„Þurfum að ákveða hvers konar þjóð við viljum vera“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júní 2023 23:08 Kristrún í ræðustól í kvöld. skjáskot Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, segir ákall eftir aðgerðum standa upp úr að liðnum þingvetri. Flokkur hennar hafi reynt að stappa stálinu í ríkisstjórnina sem beri sig illa og tali eins og hún stýri engu. Eldhúsdagsumræður á Alþingi fóru fram í kvöld. Kristrún er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins og flutti því fyrstu ræðu kvöldins. Samfylkingin mælist nú með 28,4 prósenta fylgi, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúp. Meðal aðgerða sem Kristrún nefnir eru vaxtabótaauki, leigubremsa og ívilnun til uppbyggingar. „Fleira þarf að gera, og auðvitað myndi Samfylkingin stjórna landinu með öðrum hætti ef við værum í ríkisstjórn. En þetta eru allt aðgerðir sem sitjandi ríkisstjórn, hæstvirt, ætti að geta fallist á, miðað við hvernig þau tala að minnsta kosti.“ Flokkur hennar hafi stundað jákvæða pólitík í vetur og sett fram lausnir með áherslu á efnahags og velferðamál. „Samfylkingin hefur reynt að stappa stálinu í hæstvirta ríkisstjórn, sem ber sig illa. Lætur raunar eins og hún stýri engu og geti þess vegna enga ábyrgð tekið á aðstæðum, á meðan við höfum talað kjark og von í þjóðina. Við höfum veitt ábyrga stjórnarandstöðu, sem sést kannski best á því að við höfum haft það sem viðmið að gera ekki tillögu um eina krónu í útgjöld án þess að tvær krónur komi á móti til að vinna gegn verðbólgu,“ sagði Kristrún. Stöðugleiki með velferð Þá nefndi hún fjörtíu opna fundi flokksins með almenningi um heilbrigðismál. Þau samtöl segir hún grunninn að aðgerðum Samfylkingarinnar. „Þetta verklag er lykilinn að því að endurvekja von og trú fólks á að við getum gert hlutina betur hérna sem velferðarsamfélag.“ Varðandi velferðarmálin sagði Kristrún: „Hlutverk hins opinbera á húsnæðismarkaði á að vera veigameira. Lítil og meðalstór fyrirtæki standa mun betur að vígi í slíku umhverfi. Auk þess sem launafólk getur sætt sig við minni prósentuhækkanir þar sem hið opinbera hefur bolmagn til að standa vörð um húsnæðisöryggi fólks,“ sagði hún og hélt áfram: „Við verjum stöðugleikann best með því að verja velferðina. Á þessu grundvallast stefna sósíaldemókrata sem hafa byggt upp farsælustu samfélög heims á Norðurlöndunum.“ Endurtekið efni Á mánudag kynnti ríkisstjórnin aðgerðarpakka til að sporna gegn verðbólgu. Aðgerðum þessum er ætlað að styðja við aðgerðir Seðlabankans og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og vernda hópa sem séu sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. Pakkann segir Kristrún endurtekið efni. „Það er alvarlegt mál hvernig hæstvirt ríkisstjórn skapar aftur og aftur falskar væntingar hjá fólkinu í landinu með uppblásnum fyrirsögnum sem reynist svo engin innistæða fyrir. Síðast í fyrradag var trommað upp með svokallaðan aðgerðapakka upp á 36 milljarða sem reyndist síðan ekki neitt nema endurtekið efni úr gamalli fjármálaáætlun, áætlun sem hafði áður fengið falleinkunn hvað varðar viðureignina við verðbólguna,“ sagði Kristrún. Það komi sá tími þar sem þjóðin standi á krossgötum. „Og við þurfum að ákveða hvers konar þjóð við viljum vera. Velferðarþjóð? Stolt þjóð með sterkt velferðarkerfi? Eða lausbundið samansafn einstaklinga þar sem keyrt er á þeirri mýtu að það sem helst skilgreini velsæld fólks sé skattprósentan sem er greidd, ekki gæði velferðarþjónustunnar í landinu.