Verðbólguaðgerðirnar afar litlir plástrar á stór sár Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. júní 2023 13:01 Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir nauðsynlegt að hækka örorkubætur verulega. Verðbólguaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru mikil vonbrigði og afar litlir plástrar á stór sár fyrir fátækasta hópinn segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Ríkisstjórnin kynnti verðbólguaðgerðir síðdegis í gær sem eiga að styðja við aðgerðir Seðlabanka Íslands og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og taka utan um þá hópa sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. Meðal helstu aðgerða er 2,5 prósenta hækkun á lífeyri almannatrygginga til að verja kaupmátt örorku- og ellilífeyrisþega. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir 2,5 prósenta hækkun af rúmlega þrjú hundruð þúsund krónum vera tæpar átta þúsund krónur sem varla dugi fyrir klippingu. Litlir plástrar á stór sár „Ég get ekki betur séð að þetta séu mikil vonbrigði fyrir okkur sem erum að vinna fyrir þennan berskjaldaða, jaðarsetta, fátæka hóp. Þetta birtist mér að minnsta kosti eins og þetta séu afar litlir plástrar á stór sár. Stór sár sem ríki og sveitarfélög ættu að vera löngu búin að gera miklu meira í að reyna græða almennilega,“ segir Árni Múli. Stjórn Þroskahjálpar skoraði á stjórnvöld í gær að grípa tafarlaust til aðgerða sem dygðu til að koma í veg fyrir að vaxtahækkanir og verðbólga skertu meira þau sultarkjör sem fatlað fólk býr við. Mikil vonbrigði „Það hafa komið yfirlýsingar frá þessari ríkisstjórn og fyrri ríkisstjórn um það að það eigi að koma til móts við þennan jaðarsetta hóp í íslensku samfélagi og bæta stöðu hans og það gerist bara ekki neitt. Og þetta er svo sannarlega ekki skref sem um munar í þá átt og það eru mikil vonbrigði,“ segir Árni Múli jafnramt . Nauðsynlegt sé að hækka grunnörorkubætur verulega til að koma til móts við þennan hóp fólks, sem hafi vegna fötlunar sinnar og ósveigjanlegs vinnumarkaðar, nánast engin tækifæri til að auka tekjur sínar. Þau þurfi því að lifa eingöngu á örorkubótum. „Þær eru svo lágar, lægri en lágmarks laun – þannig fólk sem þarf að draga lífið með þess er dæmt til fátækar alla ævi.“ Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar endurnýtt efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti í dag aðgerðapakka, sem ætlað er að slá á verðbólguna og koma til móts við þá sem farið hafa verst út úr henni. Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka segja fátt nýtt felast í aðgerðapakkanum og segja hann jafnvel endurunnið efni. 5. júní 2023 23:44 Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10 Samfylkingin vill leigubremsu og eingreiðslu til skuldsettra heimila Leigubremsa og vaxtabótaauki fyrir heimilin eru meðal tillagna sem Samfylkingin hefur lagt fram til þess að takast á við verðbólguna. Kristrún Frostadóttir, formaður, segir hægt að fjármagna þær með breytingu á skattkerfinu. 5. júní 2023 16:24 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti verðbólguaðgerðir síðdegis í gær sem eiga að styðja við aðgerðir Seðlabanka Íslands og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og taka utan um þá hópa sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. Meðal helstu aðgerða er 2,5 prósenta hækkun á lífeyri almannatrygginga til að verja kaupmátt örorku- og ellilífeyrisþega. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir 2,5 prósenta hækkun af rúmlega þrjú hundruð þúsund krónum vera tæpar átta þúsund krónur sem varla dugi fyrir klippingu. Litlir plástrar á stór sár „Ég get ekki betur séð að þetta séu mikil vonbrigði fyrir okkur sem erum að vinna fyrir þennan berskjaldaða, jaðarsetta, fátæka hóp. Þetta birtist mér að minnsta kosti eins og þetta séu afar litlir plástrar á stór sár. Stór sár sem ríki og sveitarfélög ættu að vera löngu búin að gera miklu meira í að reyna græða almennilega,“ segir Árni Múli. Stjórn Þroskahjálpar skoraði á stjórnvöld í gær að grípa tafarlaust til aðgerða sem dygðu til að koma í veg fyrir að vaxtahækkanir og verðbólga skertu meira þau sultarkjör sem fatlað fólk býr við. Mikil vonbrigði „Það hafa komið yfirlýsingar frá þessari ríkisstjórn og fyrri ríkisstjórn um það að það eigi að koma til móts við þennan jaðarsetta hóp í íslensku samfélagi og bæta stöðu hans og það gerist bara ekki neitt. Og þetta er svo sannarlega ekki skref sem um munar í þá átt og það eru mikil vonbrigði,“ segir Árni Múli jafnramt . Nauðsynlegt sé að hækka grunnörorkubætur verulega til að koma til móts við þennan hóp fólks, sem hafi vegna fötlunar sinnar og ósveigjanlegs vinnumarkaðar, nánast engin tækifæri til að auka tekjur sínar. Þau þurfi því að lifa eingöngu á örorkubótum. „Þær eru svo lágar, lægri en lágmarks laun – þannig fólk sem þarf að draga lífið með þess er dæmt til fátækar alla ævi.“
Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar endurnýtt efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti í dag aðgerðapakka, sem ætlað er að slá á verðbólguna og koma til móts við þá sem farið hafa verst út úr henni. Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka segja fátt nýtt felast í aðgerðapakkanum og segja hann jafnvel endurunnið efni. 5. júní 2023 23:44 Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10 Samfylkingin vill leigubremsu og eingreiðslu til skuldsettra heimila Leigubremsa og vaxtabótaauki fyrir heimilin eru meðal tillagna sem Samfylkingin hefur lagt fram til þess að takast á við verðbólguna. Kristrún Frostadóttir, formaður, segir hægt að fjármagna þær með breytingu á skattkerfinu. 5. júní 2023 16:24 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar endurnýtt efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti í dag aðgerðapakka, sem ætlað er að slá á verðbólguna og koma til móts við þá sem farið hafa verst út úr henni. Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka segja fátt nýtt felast í aðgerðapakkanum og segja hann jafnvel endurunnið efni. 5. júní 2023 23:44
Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10
Samfylkingin vill leigubremsu og eingreiðslu til skuldsettra heimila Leigubremsa og vaxtabótaauki fyrir heimilin eru meðal tillagna sem Samfylkingin hefur lagt fram til þess að takast á við verðbólguna. Kristrún Frostadóttir, formaður, segir hægt að fjármagna þær með breytingu á skattkerfinu. 5. júní 2023 16:24