Hræ af kúm og hnúfubaki legið í fjörunni í tvo mánuði Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júní 2023 22:00 Sveitungum finnst lítil prýði af hræðunum í Ásólfskálafjöru undir Eyjafjöllum. Vigfús Andrésson Tvö kúahræ og hræ af hnúfubak hafa legið í Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum í tvo mánuði. Farið er að slá verulega í hræin og komin er af þeim lykt. Tvö hræ af fullvaxta kúm sem fundust í aprílbyrjun í Ásólfsskálafjöru í Rangárþingi eystra hafa ekki enn þá verið fjarlægð. Stórt hræ af hnúfbak liggur spölkorn frá, en það hræ fannst á sama tíma. Bóndi á nærliggjandi bæ fann hræin tvö og þótti málið allt hið dularfyllsta. Kýrnar voru ómerktar og þorðu menn ekki að grafa hræin ef ske kynni að dýrin hefðu drepist úr einhvers konar smitsjúkdómi. Héraðsdýralæknir taldi það hins vegar nánast útilokað vegna árstímans. Ekki væru margir gripir útigangandi á þessum tíma. Gátan leyst Daginn eftir fannst þriðja hræið í fjörunni austan við Markarfljót, af eyrnamerktum kálfi sennilega veturgömlum. Hið fjórða fannst svo í Víkurfjöru nokkrum dögum síðar. Lögreglan hóf rannsókn og komst að því að kýrnar höfðu týnst í óveðri í marsmánuði. Talið er að þær hafi fallið í gegnum ís, drukknað og rekið á haf út. Alls höfðu sex kýr horfið og tveggja er enn saknað. Vond lykt Kýrnar í Ásólfsskálafjöru eru hins vegar ekki þessar tvær sem er saknað heldur þær tvær sem fundust fyrst, búnar að liggja dauðar í meira en tvo mánuði og komin er rotnunarlykt af þeim. Ferðamannastraumurinn í fjörunni er sífellt að aukast og þykir sveitungum lítið prýði af þessu og vond landkynning. Ekki er betri lyktin af hnúfubaknum sem deilir fjörunni með þeim. Vigfús Andrésson Vigfús Andrésson Vigfús Andrésson Rangárþing eystra Dýr Umhverfismál Hvalir Tengdar fréttir Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04 Telja kýrnar fjórar hafa fallið í gegnum ís Dauð kýr fannst í Víkurfjöru í gær. Þetta er fjórða kýrin sem finnst dauð á Suðurlandi síðustu daga. Fyrir höfðu tvær fundist á Ásólfsskálafjöru undir Eyjaföllum og ein við Markarfljót. 9. apríl 2023 13:59 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tvö hræ af fullvaxta kúm sem fundust í aprílbyrjun í Ásólfsskálafjöru í Rangárþingi eystra hafa ekki enn þá verið fjarlægð. Stórt hræ af hnúfbak liggur spölkorn frá, en það hræ fannst á sama tíma. Bóndi á nærliggjandi bæ fann hræin tvö og þótti málið allt hið dularfyllsta. Kýrnar voru ómerktar og þorðu menn ekki að grafa hræin ef ske kynni að dýrin hefðu drepist úr einhvers konar smitsjúkdómi. Héraðsdýralæknir taldi það hins vegar nánast útilokað vegna árstímans. Ekki væru margir gripir útigangandi á þessum tíma. Gátan leyst Daginn eftir fannst þriðja hræið í fjörunni austan við Markarfljót, af eyrnamerktum kálfi sennilega veturgömlum. Hið fjórða fannst svo í Víkurfjöru nokkrum dögum síðar. Lögreglan hóf rannsókn og komst að því að kýrnar höfðu týnst í óveðri í marsmánuði. Talið er að þær hafi fallið í gegnum ís, drukknað og rekið á haf út. Alls höfðu sex kýr horfið og tveggja er enn saknað. Vond lykt Kýrnar í Ásólfsskálafjöru eru hins vegar ekki þessar tvær sem er saknað heldur þær tvær sem fundust fyrst, búnar að liggja dauðar í meira en tvo mánuði og komin er rotnunarlykt af þeim. Ferðamannastraumurinn í fjörunni er sífellt að aukast og þykir sveitungum lítið prýði af þessu og vond landkynning. Ekki er betri lyktin af hnúfubaknum sem deilir fjörunni með þeim. Vigfús Andrésson Vigfús Andrésson Vigfús Andrésson
Rangárþing eystra Dýr Umhverfismál Hvalir Tengdar fréttir Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04 Telja kýrnar fjórar hafa fallið í gegnum ís Dauð kýr fannst í Víkurfjöru í gær. Þetta er fjórða kýrin sem finnst dauð á Suðurlandi síðustu daga. Fyrir höfðu tvær fundist á Ásólfsskálafjöru undir Eyjaföllum og ein við Markarfljót. 9. apríl 2023 13:59 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04
Telja kýrnar fjórar hafa fallið í gegnum ís Dauð kýr fannst í Víkurfjöru í gær. Þetta er fjórða kýrin sem finnst dauð á Suðurlandi síðustu daga. Fyrir höfðu tvær fundist á Ásólfsskálafjöru undir Eyjaföllum og ein við Markarfljót. 9. apríl 2023 13:59