“ Svar Samfylkingar segir hún skýrt: „Styrkjum velferðina, fyrir Ísland allt. Sterk velferð, stolt þjóð. Þetta er sá valkostur sem Samfylkingin mun bjóða upp á.“ Alþingi Samfylkingin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Eldhúsdagsumræður á Alþingi fóru fram í kvöld. Kristrún er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins og flutti því fyrstu ræðu kvöldins. Samfylkingin mælist nú með 28,4 prósenta fylgi, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúp. Meðal aðgerða sem Kristrún nefnir eru vaxtabótaauki, leigubremsa og ívilnun til uppbyggingar. „Fleira þarf að gera, og auðvitað myndi Samfylkingin stjórna landinu með öðrum hætti ef við værum í ríkisstjórn. En þetta eru allt aðgerðir sem sitjandi ríkisstjórn, hæstvirt, ætti að geta fallist á, miðað við hvernig þau tala að minnsta kosti.“ Flokkur hennar hafi stundað jákvæða pólitík í vetur og sett fram lausnir með áherslu á efnahags og velferðamál. „Samfylkingin hefur reynt að stappa stálinu í hæstvirta ríkisstjórn, sem ber sig illa. Lætur raunar eins og hún stýri engu og geti þess vegna enga ábyrgð tekið á aðstæðum, á meðan við höfum talað kjark og von í þjóðina. Við höfum veitt ábyrga stjórnarandstöðu, sem sést kannski best á því að við höfum haft það sem viðmið að gera ekki tillögu um eina krónu í útgjöld án þess að tvær krónur komi á móti til að vinna gegn verðbólgu,“ sagði Kristrún. Stöðugleiki með velferð Þá nefndi hún fjörtíu opna fundi flokksins með almenningi um heilbrigðismál. Þau samtöl segir hún grunninn að aðgerðum Samfylkingarinnar. „Þetta verklag er lykilinn að því að endurvekja von og trú fólks á að við getum gert hlutina betur hérna sem velferðarsamfélag.“ Varðandi velferðarmálin sagði Kristrún: „Hlutverk hins opinbera á húsnæðismarkaði á að vera veigameira. Lítil og meðalstór fyrirtæki standa mun betur að vígi í slíku umhverfi. Auk þess sem launafólk getur sætt sig við minni prósentuhækkanir þar sem hið opinbera hefur bolmagn til að standa vörð um húsnæðisöryggi fólks,“ sagði hún og hélt áfram: „Við verjum stöðugleikann best með því að verja velferðina. Á þessu grundvallast stefna sósíaldemókrata sem hafa byggt upp farsælustu samfélög heims á Norðurlöndunum.“ Endurtekið efni Á mánudag kynnti ríkisstjórnin aðgerðarpakka til að sporna gegn verðbólgu. Aðgerðum þessum er ætlað að styðja við aðgerðir Seðlabankans og sporna gegn þenslu, bæta afkomu og vernda hópa sem séu sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana. Pakkann segir Kristrún endurtekið efni. „Það er alvarlegt mál hvernig hæstvirt ríkisstjórn skapar aftur og aftur falskar væntingar hjá fólkinu í landinu með uppblásnum fyrirsögnum sem reynist svo engin innistæða fyrir. Síðast í fyrradag var trommað upp með svokallaðan aðgerðapakka upp á 36 milljarða sem reyndist síðan ekki neitt nema endurtekið efni úr gamalli fjármálaáætlun, áætlun sem hafði áður fengið falleinkunn hvað varðar viðureignina við verðbólguna,“ sagði Kristrún. Það komi sá tími þar sem þjóðin standi á krossgötum. „Og við þurfum að ákveða hvers konar þjóð við viljum vera. Velferðarþjóð? Stolt þjóð með sterkt velferðarkerfi? Eða lausbundið samansafn einstaklinga þar sem keyrt er á þeirri mýtu að það sem helst skilgreini velsæld fólks sé skattprósentan sem er greidd, ekki gæði velferðarþjónustunnar í landinu.“ Svar Samfylkingar segir hún skýrt: „Styrkjum velferðina, fyrir Ísland allt. Sterk velferð, stolt þjóð. Þetta er sá valkostur sem Samfylkingin mun bjóða upp á.“
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira