Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. júní 2023 20:00 Huga finnst fátt skemmtilegra en að ferðast, íþróttir og að borða góðan mat með skemmtilegu fólki. Vísir/Villi „Fyrir mér er ég heiðarlegur, segi það sem mér finnst, er réttsýnn og góður drengur,“segir hlaðvarpsstjórnandinn og framkvæmdastjórinn Hugi Halldórsson um sjálfan sig. „Ég er nokkuð uppátækjasamur, þrífst í skapandi umhverfi og verð að hafa eitthvað fyrir stafni alla daga. Ég er keppnismaður og legg mig ávallt allan fram í öll þau verkefni sem ég tek mér fyrir hendur.“ Hugi er mörgum kunnur sem fjölmiðlamaður og sem Ofur-Hugi í sjónvarpsþáttunum 70 mínútur hér um árið. Í dag heldur hann úti hlaðvarpi undir sama nafni, 70 mínútur, ásamt athafnamanninum Sigmari Vilhjálmssyni, en starfar annars sem markaðsstjóri hjá Ísorku. Hugi starfar sem markaðsstjóri hjá Ísorku.Aðsend Hugi er Einhleypa vikunnar og svaraði spurningum blaðamanns með einskærri gleði og skemmtilegri nálgun. Hver er Hugi? Ég er ekki viss, það þarf eiginlega að spyrja vini mína og ættingja til að fá rétt svar við þessari spurningu. Aldur? Ég er 42 ára. Starf? Ég starfa fyrst og fremst sem markaðsstjóri hjá Ísorku en hef fleiri hatta eins og þáttastjórnandi í 70 min hlaðvarp og heildsali með Gambino léttvín frá Sikiley. Hver eru áhugamál þín? Áhugamálin eru ferðalög erlendis, íþróttir, þá aðallega körfubolti og fótbolti, og góður matur með skemmtilegu fólki gefur manni alveg helling. Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég hef aldrei verið kallaður neitt annað en Hugi. Vinir mínir hafa reynt að búa til allskonar gælunafn á mig gegnum áratugina en ekkert af þeim hafa fest við mig. Hvað myndir þú segja að þú værir gamall í anda? Ég vil meina að ég sé c.a.10 árum yngri en vegabréfið segir til um. Það rennur reyndar út á næsta ári þannig ég þarf að spjalla við Þjóðskrá um þetta þegar þeir gefa út nýtt vegabréf Menntun? Ekki spes. Ætla ekki að gera lítið úr viðskipta- og hagfræðinámi mínu í Fjölbrautaskóla norðurlands vestra en hef lítið þurft að grípa í þá visku sem ég aflaði mér þar. Hef komist allt mitt á eigin verðleikum hingað til, ekki endilega til eftirbreytni eða staðalmynda fordæmi. Stefni á MBA nám á næstu 2-3 árum. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ég hef unnið lengi með frasann „ef það er ekki gaman, þá er leiðinlegt“ og „engin hugmynd er léleg fyrr en einhver kemur með betri hugmynd.” Líklega of langir titlar þannig til að hafa þetta stutt og hnitmiðað þá væri; „Er ekki bara gaman?-sagan hans Huga" Hvaða kvikmynd er guilty pleasure? Ég ætti náttúrlega ekki að gefa þetta upp en Love Actually klikkar aldrei. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Það held ég ekki. Talaði um karakter sem ég lék í 70 mínútum og Strákunum um síðustu aldamót í þriðju persónu, kannski eðlilega. Það halda mjög margir enn þann dag í dag að þetta hafi bara verið ég að gera þessi stunt upp á flippið af einskærum áhuga. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Opinn, heiðarlegur og sanngjarn. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Traustur, skemmtilegur og ferðafíkill. Hvaða persónueiginleikar finnst þér heillandi? Ég heillast mjög af kláru og hæfileikaríku fólki, húmor er nauðsynlegur og væri ekki verra ef þú berð virðingu og tekur tillit til náungans. En óheillandi? Fólk sem gerir reglulega úlfalda úr mýflugu að óþörfu, snobb er ekki minn tebolli og þeir sem geta ekki horft í eigin barm. Yfirgangur og frekja er náttúrlega frábær uppskrift að turn off-i. Hvernig væri draumastefnumótið fyrir þér? Ég gæti svarað einhverri rómantískri útópíu um fimm rétta á þriggja stjörnu Michelin mat uppi á húsþaki með útsýni fyrir Gardavatnið við sólsetur. Síðan kemur heimsþekktur söngvari og syngur uppáhalds lagið hennar með undirspili frá strengjasveit. Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins og við hlustum á hljóðin sem náttúran gefur frá sér. Ef þetta er ekki í boði þá góður matur eða kósí spjall yfir glasi af hverju sem er. Hvað er ást fyrir þér? Tilfinning sem útilokað er að útskýra en um leið þú finnur hana þá veistu að það er ást. Hugi í góðri stundu á ferðalagi.Aðsend Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Hann er ekki beint leynilegur, ég sýni danshæfileika mína við hvert tækifæri sem mér gefst. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með börnunum mínum er lang efst á lista. Síðan kemur að ferðast um heiminn og góður hittingur með æskuvinum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Einhverra hluta vegna finnst mér óheyrilega leiðinlegt að klæða mig í sokka. Sem betur fer tekur það ferli stutt af. Að standa í röð er síðan eitthvað sem ég forðast, það deyr eitthvað inni í mér þegar ég þarf að standa í langri röð. Ertu A eða B týpa? B - annað væri lygi. Hvernig viltu eggin þín? Ég er sjálfkrýndur Íslandsmeistari í ommelettu, ef þetta er ekki gilt svar þá sunny side up. Hvernig viltu kaffið þitt? Drekk ekki kaffi, búinn að reyna margoft. Vann meðal annars á kennarastofu í nokkur ár þegar ég var yngri og það tókst ekki að byrja. Reyndi síðast að hefja kaffidrykkju ferilinn í síðustu viku, það gekk ekki frekar en oft áður. Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Já og ég fer varla í sturtu án þess að syngja. Þetta eru oftast lög sem eru vinsæl í dag. Það kemur reglulega fyrir að ég fari á mjög háar nótur og þá hafa þeir sem heyra líkt mér við söngdívur á borð við Mariah Carey, Celine Dion og Whitney Houston. Ég næ þessum tónum víst mjög vel. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Ég væri til í að vera hlébarði en bara ef ég gæti prufað og svo skipt aftur í manneskju. Hlébarðar lifa frekar stutt. Ef ég þarf að breyta mér í dýr og verða það sem eftir er þá líklega haförn. Er einhver söngtexti sem þú hélst að væri öðruvísi og alltaf sungið vitlaust? Mér tekst að klúðra langflestum textum. Farinn að halda að þetta sé hæfileiki. Á hvað horfðir þú síðast í sjónvarpinu? Hámaði Succession í mig síðast í sjónvarpi en Netflix Missing: Dead or Alive í símanum á flugi heim frá Orlando. Hvaða bók lastu síðast? From good to great - mæli með. Ferðalög um Ísland eru ekki síðri.Aðsend Hvert er uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Ég skoða rafmyntir oft á dag og þá er gott að hafa Coingecko í símanum, annars þessi samfélagsmiðla öpp þá helst Instagram. Ég opna Kelduna líka daglega. Ertu á stefnumótaforritum? Já það er hægt að finna mig þar en það tók 2-3 daga að fá leið á þeim. Kíki rosa sjaldan hvað er að frétta þar. Instagram gerir svo gott sem það sama og þessi stefnumóta öpp. Varstu skotinn í einhverjum frægum á yngri árum? Það voru þessar helstu hetjur á sínum tíma, Cindy Crawford var og er enn þá á eldi. Svo tók maður stutt Britney Spears tímabil. Natalie Imbruglia kemst svo líka mjög ofarlega á þennan lista, funheit enn þá í dag. Lesendur geta bara sent mér dm hugihalldorsson á insta fyrir topp 10 listann. Hvaða þremur einstaklingum, lífs eða liðnum, myndir þú vilja eiga kvöldstund með? Það þyrfti að vera skilyrði að þetta fólk mundi nenna tala við mig og gefa sér góðan tíma í það. Hef tekið upp viðtal við hinar og þessar stjörnur í gegnum árin. Lang flestir nenntu því ekki og voru að bíða eftir að komast annað, nema Jamie Foxx sá var nettur. Ég myndi