Átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart stjúpdóttur Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. júní 2023 16:40 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 9.júní síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa með ólögmætri nauðung misnotað freklega yfirburðarstöðu sína gagnvart níu ára gamalli stjúpdóttur sinni. Fram kemur í ákæru að hann hafi misnotað traust hennar og trúnað sem stjúpfaðir hennar og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð hennar og haft við hana önnur kynferðismök en samræði með því að stinga fingri inn í leggöng og endaþarm hennar. Maðurinn hvorki neitaði né játaði sök og bar við minnisleysi vegna áfengisneyslu. Hann lýsti því hinsvegar fyrir dómi að hann teldi ólíklegt að stúlkan væri að ljúga. Fram kemur í dómnum að ekkert hafi komið fram í málinu sem gefi tilefni til að draga framburð brotaþola í efa eða kastar rýrð á hann. Framburður stúlkunnar var metinn trúverðugur Samkvæmt sakavottorði hefur maðurinn ekki áður sætt refsingu sem skiptir máli við ákvörðun refsingar í þessu máli. Við ákvörðun refsingar nú leit dómurinn til þess að brotaþolinn var níu ára gömul þegar maðurinn braut gegn henni. Ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en rúmlega tveimur árum eftir að brotið var framið. Mat dómurinn það svo að um ástæðulausan drátt væri að ræða sem ákærða yrði ekki kennt um og hafði það áhrif þegar kom að ákvörðun refsingar. Þótti réttilega ákveðin refsing vera fangelsi í 18 mánuði en með hliðsjón af alvarleika brotins taldi dómurinn að ekki væri tilefni til að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti. Manninum er jafnframt gert að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa með ólögmætri nauðung misnotað freklega yfirburðarstöðu sína gagnvart níu ára gamalli stjúpdóttur sinni. Fram kemur í ákæru að hann hafi misnotað traust hennar og trúnað sem stjúpfaðir hennar og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð hennar og haft við hana önnur kynferðismök en samræði með því að stinga fingri inn í leggöng og endaþarm hennar. Maðurinn hvorki neitaði né játaði sök og bar við minnisleysi vegna áfengisneyslu. Hann lýsti því hinsvegar fyrir dómi að hann teldi ólíklegt að stúlkan væri að ljúga. Fram kemur í dómnum að ekkert hafi komið fram í málinu sem gefi tilefni til að draga framburð brotaþola í efa eða kastar rýrð á hann. Framburður stúlkunnar var metinn trúverðugur Samkvæmt sakavottorði hefur maðurinn ekki áður sætt refsingu sem skiptir máli við ákvörðun refsingar í þessu máli. Við ákvörðun refsingar nú leit dómurinn til þess að brotaþolinn var níu ára gömul þegar maðurinn braut gegn henni. Ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en rúmlega tveimur árum eftir að brotið var framið. Mat dómurinn það svo að um ástæðulausan drátt væri að ræða sem ákærða yrði ekki kennt um og hafði það áhrif þegar kom að ákvörðun refsingar. Þótti réttilega ákveðin refsing vera fangelsi í 18 mánuði en með hliðsjón af alvarleika brotins taldi dómurinn að ekki væri tilefni til að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti. Manninum er jafnframt gert að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira