Draumurinn rættist: „Þetta er pabbi minn!“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2023 08:02 Twana Khalid Ahmed segir pylsusölu og dómgæslu fara vel saman. Vísir/Sigurjón Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á fimmtudaginn var þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild karla. Hann þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann. Twana kom hingað til lands árið 2017 ásamt fjölskyldu sinni en þurfti að bíða í rúm tvö ár eftir því að fá kennitölu og réttindunum sem henni fylgja. Hann gat ekki fengið vinnu eða stofnað bankareikning á meðan þeirri bið stóð. Hann var hins vegar snöggur að finna sér vinnu hjá Bæjarins bestu pylsum árið 2019 eftir að hann fékk kennitölu úthlutað. „Ég vinn þar í fullu starfi og hef unnið það í fjögur ár. Þetta var fyrsta vinnan mín á Íslandi,“ segir Twana sem var fyrst um sinn ekki heimilt að dæma fyrir KSÍ þrátt fyrir að bjóðast til þess að gera það frítt. „Ég kom í júní árið 2017. En ég þurfti að bíða í tvö ár eftir kennitölu og dvalar- og starfsleyfi hér. Ég gat dæmt nokkra æfingaleiki hjá KR vegna þess að ég bjó nærri KR-vellinum,“ „Ég fór til KSÍ og bauðst til þess að dæma fyrir þá launalaust. Sambandið samþykkti það ekki þar sem mér var tjáð að ég þyrfti að fá laun. En ég átti hvorki kennitölu né bankareikning. Því þurfti ég að bíða í um tvö og hálft ár eftir því,“ segir Twana. Twana Khalid Ahmed fer yfir málin með fréttamanni.Vísir/Sigurjón Vinnuveitendurnir stoltir Hann segir þá vinnuveitendur sína hjá Bæjarins bestu taka mikið tillit til dómgæslunnar sem oft fylgja heillöng ferðalög um allt land. „Þeir eru mjög skilningsríkir og hafa hjálpað mér. Ég fæ frí þegar ég þarf að dæma, jafnvel þó stundum sé skammur fyrirvari þá skilja þeir það. Þeir eru alltaf tilbúnir að aðstoða mig og eru stoltir af mér.“ En hvernig fer það saman að selja pylsur á daginn og að dæma á kvöldin? „Það er frábært. Ég er mjög ánægður hér hjá Bæjarins bestu þar sem ég fæ að hitta allskyns fólk frá mörgum mismunandi löndum og menningarheimum. Það er mér gott,“ segir Twana. Minn tími mun koma Í viðtali fyrir um þremur árum síðan sagði Twana það vera markmið sitt að dæma í efstu deild karla. Það tókst á fimmtudaginn var þegar hann fyllti í skarðið fyrir Einar Inga Jóhannsson, dómara leiks Fylkis og KR, sem fór meiddur af velli. „Ég varð mjög spenntur þegar hann sagði mig að gera mig kláran í að koma inn á og fara úr jakkanum. Ég var ánægður en fann til með honum. Ég hafði gott af þessu og ég var mjög ánægður að fá tækfæri,“ „Ég er mjög spenntur fyrir því að fá að dæma leiki sem aðaldómari. Mér liggur þó ekkert á þar sem venjan er sú að vera fjórði dómari í fjölda leikja, kannski í eitt og hálft ár. Minn tími mun koma.“ Fjölskyldan mætti á völlinn Fjölskylda Twana var á leiknum á fimmtudaginn og studdi vel við bakið á sínum manni. „Þau voru þarna. Í upphafi leiks þegar vallarþulurinn kynnti dómarann og svo varadómarann: Twana Khalid, þá sagði eldri dóttir mín stolt: Þetta er pabbi minn!“ Viðtalið við Twana Khalid Ahmed má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla KSÍ Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Twana kom hingað til lands árið 2017 ásamt fjölskyldu sinni en þurfti að bíða í rúm tvö ár eftir því að fá kennitölu og réttindunum sem henni fylgja. Hann gat ekki fengið vinnu eða stofnað bankareikning á meðan þeirri bið stóð. Hann var hins vegar snöggur að finna sér vinnu hjá Bæjarins bestu pylsum árið 2019 eftir að hann fékk kennitölu úthlutað. „Ég vinn þar í fullu starfi og hef unnið það í fjögur ár. Þetta var fyrsta vinnan mín á Íslandi,“ segir Twana sem var fyrst um sinn ekki heimilt að dæma fyrir KSÍ þrátt fyrir að bjóðast til þess að gera það frítt. „Ég kom í júní árið 2017. En ég þurfti að bíða í tvö ár eftir kennitölu og dvalar- og starfsleyfi hér. Ég gat dæmt nokkra æfingaleiki hjá KR vegna þess að ég bjó nærri KR-vellinum,“ „Ég fór til KSÍ og bauðst til þess að dæma fyrir þá launalaust. Sambandið samþykkti það ekki þar sem mér var tjáð að ég þyrfti að fá laun. En ég átti hvorki kennitölu né bankareikning. Því þurfti ég að bíða í um tvö og hálft ár eftir því,“ segir Twana. Twana Khalid Ahmed fer yfir málin með fréttamanni.Vísir/Sigurjón Vinnuveitendurnir stoltir Hann segir þá vinnuveitendur sína hjá Bæjarins bestu taka mikið tillit til dómgæslunnar sem oft fylgja heillöng ferðalög um allt land. „Þeir eru mjög skilningsríkir og hafa hjálpað mér. Ég fæ frí þegar ég þarf að dæma, jafnvel þó stundum sé skammur fyrirvari þá skilja þeir það. Þeir eru alltaf tilbúnir að aðstoða mig og eru stoltir af mér.“ En hvernig fer það saman að selja pylsur á daginn og að dæma á kvöldin? „Það er frábært. Ég er mjög ánægður hér hjá Bæjarins bestu þar sem ég fæ að hitta allskyns fólk frá mörgum mismunandi löndum og menningarheimum. Það er mér gott,“ segir Twana. Minn tími mun koma Í viðtali fyrir um þremur árum síðan sagði Twana það vera markmið sitt að dæma í efstu deild karla. Það tókst á fimmtudaginn var þegar hann fyllti í skarðið fyrir Einar Inga Jóhannsson, dómara leiks Fylkis og KR, sem fór meiddur af velli. „Ég varð mjög spenntur þegar hann sagði mig að gera mig kláran í að koma inn á og fara úr jakkanum. Ég var ánægður en fann til með honum. Ég hafði gott af þessu og ég var mjög ánægður að fá tækfæri,“ „Ég er mjög spenntur fyrir því að fá að dæma leiki sem aðaldómari. Mér liggur þó ekkert á þar sem venjan er sú að vera fjórði dómari í fjölda leikja, kannski í eitt og hálft ár. Minn tími mun koma.“ Fjölskyldan mætti á völlinn Fjölskylda Twana var á leiknum á fimmtudaginn og studdi vel við bakið á sínum manni. „Þau voru þarna. Í upphafi leiks þegar vallarþulurinn kynnti dómarann og svo varadómarann: Twana Khalid, þá sagði eldri dóttir mín stolt: Þetta er pabbi minn!“ Viðtalið við Twana Khalid Ahmed má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild karla KSÍ Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira