Janus Daði og Sigvaldi Björn Noregsmeistarar eftir spennuleik Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júní 2023 18:05 Janus Daði er Noregsmeistari í handknattleik ásamt Sigvalda Birni Guðjónssyni og samherjum þeirra í Kolstad. Kolstad Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson urðu í kvöld Noregsmeistarar í handknattleik eftir sigur á Elverum í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Fyrstu þrír leikir einvígisins höfðu unnist á heimavelli og því eygði Elverum von um að vinna sigur í kvöld og tryggja sér þar með oddaleik á heimavelli Kolstad. Kolstad byrjaði leikinn í kvöld betur. Liðið komst í 5-1 strax í upphafi og leiddi 10-6 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Heimalið Elverum náði hins vegar góðu áhlaupi undir loka fyrri hálfleiks. Liðið skoraði fimm af síðustu sex mörkunum og leiddi 16-15 í leikhléi. Elverum hélt frumkvæðinu í upphafi síðari hálfleiks en um hann miðjan náði Kolstad góðum kafla og komst í tveggja marka forystu þegar tíu mínútur voru eftir. Eftir það tókst Elverum aldrei að jafna á nýjan leik. Liðinu tókst að minnka muninn í 28-27 þegar rúm mínúta var eftir en Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði síðasta mark leiksins og innsiglaði titilinn fyrir Kolstad þegar hann skoraði með tuttugu og tvær sekúndur á klukkunni. Lokatölur 29-27 og Kolstad því Noregsmeistari í handknattleik. Janus Daði skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad í kvöld og Sigvaldi Björn tvö. Orri Freyr Þorkelsson skoraði ekki fyrir Elverum í dag. Kolstad new Norwegian champions for the first time ever after defeating Elverum away in game 4 tonight.They win the treble and have the opportunity to apply for a wildcard for the Champions League. And with the signings, the arenas and so on they are great contenders for a pic.twitter.com/ZFKvScSpog— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 7, 2023 Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011 sem Elverum vinnur ekki sigur í norsku deildinni. Kolstad getur nú sótt um nokkurs konar „wild card“ sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili og yrði liðið þá fært þangað úr Evrópudeildinni. Lið Kolstad ætlar sér stóra hluti á næstu árum en stórstjarnan Sander Sagosen gengur til liðs við félagið í sumar. Norski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Fyrstu þrír leikir einvígisins höfðu unnist á heimavelli og því eygði Elverum von um að vinna sigur í kvöld og tryggja sér þar með oddaleik á heimavelli Kolstad. Kolstad byrjaði leikinn í kvöld betur. Liðið komst í 5-1 strax í upphafi og leiddi 10-6 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Heimalið Elverum náði hins vegar góðu áhlaupi undir loka fyrri hálfleiks. Liðið skoraði fimm af síðustu sex mörkunum og leiddi 16-15 í leikhléi. Elverum hélt frumkvæðinu í upphafi síðari hálfleiks en um hann miðjan náði Kolstad góðum kafla og komst í tveggja marka forystu þegar tíu mínútur voru eftir. Eftir það tókst Elverum aldrei að jafna á nýjan leik. Liðinu tókst að minnka muninn í 28-27 þegar rúm mínúta var eftir en Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði síðasta mark leiksins og innsiglaði titilinn fyrir Kolstad þegar hann skoraði með tuttugu og tvær sekúndur á klukkunni. Lokatölur 29-27 og Kolstad því Noregsmeistari í handknattleik. Janus Daði skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad í kvöld og Sigvaldi Björn tvö. Orri Freyr Þorkelsson skoraði ekki fyrir Elverum í dag. Kolstad new Norwegian champions for the first time ever after defeating Elverum away in game 4 tonight.They win the treble and have the opportunity to apply for a wildcard for the Champions League. And with the signings, the arenas and so on they are great contenders for a pic.twitter.com/ZFKvScSpog— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 7, 2023 Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011 sem Elverum vinnur ekki sigur í norsku deildinni. Kolstad getur nú sótt um nokkurs konar „wild card“ sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili og yrði liðið þá fært þangað úr Evrópudeildinni. Lið Kolstad ætlar sér stóra hluti á næstu árum en stórstjarnan Sander Sagosen gengur til liðs við félagið í sumar.
Norski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira