Ekið á barn á miðri skólalóð: „Stálheppin að krakkinn sé á lífi“ Árni Sæberg skrifar 6. júní 2023 07:51 Slysið varð á skólalóð Hörðuvallaskóla. VÍsir/Vilhelm/Aðsend Faðir níu ára stúlku vakti athygli á því í gær að ekið hafði verið á dóttur hans á krossara á miðri skólalóð Hörðuvallaskóla í fyrradag. Hann hvetur foreldra til þess að brýna fyrir börnum sínum að fara varlega á ökutækjum og vera ekki á ökutækjum, sem ætluð eru utanvegaakstri, innanbæjar. „Vinsamlega lesið! Ég hef oft sagt að allar þessar vespur og rafhjól myndu valda slysi. Aldrei grunaði mig að dóttir okkar ætti eftir að lenda í því, hvað þá inni á skólalóðinni. Löng saga stutt þá hefði þetta getað verið verra, en nóg er það samt,“ segir í færslu Atla Þórs Albertssonar, þriggja barna föður í Kórahverfinu í Kópavogi, í hóp á Facebook fyrir íbúa hverfisins. Í samtali við Vísi lýsir Atli Þór slysinu, sem varð á sunnudag, með þeim hætti að dóttir hans hafi verið að leika sér á skólalóðinni þegar hún lenti saman við ungan dreng á mótorhjóli, með þeim afleiðingum að hún skaust upp í loft og lenti á höfðinu. „Þetta skeður bara eins og þetta skeður, við erum stálheppin að krakkinn sé á lífi. Hún er óbrotin en það stórsér á henni, það er risakúla á enninu og hnén eru illa farin,“ segir hann. Dóttir Atla Þórs undirgekkst rannsóknir á spítala sem bentu til þess að hún væri ekki alvarlega eða varanlega slösuð en hann segist samt sem áður óttast að afleiðingar slyssins komi í ljós síðar. Þá segir hann að dóttur hans sé skiljanlega mjög brugðið og að vinkonum hennar, sem voru að leik með henni, sé það líka. „En þær eru allar búnar að vera í sambandi í dag, allar búnar að koma í heimsókn og það var smá pitsapartý hérna áðan. Þannig að þetta er búið að þjappa hópnum saman frekar en hitt, sem betur fer.“ Ófremdarástand á skólalóðinni Atli Þór segir að hann hafi lengi varað við hættu af akstri barna og unglinga í hverfinu. „Ég er búinn að segja þetta í mörg ár, maður horfir á krakkana hérna á vespunum alveg á fullri ferð á gangstéttunum, það á eitthvað eftir að ske. Ég sagði það í póstinum að mig grunaði aldrei að það yrði dóttir mín en það gerðist í gær. Ég held að þetta sé versta slysið sem ég veit af allavega í þessu hverfi, svo ég vona að þetta verði einhverjum til varnaðar,“ segir hann. Þá segir hann að það sé oft mikið „fjör“ og mikið vesen á skólalóð Hörðuvallaskóla. „Einmitt svona vespur og alls konar dót sem er þarna inni á, sem eiga ekkert að vera þar. Ég var með henni í fótbolta þarna í fyrradag, deginum áður en þetta skeður, og þetta var eins og smá dýragarður.“ Vill vekja foreldra til umhugsunar Atli Þór ítrekar að hann sé ekki að leita að sökudólgum í málinu heldur vilji hann eingöngu vekja foreldra til umhugunar og hvetja þá til þess að ræða við börnin sín um umgengni við farartæki. Þannig sé hann þegar búinn að ræða við foreldra drengsins, sem dóttir hans kannaðist við, og það samtal hafi verið gott. „Það eru allir vinir í þessu. Ég vil ekki að það sé neinn tekinn af lífi í þessu, krakkinn eða foreldrarnir.“ Þá segir hann að uppeldið í þessum efnum sé alfarið á ábyrgð foreldra. „Ég segi það alltaf að þetta er foreldranna númer eitt, tvö og þrjú. Það er nóg annað að gera hjá kennurum og þeim í skólanum, að halda sínu starfi gangandi. Þetta er bara það sem kemur frá heimilinum, bara til dæmis það að börn fái svona hjól, það er frá foreldrum. Skólinn á ekki að þurfa að segja að þetta sé bannað,“ segir hann. Grunnskólar Kópavogur Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Utanvegaakstur Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
„Vinsamlega lesið! Ég hef oft sagt að allar þessar vespur og rafhjól myndu valda slysi. Aldrei grunaði mig að dóttir okkar ætti eftir að lenda í því, hvað þá inni á skólalóðinni. Löng saga stutt þá hefði þetta getað verið verra, en nóg er það samt,“ segir í færslu Atla Þórs Albertssonar, þriggja barna föður í Kórahverfinu í Kópavogi, í hóp á Facebook fyrir íbúa hverfisins. Í samtali við Vísi lýsir Atli Þór slysinu, sem varð á sunnudag, með þeim hætti að dóttir hans hafi verið að leika sér á skólalóðinni þegar hún lenti saman við ungan dreng á mótorhjóli, með þeim afleiðingum að hún skaust upp í loft og lenti á höfðinu. „Þetta skeður bara eins og þetta skeður, við erum stálheppin að krakkinn sé á lífi. Hún er óbrotin en það stórsér á henni, það er risakúla á enninu og hnén eru illa farin,“ segir hann. Dóttir Atla Þórs undirgekkst rannsóknir á spítala sem bentu til þess að hún væri ekki alvarlega eða varanlega slösuð en hann segist samt sem áður óttast að afleiðingar slyssins komi í ljós síðar. Þá segir hann að dóttur hans sé skiljanlega mjög brugðið og að vinkonum hennar, sem voru að leik með henni, sé það líka. „En þær eru allar búnar að vera í sambandi í dag, allar búnar að koma í heimsókn og það var smá pitsapartý hérna áðan. Þannig að þetta er búið að þjappa hópnum saman frekar en hitt, sem betur fer.“ Ófremdarástand á skólalóðinni Atli Þór segir að hann hafi lengi varað við hættu af akstri barna og unglinga í hverfinu. „Ég er búinn að segja þetta í mörg ár, maður horfir á krakkana hérna á vespunum alveg á fullri ferð á gangstéttunum, það á eitthvað eftir að ske. Ég sagði það í póstinum að mig grunaði aldrei að það yrði dóttir mín en það gerðist í gær. Ég held að þetta sé versta slysið sem ég veit af allavega í þessu hverfi, svo ég vona að þetta verði einhverjum til varnaðar,“ segir hann. Þá segir hann að það sé oft mikið „fjör“ og mikið vesen á skólalóð Hörðuvallaskóla. „Einmitt svona vespur og alls konar dót sem er þarna inni á, sem eiga ekkert að vera þar. Ég var með henni í fótbolta þarna í fyrradag, deginum áður en þetta skeður, og þetta var eins og smá dýragarður.“ Vill vekja foreldra til umhugsunar Atli Þór ítrekar að hann sé ekki að leita að sökudólgum í málinu heldur vilji hann eingöngu vekja foreldra til umhugunar og hvetja þá til þess að ræða við börnin sín um umgengni við farartæki. Þannig sé hann þegar búinn að ræða við foreldra drengsins, sem dóttir hans kannaðist við, og það samtal hafi verið gott. „Það eru allir vinir í þessu. Ég vil ekki að það sé neinn tekinn af lífi í þessu, krakkinn eða foreldrarnir.“ Þá segir hann að uppeldið í þessum efnum sé alfarið á ábyrgð foreldra. „Ég segi það alltaf að þetta er foreldranna númer eitt, tvö og þrjú. Það er nóg annað að gera hjá kennurum og þeim í skólanum, að halda sínu starfi gangandi. Þetta er bara það sem kemur frá heimilinum, bara til dæmis það að börn fái svona hjól, það er frá foreldrum. Skólinn á ekki að þurfa að segja að þetta sé bannað,“ segir hann.
Grunnskólar Kópavogur Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Utanvegaakstur Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira