Gísli Þorgeir sneri aftur þegar Magdeburg tryggði sér Meistaradeildarsæti Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júní 2023 18:55 Gísli Þorgeir Kristjánsson er kominn aftur á völlinn eftir meiðsli. Vísir/Getty Gísli Þorgeir Kristjánsson sneri nokkuð óvænt aftur á völlinn með Magdeburg þegar liðið vann öruggan sigur á Stuttgart á heimavelli í dag. Magdeburg eygir enn von um þýska titilinn. Gísli Þorgeir meiddist á ökkla í byrjun maímánuðar og var búist við að hann yrði frá keppni út tímabilið. Magdeburg átti þá í harðri baráttu um þýska titilinn sem og sæti í undanúrslitaeinvígi Meistaradeildarinnar og meiðsli Gísla Þorgeirs töluvert áfall, ekki síst í ljósi þess að Ómar Ingi Magnússon spilar ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla. Það kom því nokkuð á óvart þegar Magdeburg tilkynnti fyrir leikinn gegn Stuttgart í dag að Gísli Þorgeir væri í leikmannahópi liðsins. Hann kom við sögu strax í fyrri hálfleik og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Sigur Magdeburg í dag var þægilegur og liðið náði meðal annars tíu marka forskoti í síðari hálfleik. Gísli Þorgeir skoraði þrjú mörk í 31-27 sigri og Magdeburg nú búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Hinn slóvenski Marko Bezjak var hylltur af stuðningsmönnum Magdeburg í lok leiks og fékk að skora síðasta mark leiksins þar sem varnarmenn Stuttgart hleyptu honum í gegnum vörnina. Bezjak var að leika sinn síðasta heimaleik fyrir Magdeburg eftir langan feril. Magdeburg eygir ennþá von um að skáka Kiel í baráttunni um þýska titilinn. Sú von er þó veik því liðið er tveimur stigum á eftir Kiel í töflunni og með töluvert lakara markahlutfall þegar aðeins ein umferð er eftir af deildakeppninni. Lærisveinar Heiðmars með góðan sigur Fleiri Íslendingar voru í eldlínunni í dag. Sveinn Jóhannsson skoraði þrjú mörk fyrir Minden sem tapaði 32-19 á útivelli gegn Hannover-Burgdorf. Minden er fallið úr deildinni en Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við þjálfun liðsins að tímabilinu loknu. Heiðmar Felixson er þjálfari Hannover-Burgdorf sem er í sjötta sæti þýsku deildarinnar. Ólafur Stefánsson og lærisveinar hans í Erlangen töpuðu 33-28 á heimavelli gegn Flensburg. Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg sem er í fjórða sæti deildarinnar og búið að tryggja sér Evrópusæti. Erlangen er í þrettánda sæti. Þá mætti Íslendingalið Gummersback liði Göppingen á heimavelli. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersback sem hefur gert góða hluti á tímabilinu sem nýliðar í deildinni. Gummersback vann góðan 35-32 heimasigur og er í tíunda sæti deildarinnar. Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersback í dag en Hákon Daði Styrmisson komst ekki á blað. Þýski handboltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Gísli Þorgeir meiddist á ökkla í byrjun maímánuðar og var búist við að hann yrði frá keppni út tímabilið. Magdeburg átti þá í harðri baráttu um þýska titilinn sem og sæti í undanúrslitaeinvígi Meistaradeildarinnar og meiðsli Gísla Þorgeirs töluvert áfall, ekki síst í ljósi þess að Ómar Ingi Magnússon spilar ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla. Það kom því nokkuð á óvart þegar Magdeburg tilkynnti fyrir leikinn gegn Stuttgart í dag að Gísli Þorgeir væri í leikmannahópi liðsins. Hann kom við sögu strax í fyrri hálfleik og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Sigur Magdeburg í dag var þægilegur og liðið náði meðal annars tíu marka forskoti í síðari hálfleik. Gísli Þorgeir skoraði þrjú mörk í 31-27 sigri og Magdeburg nú búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Hinn slóvenski Marko Bezjak var hylltur af stuðningsmönnum Magdeburg í lok leiks og fékk að skora síðasta mark leiksins þar sem varnarmenn Stuttgart hleyptu honum í gegnum vörnina. Bezjak var að leika sinn síðasta heimaleik fyrir Magdeburg eftir langan feril. Magdeburg eygir ennþá von um að skáka Kiel í baráttunni um þýska titilinn. Sú von er þó veik því liðið er tveimur stigum á eftir Kiel í töflunni og með töluvert lakara markahlutfall þegar aðeins ein umferð er eftir af deildakeppninni. Lærisveinar Heiðmars með góðan sigur Fleiri Íslendingar voru í eldlínunni í dag. Sveinn Jóhannsson skoraði þrjú mörk fyrir Minden sem tapaði 32-19 á útivelli gegn Hannover-Burgdorf. Minden er fallið úr deildinni en Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við þjálfun liðsins að tímabilinu loknu. Heiðmar Felixson er þjálfari Hannover-Burgdorf sem er í sjötta sæti þýsku deildarinnar. Ólafur Stefánsson og lærisveinar hans í Erlangen töpuðu 33-28 á heimavelli gegn Flensburg. Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg sem er í fjórða sæti deildarinnar og búið að tryggja sér Evrópusæti. Erlangen er í þrettánda sæti. Þá mætti Íslendingalið Gummersback liði Göppingen á heimavelli. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersback sem hefur gert góða hluti á tímabilinu sem nýliðar í deildinni. Gummersback vann góðan 35-32 heimasigur og er í tíunda sæti deildarinnar. Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersback í dag en Hákon Daði Styrmisson komst ekki á blað.
Þýski handboltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira