„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2023 17:01 Dagbjartur útskrifaðist úr Klettaskóla í gær. Aðsend Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. Dagbjartur Sigurður Ólafsson er sextán ára og útskrifaðist úr 10. bekk í gær. Alla jafna er það ungu fólki mikið gleðiefni að klára sína lögboðnu tíu ára menntum og halda, í flestum tilfellum, í framhaldsskóla. Staðan í tilfelli Dagbjarts er heldur flóknari. Hann er með heilkenni sem veldur þroskahömlun og einhverfu. Hann er einn úr hópi sextán barna sem útskrifuðust í ár úr Klettaskóla, sem er sérskóli fyrir börn með þroskahömlun. Hann, ásamt fjórum öðrum úr hópnum, hefur ekki fengiði inni í framhaldsskóla fyrir haustið, að sögn móður hans, Gyðu Sigríðar Björnsdóttur. Hún segir málið stinga. „Að þessi börn sem að eru búin að vera í sérskóla frá því að þau voru sex ára, eru með mjög miklar þarfir, að það sé ekki bara búið að gera þessar ráðstafanir fyrir löngu.“ Veit ekki hvenær málið skýrist Í vor hafi hún fengið upplýsingar um að ekki væri víst hvort hægt yrði að tryggja Dagbjarti skólavist í haust. Gyða hafi síðar fengið þau svör frá Menntamálastofnun að honum hefði verið hafnað um skólavist, en verið væri að leita leiða til að leysa málið. Í síðustu viku hafi nýjustu upplýsingar verið þær að unnið sé að málinu. Svör gætu borist í lok júní, eða í byrjun ágúst. Gyða segir málið ekki nýtt af nálinni. „Ég er alveg búin að fylgjast með sambærilegum fréttum næstum því á hverju ári, þar sem upp koma svona mál og maður bindur alltaf vonir við að þetta verði þá leyst og að næsti árgangur þurfi ekki að lenda í sömu stöðu en svo er það bara raunin,“ segir Gyða. Hangir annars heima Hún bendir á að Dagbjartur eigi rétt á sömu tækifærum og önnur börn til að læra, njóta lífsins og takast á við eitthvað nýtt. Ef ekki verði leyst úr málinu verði foreldrar hans einfaldlega að vera heima með hann löngum stundum í haust, og þar með frá vinnu. Það sé heldur ekki Dagbjarti til góðs. „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga.“ Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Dagbjartur Sigurður Ólafsson er sextán ára og útskrifaðist úr 10. bekk í gær. Alla jafna er það ungu fólki mikið gleðiefni að klára sína lögboðnu tíu ára menntum og halda, í flestum tilfellum, í framhaldsskóla. Staðan í tilfelli Dagbjarts er heldur flóknari. Hann er með heilkenni sem veldur þroskahömlun og einhverfu. Hann er einn úr hópi sextán barna sem útskrifuðust í ár úr Klettaskóla, sem er sérskóli fyrir börn með þroskahömlun. Hann, ásamt fjórum öðrum úr hópnum, hefur ekki fengiði inni í framhaldsskóla fyrir haustið, að sögn móður hans, Gyðu Sigríðar Björnsdóttur. Hún segir málið stinga. „Að þessi börn sem að eru búin að vera í sérskóla frá því að þau voru sex ára, eru með mjög miklar þarfir, að það sé ekki bara búið að gera þessar ráðstafanir fyrir löngu.“ Veit ekki hvenær málið skýrist Í vor hafi hún fengið upplýsingar um að ekki væri víst hvort hægt yrði að tryggja Dagbjarti skólavist í haust. Gyða hafi síðar fengið þau svör frá Menntamálastofnun að honum hefði verið hafnað um skólavist, en verið væri að leita leiða til að leysa málið. Í síðustu viku hafi nýjustu upplýsingar verið þær að unnið sé að málinu. Svör gætu borist í lok júní, eða í byrjun ágúst. Gyða segir málið ekki nýtt af nálinni. „Ég er alveg búin að fylgjast með sambærilegum fréttum næstum því á hverju ári, þar sem upp koma svona mál og maður bindur alltaf vonir við að þetta verði þá leyst og að næsti árgangur þurfi ekki að lenda í sömu stöðu en svo er það bara raunin,“ segir Gyða. Hangir annars heima Hún bendir á að Dagbjartur eigi rétt á sömu tækifærum og önnur börn til að læra, njóta lífsins og takast á við eitthvað nýtt. Ef ekki verði leyst úr málinu verði foreldrar hans einfaldlega að vera heima með hann löngum stundum í haust, og þar með frá vinnu. Það sé heldur ekki Dagbjarti til góðs. „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga.“
Málefni fatlaðs fólks Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira