„Hvar eru Garðbæingar?“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 20:00 Yfir 800 áhorfendur voru á leik Breiðabliks og Stjörnunnar í gærkvöld en Helena kallar eftir fleira bláklæddu Stjörnufólki. VÍSIR/VILHELM Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, gagnrýndi Stjörnufólk fyrir að mæta ekki betur á stórleikinn við Breiðablik á Kópavogsvelli í gærkvöld. Mikið var í húfi hjá Breiðabliki og Stjörnunni sem bæði ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en þau gerðu 1-1 jafntefli. Samkvæmt ksi.is mættu 823 áhorfendur á leikinn sem er metfjöldi á þessari leiktíð, en Helena segir það vera allt Blikum að þakka sem buðu grænklæddum til að mynda upp á fríar pylsur á vellinum. „Blikasamfélagið auglýsti þennan leik vel. Það átti að blása til veislu og það hafa ekki alltaf verið svona margir á vellinum, og ég ætla að hrósa Blikum sérstaklega, sem mættu gríðarlega vel á völlinn. Ég ætla líka að hrósa þeim Stjörnumönnum sem mættu en þeir voru allt of fáir. Þegar það er búið að hóta þér að Blikar ætli að mæta vel… Hvar eru Garðbæingar?“ spurði Helena og Margrét Lára Viðarsdóttir svaraði: „Þetta er stór leikur og það var búið að auglýsa hann vel. Húllumhæ fyrir leik og Blikar stóðu vel að því. En við höfum líka séð þetta svolítið. Eins og á Valsvellinum í síðasta leik, þar sem var fátt í stúkunni. Við vonum öll að þetta fari að aukast. Veðrið spilar eitthvað inn í en það var ekki slæmt í [gær]kvöld,“ sagði Margrét. „Veðrið var nú með besta móti og það var nú ekki annað hægt en að mæta á völlinn. Ef maður mætti grænn gat maður fengið pylsu og svala, og sá flokkur sem mætti best fékk Dominos-pítsur. Það var því verið að búa til eitthvað á milli flokkanna, og mér finnst það frábært. Það var vel mætt á völlinn, en svo sá maður að í þeim hluta stúkunnar þar sem önnur lið mæta, að það var bara enginn,“ sagði Helena en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Fleiri á völlinn Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Bestu mörkin Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Mikið var í húfi hjá Breiðabliki og Stjörnunni sem bæði ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en þau gerðu 1-1 jafntefli. Samkvæmt ksi.is mættu 823 áhorfendur á leikinn sem er metfjöldi á þessari leiktíð, en Helena segir það vera allt Blikum að þakka sem buðu grænklæddum til að mynda upp á fríar pylsur á vellinum. „Blikasamfélagið auglýsti þennan leik vel. Það átti að blása til veislu og það hafa ekki alltaf verið svona margir á vellinum, og ég ætla að hrósa Blikum sérstaklega, sem mættu gríðarlega vel á völlinn. Ég ætla líka að hrósa þeim Stjörnumönnum sem mættu en þeir voru allt of fáir. Þegar það er búið að hóta þér að Blikar ætli að mæta vel… Hvar eru Garðbæingar?“ spurði Helena og Margrét Lára Viðarsdóttir svaraði: „Þetta er stór leikur og það var búið að auglýsa hann vel. Húllumhæ fyrir leik og Blikar stóðu vel að því. En við höfum líka séð þetta svolítið. Eins og á Valsvellinum í síðasta leik, þar sem var fátt í stúkunni. Við vonum öll að þetta fari að aukast. Veðrið spilar eitthvað inn í en það var ekki slæmt í [gær]kvöld,“ sagði Margrét. „Veðrið var nú með besta móti og það var nú ekki annað hægt en að mæta á völlinn. Ef maður mætti grænn gat maður fengið pylsu og svala, og sá flokkur sem mætti best fékk Dominos-pítsur. Það var því verið að búa til eitthvað á milli flokkanna, og mér finnst það frábært. Það var vel mætt á völlinn, en svo sá maður að í þeim hluta stúkunnar þar sem önnur lið mæta, að það var bara enginn,“ sagði Helena en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Fleiri á völlinn Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Bestu mörkin Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti