Kallar eftir samstöðu og býst við lækkun verðbólgu Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2023 12:24 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir þörf á heildarlausn við verðbólguvandanum. Forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfi að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Hann segist einnig telja að verðbólga muni lækka hraðar en spár geri ráð fyrir. Hægt sé að velja milli þess að vera með kerfi þar sem nafnlaun hækka hóflega, með svipuðum hætti og í öðrum þjóðum, og þá getum verið með lága vexti. Eða hafa kerfi þar sem það eru miklar launahækkanir og sömuleiðis háa vexti. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali Kristjáns Kristjánssonar við Ásgeir í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ásgeir sagðist hafa áhyggjur af því að háir vextir fari að koma meira niður á þjóðinni á komandi mánuðum Þörf sé á meiri samstöðu og trausti í íslensku samfélagi. Ásgeir segir að ef launafólk samþykki launahækkanir sem séu minni en verðbólga sé það í raun launaminnkun. Þá verði fólk að geta vænst þess að verðbólgan sé að ganga niður. Að atvinnurekendur svari ekki launahækkunum með því að færa þær inn í verðlagið. „Af þeim ástæðum hefur ég í þau þrettán skipti sem við höfum hækkað vexti, talað um þjóðarsátt,“ sagði Ásgeir. Ásgeir sagðist skilja að fólk væri lítið tilbúið til að semja um lækkun raunlauna, því væri þetta ekki hægt nema allir væru í sama báti og það ríkti sæmilegt traust og agi meðal atvinnurekanda varðandi það að halda aftur af verðhækkunum. „Um leið og verðbólgan fer niður, þá mun Seðlabankinn lækka vexti,“ sagði Ásgeir meðal annars í þættinum. Hann sagði að líka þyrfti sátt um að reyna að tryggja að þeir tekjulægstu yrðu ekki illa úti vegna verðbólgu og vaxtahækkun. Seðlabankinn hefði ekki tæki til þess heldur virkuðu þau jafnt yfir alla. Hlusta má á spjall þeirra Kristjáns og Ásgeirs í spilaranum hér að neðan. Ásgeir tók fram að það yrði að horfast í augu við það að allir þyrftu að taka ábyrgð. Seðlabankinn og hann sjálfur myndu gera það varðandi það sem að þeim kæmi. „Við hefðum ekkert þurft að hækka vexti svona hátt,“ sagði Ásgeir. „Ef við hefðum unnið betur saman.“ Hann sagði þjóðinni vera að fjölga mjög hratt og fjölgunin væri eiginlega fordæmalaus. Það setti þrýsting á margt í íslensku samfélagi. Þar á meðal væri húsnæðismarkaðurinn, leikskólar og aðrir skólar, það vantaði skóla og kennara og sagði hann þrýsting vera á mörgu öðru. „Vaxtahækkanir eru ekkert sérstaklega gott meðal við þessu öllu saman,“ sagði Ásgeir. Kristján greip þá inni í og spurði hvort vaxtahækkanir væru í rauninni eina meðalið í boði. Hann sæi ekki betur en það væri eina tólið sem verið væri að beita og markmiðið með vaxtahækkunum væri að kæfa fasteignamarkaðinn. Ásgeir sagðist vilja gefa aðilum vinnumarkaðarins og ríkisstjórninni tíma til að bregðast við. Seðlabankinn hefði meiri valdheimildir og gæti sett efnahagslífið í niðursveiflu. Það væri hins vegar ekki æskilegt. „Ég á engan annan kost en þann, sem seðlabankastjóri og með þá ábyrgð sem ég er með, að undirbúa þjóðina og bankann að við þurfum að fara inn í þann tíma að það verði ekki þessi sátt. Að það verði áfram höfrungahlaup, verkföll og svo framvegis. Þá eru verðtryggð lán að koma aftur,“ sagði Ásgeir. Hann sagði verið væri að leggja línurnar fyrir bankana að þar eigi að bregðast við of hárri greiðslubyrði. Fólk þurfi að gera það einnig. Fari allt á versta veg, verði fólk að vera undirbúið. Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Hægt sé að velja milli þess að vera með kerfi þar sem nafnlaun hækka hóflega, með svipuðum hætti og í öðrum þjóðum, og þá getum verið með lága vexti. Eða hafa kerfi þar sem það eru miklar launahækkanir og sömuleiðis háa vexti. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali Kristjáns Kristjánssonar við Ásgeir í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ásgeir sagðist hafa áhyggjur af því að háir vextir fari að koma meira niður á þjóðinni á komandi mánuðum Þörf sé á meiri samstöðu og trausti í íslensku samfélagi. Ásgeir segir að ef launafólk samþykki launahækkanir sem séu minni en verðbólga sé það í raun launaminnkun. Þá verði fólk að geta vænst þess að verðbólgan sé að ganga niður. Að atvinnurekendur svari ekki launahækkunum með því að færa þær inn í verðlagið. „Af þeim ástæðum hefur ég í þau þrettán skipti sem við höfum hækkað vexti, talað um þjóðarsátt,“ sagði Ásgeir. Ásgeir sagðist skilja að fólk væri lítið tilbúið til að semja um lækkun raunlauna, því væri þetta ekki hægt nema allir væru í sama báti og það ríkti sæmilegt traust og agi meðal atvinnurekanda varðandi það að halda aftur af verðhækkunum. „Um leið og verðbólgan fer niður, þá mun Seðlabankinn lækka vexti,“ sagði Ásgeir meðal annars í þættinum. Hann sagði að líka þyrfti sátt um að reyna að tryggja að þeir tekjulægstu yrðu ekki illa úti vegna verðbólgu og vaxtahækkun. Seðlabankinn hefði ekki tæki til þess heldur virkuðu þau jafnt yfir alla. Hlusta má á spjall þeirra Kristjáns og Ásgeirs í spilaranum hér að neðan. Ásgeir tók fram að það yrði að horfast í augu við það að allir þyrftu að taka ábyrgð. Seðlabankinn og hann sjálfur myndu gera það varðandi það sem að þeim kæmi. „Við hefðum ekkert þurft að hækka vexti svona hátt,“ sagði Ásgeir. „Ef við hefðum unnið betur saman.“ Hann sagði þjóðinni vera að fjölga mjög hratt og fjölgunin væri eiginlega fordæmalaus. Það setti þrýsting á margt í íslensku samfélagi. Þar á meðal væri húsnæðismarkaðurinn, leikskólar og aðrir skólar, það vantaði skóla og kennara og sagði hann þrýsting vera á mörgu öðru. „Vaxtahækkanir eru ekkert sérstaklega gott meðal við þessu öllu saman,“ sagði Ásgeir. Kristján greip þá inni í og spurði hvort vaxtahækkanir væru í rauninni eina meðalið í boði. Hann sæi ekki betur en það væri eina tólið sem verið væri að beita og markmiðið með vaxtahækkunum væri að kæfa fasteignamarkaðinn. Ásgeir sagðist vilja gefa aðilum vinnumarkaðarins og ríkisstjórninni tíma til að bregðast við. Seðlabankinn hefði meiri valdheimildir og gæti sett efnahagslífið í niðursveiflu. Það væri hins vegar ekki æskilegt. „Ég á engan annan kost en þann, sem seðlabankastjóri og með þá ábyrgð sem ég er með, að undirbúa þjóðina og bankann að við þurfum að fara inn í þann tíma að það verði ekki þessi sátt. Að það verði áfram höfrungahlaup, verkföll og svo framvegis. Þá eru verðtryggð lán að koma aftur,“ sagði Ásgeir. Hann sagði verið væri að leggja línurnar fyrir bankana að þar eigi að bregðast við of hárri greiðslubyrði. Fólk þurfi að gera það einnig. Fari allt á versta veg, verði fólk að vera undirbúið.
Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira