125 ára sunnlensk samstaða verði rofin með flutningi heilsugæslunnar Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2023 07:23 Aldís Hafsteinsdóttir er sveitarstjóri Hrunamannahrepps og Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskólabyggðar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að hugmyndir sem uppi séu um flutning heilsugæslunnar í Laugarási í nágrannasveitarfélag geti skaðað samstarf sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu á öllum sviðum. Það sé miður ef til standi að rjúfa rúmlega aldarlanga samstöðu í Uppsveitum um heilsugæslu í Laugarási. Sveitarstjóri Hrunamannahrepps segir augljóst að hentugra sé að heilsugæslan flytjist á Flúðir. Í fundargerð sveitarstjórnar Bláskólabyggðar frá í síðustu viku kemur fram að hún undrist þau áform stjórnenda Heilbrigðisstofunar Suðurlands að auglýsa eftir nýju húsnæði fyrir heilsugæsluna í Laugarási. Samtal forsvarsmanna HSU við fulltrúa annars sveitarfélags um mögulega tilfærslu á heilsugæslunni þangað og vettvangsferð bendi til að fagleg vinnubrögð verði ekki viðhöfð ef auglýst verður eftir húsnæði. Í fundargerðinni er ekki til tekið hvaða sveitarfélag um ræðir en samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að vísa til Hrunamannahrepps og að forsvarsmenn HSU hafi fundað með þeim um mögulegan flutning heilsugæslunnar í húsnæði á Flúðum, stærsta byggðakjarnans í Hrunamannahreppi. Umrætt húsnæði er milli félagsheimilisins og veitingastaðarins Minilik. Til skoðunar er hvort hægt verði að koma starfsemi heilsugæslunnar fyrir í húsnæðinu á miðri mynd, milli félagsheimilisins og veitingastaðarins Minilik.Vísir/Vilhelm Viðhaldsþörfin í Laugarási 150 milljónir Fram kemur að hugmyndir um flutning heilsugæslunnar í Laugarási hafi verið kynntar á fundi HSU með oddvitum sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu í byrjun síðasta mánaðar. Þar hafi ástæðan verið tilgreind að núverandi húsnæði væri illa farið og viðhaldsþörfin 150 milljónir króna. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar er þó allt annað en ánægð með vinnubrögð HSU og Framkvæmdasýslunnar Ríkiseigna þar sem hún hafi ekki fengið afhent gögn um viðhaldsþörf húsnæðisins. Sé slík leynd yfir gögnum óásættanleg og veki upp ýmsar spurningar. Þá þyki sveitarstjórninni miður ef til standi að rjúfa rúmlega aldarlanga samstöðu í Uppsveitum um heilsugæslu í Laugarási. Mikilvægt er að traust sé til staðar í öllu samstarfi. Sé það ekki til staðar er hætta á því að það skaði allt samstarf sveitarfélaganna á svæðinu. Þá hefur Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, verið falið að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og fulltrúum frá heilbrigðisráðuneyti og Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum vegna málsins. Eðlilegra að heilsugæslan sé þar sem flestir séu Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri í Hrunamannahreppi, segir í samtali við Vísi, að það sé ekki nein launung að fulltrúar hjá Hrunamannahreppi hafi brugðist við þegar forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafi viðrað hvort þetta gæti verið möguleiki. „Það er ekki síst til komið þar sem þetta hús er hérna á mjög góðum stað hér á Flúðum og sveitarfélagið keypti fyrstu hæð hússins og kjallarann allan í upphafi þessa árs með það fyrir augum að nýta í þjónustu fyrir íbúa. Við sáum þetta ekki sem möguleika á þeim tíma, en um leið og það er viðrað við okkur þá auðvitað grípum við þann bolta. Heilsugæslan í Laugarási. Viðhaldsþörf húsnæðisins er sögð vera 150 milljónir króna.Vísir/Vilhelm Þegar maður fer þetta hugsa þetta betur og lengra þá sér maður auðvitað að heilsugæslan í Laugarási er ekki á besta stað ef litið er á íbúafjöldann í sveitarfélögunum hérna upp frá. Laugarás er þéttbýliskjarni þar sem er sáralítil þjónusta. Þarna var lyfjaafgreiðsla Lyfju en henni var lokað á síðasta ári og um leið og henni er lokað þá er fótunum svolítið kippt undan heilsugæslunni. Það er erfitt að reka heilsugæslu, þó nokkuð langt frá næsta þéttbýliskjarna þar sem er lyfjaverslun. Þannig er til dæmis erfitt að fara á heilsugæsluna í Laugarási, fá uppáskrifað sýklalyf og þurfa svo að fara á Selfoss til að leysa út lyfið. Í samtölum okkar við fulltrúa lyfjaverslana þá kemur það alveg fram að það sé ekki rekstrargrundvöllur á þessum stað. Það þarf að vera nokkuð þétt byggð í kring til að lyfjaverslun geti borið sig og við þekkjum það alveg að verslun með lyf hefur breyst með árunum. Það er selt svo miklu meira en bara lyf. Við heyrum það líka meðal Uppsveitarmanna að heilsugæslan væri betur komin í stærra þéttbýli. Það er ekki allt fengið með staðsetningu miðsvæðis ef fáir búa nálægt þeim miðpunkti.“ Bókun skrifuð í gremju? Aldís segist trúa því að bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar hafi verið skrifuð í ákveðinni gremju og að þetta mál ætti ekki að þurfa að hafa áhrif á samstarf sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu. „Við eigum í samstarfi á ýmsum sviðum – samstarf sem hefur verið farfælt. Það væri ákaflega sérstakt að láta þetta hafa áhrif á það. Uppsveitirnar eru líka á blússandi siglingu. Það eru alls konar verkefni í gangi, sum risavaxin, þannig að við erum að sjá fram á svo mikla aukningu, bæði á íbúum og umfangi þannig að við þurfum öll að taka höndum saman að gera hlutina með sem skynsamlegustum hætti til að þeir sem hingað vilji flytja sjái það sem vænlegan kost og við séum að búa til umhverfi sem fólk vill búa í. Það væri sérstakt að láta þróun á jafn dýrmætu svæði eins og hér er, og jafn vinsælustu, stýrast af því hvað gerðist 1899.“ Brúin yfir Hvítá við Laugarás.Vísir/Vilhelm Samstarf aftur til 1899 Aldís vísar þar í bókun sveitarstjórnar Bláskólabyggðar þar sem fram kemur að samstaða hafi verið um heilsugæslu í Laugarási frá árinu 1899, þegar Grímsneslæknishérað var stofnað. Í bókuninni segir að staðsetning heilsugæslunnar í Laugarási sé heppileg fyrir þá sem þangað sæki þjónustuna þar sem staðurinn sé miðsvæðis í Uppsveitum Árnessýslu. Mikilvægt sé að forsvarsmenn HSU geri sér grein fyrir því að tilfærsla heilsugæslunnar geti komið sér illa fyrir marga þá sem þangað eigi að sækja sína þjónustu. „Lengri vegalengdir fyrir íbúa svæðisins til að sækja þjónustu á heilsugæslu er óheppileg og getur orðið til þess að íbúa sjái hag sinn í því að sækja þjónustuna frekar á Selfoss. Slíkt gæti grafið undan heilsugæslu í Uppsveitum til lengri tíma litið. Samstarf sveitarfélaganna í Uppsveitum um heilsugæslu er löng og farsæl. Samstarfið nær allt aftur til 1899 þegar Grímsneslæknishérað var stofnað. Það var svo árið 1922 sem sveitarfélögin kaupa Laugarásjörðina fyrir lækni sem þar skyldi vera staðsettur. Læknir hefur því verið staðsettur í Laugarási í yfir 100 ár og hefur mikil sátt ríkt um staðsetninguna allan þennan tíma. Þá þykir sveitarstjórn miður að nærri 125 ára góð og traust samstaða sveitarfélaganna í Uppsveitum um málefni heilsugæslunnar í Laugarási skuli rofin. Sveitarfélögin eiga í miklu og góðu samstarfi á ýmsum sviðum sem er öllum sveitarfélögunum til hagsbóta. Mikilvægt er að traust sé til staðar í öllu samstarfi, sé það ekki til staðar er hætta á því að það skaði allt samstarf,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar. Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Heilsugæsla Byggðamál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Tengdar fréttir Lyfjaafgreiðsla í Laugarási í lausu lofti eftir lokun Lyfju Útibúi Lyfju í Laugarási var lokað um síðustu mánaðamót. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur óskað eftir því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) taki við lyfjaafgreiðslu en hefur ekki haft erindi sem erfiði. 15. nóvember 2022 14:12 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Í fundargerð sveitarstjórnar Bláskólabyggðar frá í síðustu viku kemur fram að hún undrist þau áform stjórnenda Heilbrigðisstofunar Suðurlands að auglýsa eftir nýju húsnæði fyrir heilsugæsluna í Laugarási. Samtal forsvarsmanna HSU við fulltrúa annars sveitarfélags um mögulega tilfærslu á heilsugæslunni þangað og vettvangsferð bendi til að fagleg vinnubrögð verði ekki viðhöfð ef auglýst verður eftir húsnæði. Í fundargerðinni er ekki til tekið hvaða sveitarfélag um ræðir en samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að vísa til Hrunamannahrepps og að forsvarsmenn HSU hafi fundað með þeim um mögulegan flutning heilsugæslunnar í húsnæði á Flúðum, stærsta byggðakjarnans í Hrunamannahreppi. Umrætt húsnæði er milli félagsheimilisins og veitingastaðarins Minilik. Til skoðunar er hvort hægt verði að koma starfsemi heilsugæslunnar fyrir í húsnæðinu á miðri mynd, milli félagsheimilisins og veitingastaðarins Minilik.Vísir/Vilhelm Viðhaldsþörfin í Laugarási 150 milljónir Fram kemur að hugmyndir um flutning heilsugæslunnar í Laugarási hafi verið kynntar á fundi HSU með oddvitum sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu í byrjun síðasta mánaðar. Þar hafi ástæðan verið tilgreind að núverandi húsnæði væri illa farið og viðhaldsþörfin 150 milljónir króna. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar er þó allt annað en ánægð með vinnubrögð HSU og Framkvæmdasýslunnar Ríkiseigna þar sem hún hafi ekki fengið afhent gögn um viðhaldsþörf húsnæðisins. Sé slík leynd yfir gögnum óásættanleg og veki upp ýmsar spurningar. Þá þyki sveitarstjórninni miður ef til standi að rjúfa rúmlega aldarlanga samstöðu í Uppsveitum um heilsugæslu í Laugarási. Mikilvægt er að traust sé til staðar í öllu samstarfi. Sé það ekki til staðar er hætta á því að það skaði allt samstarf sveitarfélaganna á svæðinu. Þá hefur Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, verið falið að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og fulltrúum frá heilbrigðisráðuneyti og Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum vegna málsins. Eðlilegra að heilsugæslan sé þar sem flestir séu Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri í Hrunamannahreppi, segir í samtali við Vísi, að það sé ekki nein launung að fulltrúar hjá Hrunamannahreppi hafi brugðist við þegar forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafi viðrað hvort þetta gæti verið möguleiki. „Það er ekki síst til komið þar sem þetta hús er hérna á mjög góðum stað hér á Flúðum og sveitarfélagið keypti fyrstu hæð hússins og kjallarann allan í upphafi þessa árs með það fyrir augum að nýta í þjónustu fyrir íbúa. Við sáum þetta ekki sem möguleika á þeim tíma, en um leið og það er viðrað við okkur þá auðvitað grípum við þann bolta. Heilsugæslan í Laugarási. Viðhaldsþörf húsnæðisins er sögð vera 150 milljónir króna.Vísir/Vilhelm Þegar maður fer þetta hugsa þetta betur og lengra þá sér maður auðvitað að heilsugæslan í Laugarási er ekki á besta stað ef litið er á íbúafjöldann í sveitarfélögunum hérna upp frá. Laugarás er þéttbýliskjarni þar sem er sáralítil þjónusta. Þarna var lyfjaafgreiðsla Lyfju en henni var lokað á síðasta ári og um leið og henni er lokað þá er fótunum svolítið kippt undan heilsugæslunni. Það er erfitt að reka heilsugæslu, þó nokkuð langt frá næsta þéttbýliskjarna þar sem er lyfjaverslun. Þannig er til dæmis erfitt að fara á heilsugæsluna í Laugarási, fá uppáskrifað sýklalyf og þurfa svo að fara á Selfoss til að leysa út lyfið. Í samtölum okkar við fulltrúa lyfjaverslana þá kemur það alveg fram að það sé ekki rekstrargrundvöllur á þessum stað. Það þarf að vera nokkuð þétt byggð í kring til að lyfjaverslun geti borið sig og við þekkjum það alveg að verslun með lyf hefur breyst með árunum. Það er selt svo miklu meira en bara lyf. Við heyrum það líka meðal Uppsveitarmanna að heilsugæslan væri betur komin í stærra þéttbýli. Það er ekki allt fengið með staðsetningu miðsvæðis ef fáir búa nálægt þeim miðpunkti.“ Bókun skrifuð í gremju? Aldís segist trúa því að bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar hafi verið skrifuð í ákveðinni gremju og að þetta mál ætti ekki að þurfa að hafa áhrif á samstarf sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu. „Við eigum í samstarfi á ýmsum sviðum – samstarf sem hefur verið farfælt. Það væri ákaflega sérstakt að láta þetta hafa áhrif á það. Uppsveitirnar eru líka á blússandi siglingu. Það eru alls konar verkefni í gangi, sum risavaxin, þannig að við erum að sjá fram á svo mikla aukningu, bæði á íbúum og umfangi þannig að við þurfum öll að taka höndum saman að gera hlutina með sem skynsamlegustum hætti til að þeir sem hingað vilji flytja sjái það sem vænlegan kost og við séum að búa til umhverfi sem fólk vill búa í. Það væri sérstakt að láta þróun á jafn dýrmætu svæði eins og hér er, og jafn vinsælustu, stýrast af því hvað gerðist 1899.“ Brúin yfir Hvítá við Laugarás.Vísir/Vilhelm Samstarf aftur til 1899 Aldís vísar þar í bókun sveitarstjórnar Bláskólabyggðar þar sem fram kemur að samstaða hafi verið um heilsugæslu í Laugarási frá árinu 1899, þegar Grímsneslæknishérað var stofnað. Í bókuninni segir að staðsetning heilsugæslunnar í Laugarási sé heppileg fyrir þá sem þangað sæki þjónustuna þar sem staðurinn sé miðsvæðis í Uppsveitum Árnessýslu. Mikilvægt sé að forsvarsmenn HSU geri sér grein fyrir því að tilfærsla heilsugæslunnar geti komið sér illa fyrir marga þá sem þangað eigi að sækja sína þjónustu. „Lengri vegalengdir fyrir íbúa svæðisins til að sækja þjónustu á heilsugæslu er óheppileg og getur orðið til þess að íbúa sjái hag sinn í því að sækja þjónustuna frekar á Selfoss. Slíkt gæti grafið undan heilsugæslu í Uppsveitum til lengri tíma litið. Samstarf sveitarfélaganna í Uppsveitum um heilsugæslu er löng og farsæl. Samstarfið nær allt aftur til 1899 þegar Grímsneslæknishérað var stofnað. Það var svo árið 1922 sem sveitarfélögin kaupa Laugarásjörðina fyrir lækni sem þar skyldi vera staðsettur. Læknir hefur því verið staðsettur í Laugarási í yfir 100 ár og hefur mikil sátt ríkt um staðsetninguna allan þennan tíma. Þá þykir sveitarstjórn miður að nærri 125 ára góð og traust samstaða sveitarfélaganna í Uppsveitum um málefni heilsugæslunnar í Laugarási skuli rofin. Sveitarfélögin eiga í miklu og góðu samstarfi á ýmsum sviðum sem er öllum sveitarfélögunum til hagsbóta. Mikilvægt er að traust sé til staðar í öllu samstarfi, sé það ekki til staðar er hætta á því að það skaði allt samstarf,“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar.
Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Heilsugæsla Byggðamál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Tengdar fréttir Lyfjaafgreiðsla í Laugarási í lausu lofti eftir lokun Lyfju Útibúi Lyfju í Laugarási var lokað um síðustu mánaðamót. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur óskað eftir því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) taki við lyfjaafgreiðslu en hefur ekki haft erindi sem erfiði. 15. nóvember 2022 14:12 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Lyfjaafgreiðsla í Laugarási í lausu lofti eftir lokun Lyfju Útibúi Lyfju í Laugarási var lokað um síðustu mánaðamót. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur óskað eftir því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) taki við lyfjaafgreiðslu en hefur ekki haft erindi sem erfiði. 15. nóvember 2022 14:12