Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi.
Skipverjinn hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og taldi ekki yfirvofandi hættu á ferðum.
Landhelgisgæslan kallaði út varðskipið Freyju sem var í grenndinni ásamt björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Rifi. Einnig var beðið um að lögregla og björgunarsveitir færu að bátnum landleiðina.
Hæglætisveður var á svæðinu. Skipverjinn komst í land og lögregla sá um að flytja hann til Ólafsvíkur. Hann hruflaðist og var fluttur sjúkrastofnun á Ólafsvík.
Freyja verður á svæðinu í nótt.
Á myndinni hér að neðan, sem fengin er af vefnum Marine traffic, má sjá ferðir bátsins í kvöld.
