Heilbrigðiskerfin þurfi að þola álag áfram Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júní 2023 07:01 Björn Zoëga segir samkeppnina vera ansi harða. Karolinska Formaður stjórnar Landspítalans segir ástand spítalans mjakast í rétta átt þrátt fyrir að enn sé langt í land. Enn sé of margt starfsfólk sem þjónusti sjúklinga ekki beint en það sé í höndum framkvæmdastjórnar og forstjóra spítalans að taka ákvarðanir um uppsagnir. Heilbrigðisráðherra skipaði í fyrra stjórn Landspítala til tveggja ára með það að markmiði að styrkja stöðu spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Karólínska, háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi, var skipaður formaður stjórnarinnar. Hann hafði þá gert róttækar breytingar á rekstri Karólínska sem hafa skilað verulegum árangri. Uppsagnir til skoðunar Björn segir margt gott að gerast á Landspítalanum það sé þó ekki í hans höndum hvort sænska leiðin verði farin hér með tilheyrandi uppsögnum. „Það er eitthvað sem framkvæmdastjórn spítalans og forstjóri þurfa að ákveða hvort þörf sé á,“ segir Björn. Landspítalinn sé með málið til skoðunar og að það verði unnið innan spítalans. „Svo munum við í stjórninni hjálpa til með það.“ Þá sé verið að breyta stjórnskipulagi spítalans, sú vinna hafi staðið yfir í tæpt hálft ár. „Það er búið að taka niður ákveðin stjórnendalög á vissum stöð en við þurfum að halda áfram með þá vinnu. Það er engin ein tillaga sem á eftir að koma frá stjórninni heldur er þetta unnið í þeim bitum og þeim hraða sem spítalinn ræður við. Það er margt annað, nóg að gera,“ segir Björn jafnframt. Biðlistamál á réttri leið Heilbrigðiskerfið hefur átt undir högg að sækja og eru biðlistar þar engin undantekning. Björn segir það hafa skánað í allmörgum flokkum. „Ekki öllum en mér sýnist þetta vera á réttri leið og til þess að við getum unnið sem best úr biðlistum þá þarf stöðugan grunn, það þarf stöðugleika í fjármál og mönnunar mál,“ segir hann. Ástand heilbrigðiskerfisins hér á landi sé þó ekki einsdæmi. „Það mun vera þannig að við getum ekki sem heilbrigðiskerfi, alveg sama hvar, við munum ekki gert allt sem við myndum vilja gera. Það mun vera mikið álag á kerfinu en það er það sem heilbrigðiskerfin þurfa að þola. Það verður álag áfram,“ segir Björn. Aðspurður hvaða verkefni sé brýnast segir Björn mörg lítil verkefni þurfa vinna vel saman. „Þau þarf að vinna með fólkinu og fá til bara stöðugleikann og stoltið við að vinna á spítalanum og þurfa ekki að tala alla daga um peninga.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Landspítalinn standi nú á krossgötum Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum. 14. júlí 2022 23:36 Segir mögulegt að leysa vandamálin með „jákvæðum hugsunarhætti“ „Það eru vonbrigði að hafa staðið í niðurskurði og fá ekki tækifæri til að byggja upp að nýju. Ég var bjartsýnn,“ sagði Björn Zoëga, þáverandi forstjóri Landspítala, í samtali við Vísi í september árið 2013 eftir að hafa tilkynnt að hann hefði sagt starfinu lausu. 15. desember 2021 11:18 Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Heilbrigðisráðherra skipaði í fyrra stjórn Landspítala til tveggja ára með það að markmiði að styrkja stöðu spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Karólínska, háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi, var skipaður formaður stjórnarinnar. Hann hafði þá gert róttækar breytingar á rekstri Karólínska sem hafa skilað verulegum árangri. Uppsagnir til skoðunar Björn segir margt gott að gerast á Landspítalanum það sé þó ekki í hans höndum hvort sænska leiðin verði farin hér með tilheyrandi uppsögnum. „Það er eitthvað sem framkvæmdastjórn spítalans og forstjóri þurfa að ákveða hvort þörf sé á,“ segir Björn. Landspítalinn sé með málið til skoðunar og að það verði unnið innan spítalans. „Svo munum við í stjórninni hjálpa til með það.“ Þá sé verið að breyta stjórnskipulagi spítalans, sú vinna hafi staðið yfir í tæpt hálft ár. „Það er búið að taka niður ákveðin stjórnendalög á vissum stöð en við þurfum að halda áfram með þá vinnu. Það er engin ein tillaga sem á eftir að koma frá stjórninni heldur er þetta unnið í þeim bitum og þeim hraða sem spítalinn ræður við. Það er margt annað, nóg að gera,“ segir Björn jafnframt. Biðlistamál á réttri leið Heilbrigðiskerfið hefur átt undir högg að sækja og eru biðlistar þar engin undantekning. Björn segir það hafa skánað í allmörgum flokkum. „Ekki öllum en mér sýnist þetta vera á réttri leið og til þess að við getum unnið sem best úr biðlistum þá þarf stöðugan grunn, það þarf stöðugleika í fjármál og mönnunar mál,“ segir hann. Ástand heilbrigðiskerfisins hér á landi sé þó ekki einsdæmi. „Það mun vera þannig að við getum ekki sem heilbrigðiskerfi, alveg sama hvar, við munum ekki gert allt sem við myndum vilja gera. Það mun vera mikið álag á kerfinu en það er það sem heilbrigðiskerfin þurfa að þola. Það verður álag áfram,“ segir Björn. Aðspurður hvaða verkefni sé brýnast segir Björn mörg lítil verkefni þurfa vinna vel saman. „Þau þarf að vinna með fólkinu og fá til bara stöðugleikann og stoltið við að vinna á spítalanum og þurfa ekki að tala alla daga um peninga.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Landspítalinn standi nú á krossgötum Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum. 14. júlí 2022 23:36 Segir mögulegt að leysa vandamálin með „jákvæðum hugsunarhætti“ „Það eru vonbrigði að hafa staðið í niðurskurði og fá ekki tækifæri til að byggja upp að nýju. Ég var bjartsýnn,“ sagði Björn Zoëga, þáverandi forstjóri Landspítala, í samtali við Vísi í september árið 2013 eftir að hafa tilkynnt að hann hefði sagt starfinu lausu. 15. desember 2021 11:18 Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Landspítalinn standi nú á krossgötum Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum. 14. júlí 2022 23:36
Segir mögulegt að leysa vandamálin með „jákvæðum hugsunarhætti“ „Það eru vonbrigði að hafa staðið í niðurskurði og fá ekki tækifæri til að byggja upp að nýju. Ég var bjartsýnn,“ sagði Björn Zoëga, þáverandi forstjóri Landspítala, í samtali við Vísi í september árið 2013 eftir að hafa tilkynnt að hann hefði sagt starfinu lausu. 15. desember 2021 11:18
Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45