sameina þá bræður Liam og Noel Gallagher yfir kvöldmat og fá þá til taka eina tónleika saman. Síðan myndi ég bjóða Taylor Swift með í þennan dinner því um leið og bræðurnir fara að rífast þá næ ég góðu einn á einn með Taylor. Hvert ferðu ef þú ferð út á lífið? Ég þekki skemmtanalífið mjög takmarkað enn þá en fór með félaga mínum á Kalda-bar um daginn og þaðan á Irishman. Ég elti bara þá sem hafa vit á þessu. Mér er nokkuð sama hvar ég skemmti mér á meðan það er gaman. Live music er alltaf gott stuff. Ertu með einhvern markmiðalista (e. Bucketlist)? Já hann er langur, það er eiginlega sér viðtal. Ég þarf að koma til nokkurra landa áður en ég verð rúmfast gamalmenni. Madagaskar, Fiji og Franska Pólýnesía til að nefna nokkur. Ég væri til í að koma í grunnbúðir Everest, næ líklega ekki upp á topp úr þessu en aldrei að vita upp á hverju maður tekur. Búa erlendis, gista á hóteli sem er undir sjávarmáli, þyrluflug í Grand Canion, fara í loftbelg yfir Bagan í Myanmar. Einhleypan Tengdar fréttir Uppáhalds hlaðvörp íslenskra karlmanna - seinni hluti Hlaðvörp (e. podcast) eru orðin ansi mörg bæði íslensk og erlend og hafa notið mikilla vinsælda. Viðfangsefni þáttanna eru misjöfn eins og þau eru mörg en oft á tíðum getum við orðin uppiskroppa af hugmyndum. 28. maí 2023 17:00 Einhleypan: Heillast af húmor, heiðarleika og opnum hug „Ég elska að vera með og í kringum skemmtilegt og gott fólk, gera skemmtilega hluti, eiga nærandi samtöl, hlæja mikið og fíflast,“ segir tónlistarkonan Sigríður Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ey, og lýsir sjálfri sér sem intróverðum extróvert. 3. júní 2023 20:01 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Ég er nokkuð uppátækjasamur, þrífst í skapandi umhverfi og verð að hafa eitthvað fyrir stafni alla daga. Ég er keppnismaður og legg mig ávallt allan fram í öll þau verkefni sem ég tek mér fyrir hendur.“ Hugi er mörgum kunnur sem fjölmiðlamaður og sem Ofur-Hugi í sjónvarpsþáttunum 70 mínútur hér um árið. Í dag heldur hann úti hlaðvarpi undir sama nafni, 70 mínútur, ásamt athafnamanninum Sigmari Vilhjálmssyni, en starfar annars sem markaðsstjóri hjá Ísorku. Hugi starfar sem markaðsstjóri hjá Ísorku.Aðsend Hugi er Einhleypa vikunnar og svaraði spurningum blaðamanns með einskærri gleði og skemmtilegri nálgun. Hver er Hugi? Ég er ekki viss, það þarf eiginlega að spyrja vini mína og ættingja til að fá rétt svar við þessari spurningu. Aldur? Ég er 42 ára. Starf? Ég starfa fyrst og fremst sem markaðsstjóri hjá Ísorku en hef fleiri hatta eins og þáttastjórnandi í 70 min hlaðvarp og heildsali með Gambino léttvín frá Sikiley. Hver eru áhugamál þín? Áhugamálin eru ferðalög erlendis, íþróttir, þá aðallega körfubolti og fótbolti, og góður matur með skemmtilegu fólki gefur manni alveg helling. Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég hef aldrei verið kallaður neitt annað en Hugi. Vinir mínir hafa reynt að búa til allskonar gælunafn á mig gegnum áratugina en ekkert af þeim hafa fest við mig. Hvað myndir þú segja að þú værir gamall í anda? Ég vil meina að ég sé c.a.10 árum yngri en vegabréfið segir til um. Það rennur reyndar út á næsta ári þannig ég þarf að spjalla við Þjóðskrá um þetta þegar þeir gefa út nýtt vegabréf Menntun? Ekki spes. Ætla ekki að gera lítið úr viðskipta- og hagfræðinámi mínu í Fjölbrautaskóla norðurlands vestra en hef lítið þurft að grípa í þá visku sem ég aflaði mér þar. Hef komist allt mitt á eigin verðleikum hingað til, ekki endilega til eftirbreytni eða staðalmynda fordæmi. Stefni á MBA nám á næstu 2-3 árum. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ég hef unnið lengi með frasann „ef það er ekki gaman, þá er leiðinlegt“ og „engin hugmynd er léleg fyrr en einhver kemur með betri hugmynd.” Líklega of langir titlar þannig til að hafa þetta stutt og hnitmiðað þá væri; „Er ekki bara gaman?-sagan hans Huga" Hvaða kvikmynd er guilty pleasure? Ég ætti náttúrlega ekki að gefa þetta upp en Love Actually klikkar aldrei. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Það held ég ekki. Talaði um karakter sem ég lék í 70 mínútum og Strákunum um síðustu aldamót í þriðju persónu, kannski eðlilega. Það halda mjög margir enn þann dag í dag að þetta hafi bara verið ég að gera þessi stunt upp á flippið af einskærum áhuga. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Opinn, heiðarlegur og sanngjarn. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Traustur, skemmtilegur og ferðafíkill. Hvaða persónueiginleikar finnst þér heillandi? Ég heillast mjög af kláru og hæfileikaríku fólki, húmor er nauðsynlegur og væri ekki verra ef þú berð virðingu og tekur tillit til náungans. En óheillandi? Fólk sem gerir reglulega úlfalda úr mýflugu að óþörfu, snobb er ekki minn tebolli og þeir sem geta ekki horft í eigin barm. Yfirgangur og frekja er náttúrlega frábær uppskrift að turn off-i. Hvernig væri draumastefnumótið fyrir þér? Ég gæti svarað einhverri rómantískri útópíu um fimm rétta á þriggja stjörnu Michelin mat uppi á húsþaki með útsýni fyrir Gardavatnið við sólsetur. Síðan kemur heimsþekktur söngvari og syngur uppáhalds lagið hennar með undirspili frá strengjasveit. Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins og við hlustum á hljóðin sem náttúran gefur frá sér. Ef þetta er ekki í boði þá góður matur eða kósí spjall yfir glasi af hverju sem er. Hvað er ást fyrir þér? Tilfinning sem útilokað er að útskýra en um leið þú finnur hana þá veistu að það er ást. Hugi í góðri stundu á ferðalagi.Aðsend Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Hann er ekki beint leynilegur, ég sýni danshæfileika mína við hvert tækifæri sem mér gefst. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með börnunum mínum er lang efst á lista. Síðan kemur að ferðast um heiminn og góður hittingur með æskuvinum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Einhverra hluta vegna finnst mér óheyrilega leiðinlegt að klæða mig í sokka. Sem betur fer tekur það ferli stutt af. Að standa í röð er síðan eitthvað sem ég forðast, það deyr eitthvað inni í mér þegar ég þarf að standa í langri röð. Ertu A eða B týpa? B - annað væri lygi. Hvernig viltu eggin þín? Ég er sjálfkrýndur Íslandsmeistari í ommelettu, ef þetta er ekki gilt svar þá sunny side up. Hvernig viltu kaffið þitt? Drekk ekki kaffi, búinn að reyna margoft. Vann meðal annars á kennarastofu í nokkur ár þegar ég var yngri og það tókst ekki að byrja. Reyndi síðast að hefja kaffidrykkju ferilinn í síðustu viku, það gekk ekki frekar en oft áður. Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Já og ég fer varla í sturtu án þess að syngja. Þetta eru oftast lög sem eru vinsæl í dag. Það kemur reglulega fyrir að ég fari á mjög háar nótur og þá hafa þeir sem heyra líkt mér við söngdívur á borð við Mariah Carey, Celine Dion og Whitney Houston. Ég næ þessum tónum víst mjög vel. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Ég væri til í að vera hlébarði en bara ef ég gæti prufað og svo skipt aftur í manneskju. Hlébarðar lifa frekar stutt. Ef ég þarf að breyta mér í dýr og verða það sem eftir er þá líklega haförn. Er einhver söngtexti sem þú hélst að væri öðruvísi og alltaf sungið vitlaust? Mér tekst að klúðra langflestum textum. Farinn að halda að þetta sé hæfileiki. Á hvað horfðir þú síðast í sjónvarpinu? Hámaði Succession í mig síðast í sjónvarpi en Netflix Missing: Dead or Alive í símanum á flugi heim frá Orlando. Hvaða bók lastu síðast? From good to great - mæli með. Ferðalög um Ísland eru ekki síðri.Aðsend Hvert er uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Ég skoða rafmyntir oft á dag og þá er gott að hafa Coingecko í símanum, annars þessi samfélagsmiðla öpp þá helst Instagram. Ég opna Kelduna líka daglega. Ertu á stefnumótaforritum? Já það er hægt að finna mig þar en það tók 2-3 daga að fá leið á þeim. Kíki rosa sjaldan hvað er að frétta þar. Instagram gerir svo gott sem það sama og þessi stefnumóta öpp. Varstu skotinn í einhverjum frægum á yngri árum? Það voru þessar helstu hetjur á sínum tíma, Cindy Crawford var og er enn þá á eldi. Svo tók maður stutt Britney Spears tímabil. Natalie Imbruglia kemst svo líka mjög ofarlega á þennan lista, funheit enn þá í dag. Lesendur geta bara sent mér dm hugihalldorsson á insta fyrir topp 10 listann. Hvaða þremur einstaklingum, lífs eða liðnum, myndir þú vilja eiga kvöldstund með? Það þyrfti að vera skilyrði að þetta fólk mundi nenna tala við mig og gefa sér góðan tíma í það. Hef tekið upp viðtal við hinar og þessar stjörnur í gegnum árin. Lang flestir nenntu því ekki og voru að bíða eftir að komast annað, nema Jamie Foxx sá var nettur. Ég myndi sameina þá bræður Liam og Noel Gallagher yfir kvöldmat og fá þá til taka eina tónleika saman. Síðan myndi ég bjóða Taylor Swift með í þennan dinner því um leið og bræðurnir fara að rífast þá næ ég góðu einn á einn með Taylor. Hvert ferðu ef þú ferð út á lífið? Ég þekki skemmtanalífið mjög takmarkað enn þá en fór með félaga mínum á Kalda-bar um daginn og þaðan á Irishman. Ég elti bara þá sem hafa vit á þessu. Mér er nokkuð sama hvar ég skemmti mér á meðan það er gaman. Live music er alltaf gott stuff. Ertu með einhvern markmiðalista (e. Bucketlist)? Já hann er langur, það er eiginlega sér viðtal. Ég þarf að koma til nokkurra landa áður en ég verð rúmfast gamalmenni. Madagaskar, Fiji og Franska Pólýnesía til að nefna nokkur. Ég væri til í að koma í grunnbúðir Everest, næ líklega ekki upp á topp úr þessu en aldrei að vita upp á hverju maður tekur. Búa erlendis, gista á hóteli sem er undir sjávarmáli, þyrluflug í Grand Canion, fara í loftbelg yfir Bagan í Myanmar.
Einhleypan Tengdar fréttir Uppáhalds hlaðvörp íslenskra karlmanna - seinni hluti Hlaðvörp (e. podcast) eru orðin ansi mörg bæði íslensk og erlend og hafa notið mikilla vinsælda. Viðfangsefni þáttanna eru misjöfn eins og þau eru mörg en oft á tíðum getum við orðin uppiskroppa af hugmyndum. 28. maí 2023 17:00 Einhleypan: Heillast af húmor, heiðarleika og opnum hug „Ég elska að vera með og í kringum skemmtilegt og gott fólk, gera skemmtilega hluti, eiga nærandi samtöl, hlæja mikið og fíflast,“ segir tónlistarkonan Sigríður Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ey, og lýsir sjálfri sér sem intróverðum extróvert. 3. júní 2023 20:01 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Uppáhalds hlaðvörp íslenskra karlmanna - seinni hluti Hlaðvörp (e. podcast) eru orðin ansi mörg bæði íslensk og erlend og hafa notið mikilla vinsælda. Viðfangsefni þáttanna eru misjöfn eins og þau eru mörg en oft á tíðum getum við orðin uppiskroppa af hugmyndum. 28. maí 2023 17:00
Einhleypan: Heillast af húmor, heiðarleika og opnum hug „Ég elska að vera með og í kringum skemmtilegt og gott fólk, gera skemmtilega hluti, eiga nærandi samtöl, hlæja mikið og fíflast,“ segir tónlistarkonan Sigríður Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ey, og lýsir sjálfri sér sem intróverðum extróvert. 3. júní 2023 20:01