Segir gríðarlega ólgu á vinnustöðunum en er ekkert sérlega bjartsýn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2023 11:11 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, var ekkert sérstaklega bjartsýn fyrir fundinn sem nú stendur yfir. Stöð 2/Einar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagðist fyrir samningafundinn sem nú stendur yfir hjá ríkissáttasemjara vonast eftir afstöðubreytingu af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. Hún ætti hins vegar ekkert frekar von á því. Sonja segir gríðarlega ólgu á þeim vinnustöðum þar sem fólk sem sinnir sömu störfum sé að fá mishá laun og það sé sjálfsögð og réttlát krafa að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. „Það vill engin búa við það að þeir séu að sinna nákvæmlega sömu störfunum og aðrir, og eins og sumt okkar félagsfólk hefur bent á eru janúar, febrúar og mars bara eins og hefðbundnir mánuðir; þeir eru erfiðir og það er verið að sinna mikilvægum störfum, og þá eiga þau ekki að vera á lægri launum en sá sem er við hliðina á þeim,“ sagði Sonja í samtali við fréttastofu fyrir fundinn. Greint hefur verið frá því að mistök hafi orðið til þess að síðasti samningur BSRB innihélt ekki ákvæði sambærileg þeim sem finna má í samningi Starfsgreinasambandsins um að ef laun hækkuðu á almennum vinnumarkaði fengju félagsmenn samsvarandi hækkun í janúar. BSRB fer fram á eingreiðslu til að leiðrétta þetta, upp á 128 þúsund krónur. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands Íslenskra sveitarfélaga, segir kostnað við leiðréttinguna myndu nema milljarði króna. Sonja segir það hafa komið mjög skýrt fram af hálfu viðsemjenda BSRB að það yrði ekki farið í „afturvirkni“. „Þá sögðum við bara; Ok, þá getum við bara leiðrétt þetta með því að horfa til framtíðar, tryggja sátt á vinnustöðunum og það eru 128 þúsund að meðaltali á okkar félagsfólk. En þetta eru bara 0,3 prósent af heildarlaunakostnaði sveitarfélaganna á ársgrundvelli,“ segir Sonja. Samningur BRSB rann út í mars en samningur SGS í september. Sonja segir unnið að því að tryggja að samskonar misræmi verði ekki aftur á milli samninga. „Ég held að það sé vilji allra að koma í veg fyrir að þetta gerist,“ segir hún. Spurð um áhrifamátt alsherjarverkfallsins sem hófst í gær segir Sonja kröfu BSRB sanngjarna þar sem það blasi við að fólk geti ekki verið að sinna sömu störfum á mismunandi launum. „Það er hins vegar auðvitað neyðarúrræði að fara í verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu og hingað erum við komin.“ Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Hún ætti hins vegar ekkert frekar von á því. Sonja segir gríðarlega ólgu á þeim vinnustöðum þar sem fólk sem sinnir sömu störfum sé að fá mishá laun og það sé sjálfsögð og réttlát krafa að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. „Það vill engin búa við það að þeir séu að sinna nákvæmlega sömu störfunum og aðrir, og eins og sumt okkar félagsfólk hefur bent á eru janúar, febrúar og mars bara eins og hefðbundnir mánuðir; þeir eru erfiðir og það er verið að sinna mikilvægum störfum, og þá eiga þau ekki að vera á lægri launum en sá sem er við hliðina á þeim,“ sagði Sonja í samtali við fréttastofu fyrir fundinn. Greint hefur verið frá því að mistök hafi orðið til þess að síðasti samningur BSRB innihélt ekki ákvæði sambærileg þeim sem finna má í samningi Starfsgreinasambandsins um að ef laun hækkuðu á almennum vinnumarkaði fengju félagsmenn samsvarandi hækkun í janúar. BSRB fer fram á eingreiðslu til að leiðrétta þetta, upp á 128 þúsund krónur. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands Íslenskra sveitarfélaga, segir kostnað við leiðréttinguna myndu nema milljarði króna. Sonja segir það hafa komið mjög skýrt fram af hálfu viðsemjenda BSRB að það yrði ekki farið í „afturvirkni“. „Þá sögðum við bara; Ok, þá getum við bara leiðrétt þetta með því að horfa til framtíðar, tryggja sátt á vinnustöðunum og það eru 128 þúsund að meðaltali á okkar félagsfólk. En þetta eru bara 0,3 prósent af heildarlaunakostnaði sveitarfélaganna á ársgrundvelli,“ segir Sonja. Samningur BRSB rann út í mars en samningur SGS í september. Sonja segir unnið að því að tryggja að samskonar misræmi verði ekki aftur á milli samninga. „Ég held að það sé vilji allra að koma í veg fyrir að þetta gerist,“ segir hún. Spurð um áhrifamátt alsherjarverkfallsins sem hófst í gær segir Sonja kröfu BSRB sanngjarna þar sem það blasi við að fólk geti ekki verið að sinna sömu störfum á mismunandi launum. „Það er hins vegar auðvitað neyðarúrræði að fara í verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu og hingað erum við komin.“
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira