Auglýst eftir forystuhæfileikum og „framúrskarandi samskiptahæfni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2023 12:08 Embættistíð Aðalsteins var nokkuð róstursöm. Vísir/Vilhelm Embætti ríkissáttasemjara hefur verið auglýst laust til umsóknar en meðal þeirra hæfniskrafa sem gerðar eru til umsækjenda eru forystuhæfileikar og „framúrskarandi samskiptahæfni“. Þá er sérstök athygli vakin á því skilyrði laga um stéttarfélög og vinnudeilur að gæta skuli þess að afstaða ríkissáttasemjara sé slík að „telja megi hann óvilhallan í málum launafólks og atvinnurekenda“. Greint var frá því fyrir helgi að Aðalsteinn Leifsson hefði óskað eftir því að láta af störfum sem ríkissáttasemjari frá 1. júní en hann var skipaður í embættið frá 1. apríl 2020. Ástráður Haraldsson héraðsdómari var settur í embættið tímabundið. Embættistíð Aðalsteins var nokkuð róstursöm enda hörð átök á vinnumarkaðnum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kallaði eftir afsögn Aðalsteins eftir að hann lagði fram miðlunartillögu í deilum stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins. Efling neitaði að leggja fram kjörskrá til að ganga mætti til atkvæða um tillöguna og Landsréttur staðfesti réttmæti þeirrar ákvörðunar. „Þetta er dálítið sérstök staða, óvenjuleg staða, sem ég bjóst alls ekki við. Hún er líka fordæmalaus þannig maður veltir fyrir sér hvaða markmiðum hægt er að ná með tillögunni því eðli málsins samkvæmt er hún sett fram sem síðasta úrræði í hörðum og erfiðum kjaradeilum. En núna liggur fyrir að það er ekki hægt að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ef annar hvor aðilinn neitar að afhenda kjörgögn til þess að það geti gerst,“ sagði Aðalsteinn þegar hann ákvað að stíga til hliðar í deilunni í kjölfar dómsins. Á atvinnuauglýsingasíðunni Alfreð.is segir að um sé að ræða stjórnunarstarf með sveigjanlegan vinnutíma og skipað er til fimm ára í senn. Kröfur eru gerðar um menntun og reynslu sem nýtist í starfi, forystuhæfileika, framúrskarandi samskiptahæfni, þekkingu á íslenskum vinnumarkaði og áhuga, skilningi og metnaði fyrir embættinu. Umsóknarfrestur er til 19. júní næstkomandi. Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þá er sérstök athygli vakin á því skilyrði laga um stéttarfélög og vinnudeilur að gæta skuli þess að afstaða ríkissáttasemjara sé slík að „telja megi hann óvilhallan í málum launafólks og atvinnurekenda“. Greint var frá því fyrir helgi að Aðalsteinn Leifsson hefði óskað eftir því að láta af störfum sem ríkissáttasemjari frá 1. júní en hann var skipaður í embættið frá 1. apríl 2020. Ástráður Haraldsson héraðsdómari var settur í embættið tímabundið. Embættistíð Aðalsteins var nokkuð róstursöm enda hörð átök á vinnumarkaðnum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kallaði eftir afsögn Aðalsteins eftir að hann lagði fram miðlunartillögu í deilum stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins. Efling neitaði að leggja fram kjörskrá til að ganga mætti til atkvæða um tillöguna og Landsréttur staðfesti réttmæti þeirrar ákvörðunar. „Þetta er dálítið sérstök staða, óvenjuleg staða, sem ég bjóst alls ekki við. Hún er líka fordæmalaus þannig maður veltir fyrir sér hvaða markmiðum hægt er að ná með tillögunni því eðli málsins samkvæmt er hún sett fram sem síðasta úrræði í hörðum og erfiðum kjaradeilum. En núna liggur fyrir að það er ekki hægt að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ef annar hvor aðilinn neitar að afhenda kjörgögn til þess að það geti gerst,“ sagði Aðalsteinn þegar hann ákvað að stíga til hliðar í deilunni í kjölfar dómsins. Á atvinnuauglýsingasíðunni Alfreð.is segir að um sé að ræða stjórnunarstarf með sveigjanlegan vinnutíma og skipað er til fimm ára í senn. Kröfur eru gerðar um menntun og reynslu sem nýtist í starfi, forystuhæfileika, framúrskarandi samskiptahæfni, þekkingu á íslenskum vinnumarkaði og áhuga, skilningi og metnaði fyrir embættinu. Umsóknarfrestur er til 19. júní næstkomandi.
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda