum lífeyri í lengri tíma en áður var reiknað með. Um sé að ræða þungbæra aðgerð fyrir sjóðinn en nauðsynlega engu að síður. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir þetta þó aðeins hálfa söguna. Áhættan af breytingum af þessu tagi hafi til ársins 2017 legið hjá launagreiðanda á opinbera markaðnum en þá hafi bakábyrgðin verið tekin af stórum hluta launþega bótalaust. Hann rifjar upp að mál sem höfðað var að frumkvæði Kennarasambandsins en þar sem engin efnisleg niðurstaða fékkst þar sem réttindin hefðu ekki enn verið skert. „Nú er hins vegar búið að ákveða að skerða þau svo að væntanlega eru einhverjir lögfræðingar þegar búnir að dusta rykið af málsskjölunum og setja sig í stellingar. Þetta er stórmál enda tekist á um mjög háar fjárhæðir og grundvallarspurningar, m.a. um hvort ríkið geti með lagasetningarvaldi sínu breytt þegar áunnum lífeyrisréttindum starfsmanna sinna,“ segir Gylfi á Facebook. Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
Um er að ræða síðari hluta aðgerða LSR til að bregðast við hækkandi lífaldri íslensku þjóðarinnar, segir á heimasíðu LSR. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið gaf út nýjar lífslíkutöflur í árslok 2021 sem byggðu á nýrri aðferðafræði. Með henni er gert ráð fyrir að Íslendingar lifi töluvert lengur en áður hafði verið talið og yngri kynslóðir muni lifa lengur en eldri kynslóðir,“ segir á heimasíðu LSR. Lífeyrissjóðir hafi þurft að bregðast við þessu og gera ráð fyrir að greiða sjóðsfélögum lífeyri í lengri tíma en áður var reiknað með. Um sé að ræða þungbæra aðgerð fyrir sjóðinn en nauðsynlega engu að síður. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir þetta þó aðeins hálfa söguna. Áhættan af breytingum af þessu tagi hafi til ársins 2017 legið hjá launagreiðanda á opinbera markaðnum en þá hafi bakábyrgðin verið tekin af stórum hluta launþega bótalaust. Hann rifjar upp að mál sem höfðað var að frumkvæði Kennarasambandsins en þar sem engin efnisleg niðurstaða fékkst þar sem réttindin hefðu ekki enn verið skert. „Nú er hins vegar búið að ákveða að skerða þau svo að væntanlega eru einhverjir lögfræðingar þegar búnir að dusta rykið af málsskjölunum og setja sig í stellingar. Þetta er stórmál enda tekist á um mjög háar fjárhæðir og grundvallarspurningar, m.a. um hvort ríkið geti með lagasetningarvaldi sínu breytt þegar áunnum lífeyrisréttindum starfsmanna sinna,“ segir Gylfi á Facebook.
Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira