Benzema fetar í fótspor Ronaldos og fer til Sádi-Arabíu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júní 2023 15:30 Karim Benzema er að öllum líkindum á leið til Al-Ittihad í Sádi-Arabíu. Denis Doyle/Getty Images Franski knattspyrnumaðurinn Karim Benzema er á leið til Sádi-Arabíumeistara Al-Ittihad. Benzema lék sinn síðasta leik fyrir Real Madrid í gær í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar eftir fjórtán ára veru hjá félaginu. Það eru hinir ýmsu miðlar sem greina frá þessu, en þar á meðal er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano. Romano setur slagorðin „here we go“ við tilkynninguna, sem þýðir yfirleitt að samningar séu í höfn. 🚨🇸🇦 Karim Benzema has signed main part of docs to become new Al Ittihad player joining the Saudi league — here we go!Understand contract will be valid until 2025 but will also include option for further season.Karim will say goodbye to Madrid fans then travel to Saudi. pic.twitter.com/OCzwszv2OL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 5, 2023 Benzema mun því feta í fótspor fyrrverandi liðsfélaga síns hjá Real Madrid, en Cristiano Ronaldo gekk í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu fyrr á þessu ári. Ronaldo og félögum tókst ekki að vinna deildina í ár og horfðu á eftir titlinum í hendur liðsmanna Al-Ittihad, verðandi félags Benzema. Benzema, sem verður 36 ára gamall á árinu, mun skrifa undir tveggja ára samning við Al-Ittihad með möguleika á eins árs framlengingu. Franski framherjinn hefur átt afar góðu gengi að fagna frá því að hann gekk í raðir Real Madrid árið 2009. Hann hefur skorað 238 mörk í spænsku úrvalsdeildinni fyrir félagið og titlarnir eru orðnir 24 talsins. Þar á meðal hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu fimm sinnum og spænsku deildina fjórum sinnum. Spænski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Það eru hinir ýmsu miðlar sem greina frá þessu, en þar á meðal er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano. Romano setur slagorðin „here we go“ við tilkynninguna, sem þýðir yfirleitt að samningar séu í höfn. 🚨🇸🇦 Karim Benzema has signed main part of docs to become new Al Ittihad player joining the Saudi league — here we go!Understand contract will be valid until 2025 but will also include option for further season.Karim will say goodbye to Madrid fans then travel to Saudi. pic.twitter.com/OCzwszv2OL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 5, 2023 Benzema mun því feta í fótspor fyrrverandi liðsfélaga síns hjá Real Madrid, en Cristiano Ronaldo gekk í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu fyrr á þessu ári. Ronaldo og félögum tókst ekki að vinna deildina í ár og horfðu á eftir titlinum í hendur liðsmanna Al-Ittihad, verðandi félags Benzema. Benzema, sem verður 36 ára gamall á árinu, mun skrifa undir tveggja ára samning við Al-Ittihad með möguleika á eins árs framlengingu. Franski framherjinn hefur átt afar góðu gengi að fagna frá því að hann gekk í raðir Real Madrid árið 2009. Hann hefur skorað 238 mörk í spænsku úrvalsdeildinni fyrir félagið og titlarnir eru orðnir 24 talsins. Þar á meðal hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu fimm sinnum og spænsku deildina fjórum sinnum.
Spænski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira