Harmar óþarfa fugladráp og biðlar til kattaeigenda að vera á varðbergi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júní 2023 16:23 Að sögn Maríu fjölgaði heimilisköttum töluvert í Vesturbænum í heimsfaraldrinum og því sé ástandið nú verra en áður. María Huld Markan Sigfúsdóttir María Huld Markan Sigfúsdóttir, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, segir sárt að verða vitni að því blóðbaði sem á sér stað ár hvert þegar heimiliskettir veitast að fuglum með nýfædda unga í hverfinu. Hún biðlar til kattaeigenda að gera það sem þau geta til þess að koma í veg fyrir óþarfa morð á fuglum. Hún segir frá því að hafa setið úti á verönd að njóta sólarinnar fyrr í dag og fylgst með karlkyns svartþresti sækja mat fyrir nýfædda unga sína. „Næsta sem ég veit eru fjaðrir og blóð út um allt,“ segir María. Þá var fuglinn lentur í gini kattar sem hafði tekið sér veiðitúr. María segist hafa þurft að hafa hraðar hendur og bola kettinum í burtu áður en hann næði kvenfuglinum líka. Að sögn Maríu fjölgaði heimilisköttum töluvert í Vesturbænum í heimsfaraldrinum og því sé ástandið nú verra en áður. Aðkoman var ljót. María Huld Markan Sigfúsdóttir „Margir segja að það er ekki hægt að berjast móti kattareðlinu og að kettirnir geta ekkert að þessu gert,“ segir María en ítrekar að eigendur þurfi þrátt fyrir það að sýna ábyrgð, rétt eins og hundaeigendur passi að hundarnir séu ekki að bíta önnur dýr. María bendir á að margt sé hægt að gera til þess að sporna gegn óþarfa fugladrápum katta. Kragar og bjöllur geti til dæmis skipt sköpum. Jafnvel mætti halda heimiliskettinum innandyra ef erfitt reynist að halda honum frá nýbökuðum fuglaforeldrum. Gæludýr Reykjavík Kettir Fuglar Dýr Tengdar fréttir Safnaði illa þefjandi sorpi og dæmd til að selja íbúðina Héraðsdómur hefur dæmt eiganda íbúðar í Reykjavík til að flytja úr íbúðinni og selja hana vegna yfirgengilegrar sorpsöfnunar, sem olli nágrönnum gríðarlegum óþægindum. Lögmaður Húseigendafélagsins segir málið algjört undantekningartilvik - og sérstakt fyrir ýmsar sakir. 27. apríl 2023 19:18 Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. 4. apríl 2023 14:17 Tveir kettir, kannski einn, á fyndnustu gæludýramynd ársins Sigurvegarar hinnar árlegu gæludýraljósmyndakeppni Comedy Pet Photo Awards voru opinberaðir í síðustu viku. Rúmlega tvö þúsund myndir bárust í keppnina þetta árið en sigurvegarinn er Kenichi Morinaga sem tók kostulega mynd ef tveimur köttum, eða jafnvel bara einum. 27. september 2022 12:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Hún segir frá því að hafa setið úti á verönd að njóta sólarinnar fyrr í dag og fylgst með karlkyns svartþresti sækja mat fyrir nýfædda unga sína. „Næsta sem ég veit eru fjaðrir og blóð út um allt,“ segir María. Þá var fuglinn lentur í gini kattar sem hafði tekið sér veiðitúr. María segist hafa þurft að hafa hraðar hendur og bola kettinum í burtu áður en hann næði kvenfuglinum líka. Að sögn Maríu fjölgaði heimilisköttum töluvert í Vesturbænum í heimsfaraldrinum og því sé ástandið nú verra en áður. Aðkoman var ljót. María Huld Markan Sigfúsdóttir „Margir segja að það er ekki hægt að berjast móti kattareðlinu og að kettirnir geta ekkert að þessu gert,“ segir María en ítrekar að eigendur þurfi þrátt fyrir það að sýna ábyrgð, rétt eins og hundaeigendur passi að hundarnir séu ekki að bíta önnur dýr. María bendir á að margt sé hægt að gera til þess að sporna gegn óþarfa fugladrápum katta. Kragar og bjöllur geti til dæmis skipt sköpum. Jafnvel mætti halda heimiliskettinum innandyra ef erfitt reynist að halda honum frá nýbökuðum fuglaforeldrum.
Gæludýr Reykjavík Kettir Fuglar Dýr Tengdar fréttir Safnaði illa þefjandi sorpi og dæmd til að selja íbúðina Héraðsdómur hefur dæmt eiganda íbúðar í Reykjavík til að flytja úr íbúðinni og selja hana vegna yfirgengilegrar sorpsöfnunar, sem olli nágrönnum gríðarlegum óþægindum. Lögmaður Húseigendafélagsins segir málið algjört undantekningartilvik - og sérstakt fyrir ýmsar sakir. 27. apríl 2023 19:18 Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. 4. apríl 2023 14:17 Tveir kettir, kannski einn, á fyndnustu gæludýramynd ársins Sigurvegarar hinnar árlegu gæludýraljósmyndakeppni Comedy Pet Photo Awards voru opinberaðir í síðustu viku. Rúmlega tvö þúsund myndir bárust í keppnina þetta árið en sigurvegarinn er Kenichi Morinaga sem tók kostulega mynd ef tveimur köttum, eða jafnvel bara einum. 27. september 2022 12:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Safnaði illa þefjandi sorpi og dæmd til að selja íbúðina Héraðsdómur hefur dæmt eiganda íbúðar í Reykjavík til að flytja úr íbúðinni og selja hana vegna yfirgengilegrar sorpsöfnunar, sem olli nágrönnum gríðarlegum óþægindum. Lögmaður Húseigendafélagsins segir málið algjört undantekningartilvik - og sérstakt fyrir ýmsar sakir. 27. apríl 2023 19:18
Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. 4. apríl 2023 14:17
Tveir kettir, kannski einn, á fyndnustu gæludýramynd ársins Sigurvegarar hinnar árlegu gæludýraljósmyndakeppni Comedy Pet Photo Awards voru opinberaðir í síðustu viku. Rúmlega tvö þúsund myndir bárust í keppnina þetta árið en sigurvegarinn er Kenichi Morinaga sem tók kostulega mynd ef tveimur köttum, eða jafnvel bara einum. 27. september 2022 12:30