„Við erum öll öðruvísi en allir hinir“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2023 14:38 Kristján Hreinsson, skáld. Kristján Hreinsson, skáld, segir taka þurfi umræðuna um minnihlutahópa á „æðra stig“. Við séum öll öðruvísi og „enginn geti í krafti einhverrar hneigðar eða einhverjar upplifunar, ákveðið að hann sé sérstakri en einhver annar“. Hann ætlar að halda áfram að leita réttar síns gegn Háskóla Íslands. Þetta sagði Kristján í samtali við nafna sinn í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján er staddur á Ítalíu og segir að á sex árum þar hafi hann upplifað meira sumar en á sextíu árum á Íslandi. Í dag segist hann orðinn meiri Ítali en Íslendingur. Kristjáni var sagt upp störfum við háskólann og námskeið hans, Skáldsagnaskrif, lagt niður vegna pistils sem hann skrifaði á Facebook. Var hann sakaður um fordóma gegn hinsegin fólki og minnihlutahópum í pistlinum. Hann var svo í kjölfarið ráðinn aftur. Sjá einnig: Endurmenntun endurræður Kristján og harmar óþægindin Aðspurður um hverju hann hafi viljað áorka með pistlinum, sagðist Kristján vilja takast á við umræðu þar sem fólk sé stöðugt að banna orð. „Fólk er stöðugt að reyna einhverja kynleiðréttingu á orðræðunni. Það sem fyrst og fremst vakir fyrir mér er að benda fólki til dæmis á að það er ekki samasemmerki á milli kyns í orði og kyns í líffræði. Þetta er algjörlega tvennt ólíkt,“ sagði Kristján. „Þetta er einhvern veginn allt sett undir einn hatt og byrjað á íslensku að segja ekki „allir velkomnir“ heldur „öll velkomin“, án þess að maður geri sér grein fyrir því öll hvað?“ Þá sagði Kristján eitt og annað í umræðunni sem væri alveg á skjön við velsæmi. „Eins og það að þegar reynt er að predika að ein skoðun sé annarri æðri, varðandi minnihlutahópa. Þá er það sem er skaðlegt að mínu mati, og þá umræðu er ég til í að taka við hvern sem er, þá er skaðlegt að segja að einhver hópur sé sérstakri en einhver annar.“ Kristján sagðist ganga út frá því að við værum öll sérstök. Við værum öll hinsegin, eins og hann orðaði það og að „enginn geti í krafti einhverrar hneigðar eða einhverjar upplifunar, ákveðið að hann sé sérstakri en einhver annar“. Hann sagðist ekki vera að segja að allir minnihlutahópar væru að skreyta sig slíkum fjöðrum. Hópar sem gera sig breiða Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi Sprengisands, sagðist ekki alveg viss um að hann skildi nafna sinn, og vísaði til pistils skáldsins. „Þú segir að löggjafinn ekki að „sýna tilslökun til að þjóna duttlungum athyglissjúkra minnihlutahópa“ og ég held að það sé nú hluti af þessu orðalagi sem fór hvað mest fyrir brjóstið á fólki; „Hér á að sýna hörku og segja hingað og ekki lengra. Ef einhver segist vera fæddur í röngum líkama, þá verður sá hinn sami að sætta sig við það.“ Þá sagðist Kristján skáld vilja meina með þessum orðum að við værum öll einstök og við værum öll hinsegin. „Við erum öll öðruvísi en allir hinir, þannig að þurfum við ekki öll að sætta okkur við það?“ Aðspurður um hvað hann ætti við með „þjóna duttlungum athyglissjúkra minnihlutahópa“, sagði Kristján það augljóst. „Það eru margir hópar sem að gera sig breiða og vilja fá sérstöðu út á sína sýn á lífið,“ sagði Kristján. Hann sagði að taka þyrfti þá umræðu en ekki láta einhvern hóp segja til um hvernig hlutirnir ættu að vera. „Við eigum ekki að taka tillit til einhverra duttlunga, án þess að láta umræðuna fara á æðra stig.“ „Fólk ræðst að mér“ Um það hvort fólk ætti bara ekki að fá að skilgreina sig sjálft, sagði Kristján að skilgreiningin ætti ekki að vera algjörlega einhliða og fólk ætti ekki að fá sérstöðu á kostnað annara, út á það að segjast vera öðruvísi en aðrir. „Eigum við þá ekki öll rétt á því að fá sérstöðu á kostnað annarra, því við erum öðruvísi en hin?“ spurði skáldið. „Uuuu, nei,“ sagði þáttastjórnandinn. „Við erum flest tiltölulega venjuleg en svo eru alltaf einhverjir sem eru aðeins öðruvísi. Er ekki verið að tala um það? Verðum við ekki að sýna því umburðarlyndi?“ Kristján Hreinsson sagðist ekki vera að gera neitt annað. Hann væri fyrst og fremst að benda á hvernig umræðan væri. Hann sagði fólk hafa snúið orðum sínum. Vísaði hann til þess þegar hann segir í pistlinum: „Ef ég segðist vera blindur?“ Sjá einng: Vill stefna Háskólanum vegna uppsagnar „Fólk ræðst að mér, sendir mér tölvupóst og hringir í mig og segir: „Þú segir að ef ég upplifi mig sem, ef ég upplifi mig sem“. Ég segi hvergi: „Ef ég upplifi mig sem“. Ég er ekkert að tala um það. Ég er að tala um umræðuna, hvernig umræðan er á röngum forsendum reist. Hvernig fólk gefur sér eitt og annað út frá einhverjum kolröngum forsendum.“ Kristján sagðist líka vera að hnýta í það hve lítið fólk væri upptekið af málspekinni. Orðin hefðu þá merkingu sem við gefum þeim. „Þegar ég geri þetta, þegar ég fer af stað og segi að orðræðan sé á villigötum, þá sannast það algjörlega að hún er á villigötum,“ sagði Kristján. „Allt er misskilið fullkomlega og svo hrapalega að háskólinn sagði mér upp störfum en svo las fólk það sem ég skrifaði og las á milli línanna og komst að því að ég hefði ekki gert neitt af mér.“ Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Hinsegin Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hann ætlar að halda áfram að leita réttar síns gegn Háskóla Íslands. Þetta sagði Kristján í samtali við nafna sinn í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján er staddur á Ítalíu og segir að á sex árum þar hafi hann upplifað meira sumar en á sextíu árum á Íslandi. Í dag segist hann orðinn meiri Ítali en Íslendingur. Kristjáni var sagt upp störfum við háskólann og námskeið hans, Skáldsagnaskrif, lagt niður vegna pistils sem hann skrifaði á Facebook. Var hann sakaður um fordóma gegn hinsegin fólki og minnihlutahópum í pistlinum. Hann var svo í kjölfarið ráðinn aftur. Sjá einnig: Endurmenntun endurræður Kristján og harmar óþægindin Aðspurður um hverju hann hafi viljað áorka með pistlinum, sagðist Kristján vilja takast á við umræðu þar sem fólk sé stöðugt að banna orð. „Fólk er stöðugt að reyna einhverja kynleiðréttingu á orðræðunni. Það sem fyrst og fremst vakir fyrir mér er að benda fólki til dæmis á að það er ekki samasemmerki á milli kyns í orði og kyns í líffræði. Þetta er algjörlega tvennt ólíkt,“ sagði Kristján. „Þetta er einhvern veginn allt sett undir einn hatt og byrjað á íslensku að segja ekki „allir velkomnir“ heldur „öll velkomin“, án þess að maður geri sér grein fyrir því öll hvað?“ Þá sagði Kristján eitt og annað í umræðunni sem væri alveg á skjön við velsæmi. „Eins og það að þegar reynt er að predika að ein skoðun sé annarri æðri, varðandi minnihlutahópa. Þá er það sem er skaðlegt að mínu mati, og þá umræðu er ég til í að taka við hvern sem er, þá er skaðlegt að segja að einhver hópur sé sérstakri en einhver annar.“ Kristján sagðist ganga út frá því að við værum öll sérstök. Við værum öll hinsegin, eins og hann orðaði það og að „enginn geti í krafti einhverrar hneigðar eða einhverjar upplifunar, ákveðið að hann sé sérstakri en einhver annar“. Hann sagðist ekki vera að segja að allir minnihlutahópar væru að skreyta sig slíkum fjöðrum. Hópar sem gera sig breiða Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi Sprengisands, sagðist ekki alveg viss um að hann skildi nafna sinn, og vísaði til pistils skáldsins. „Þú segir að löggjafinn ekki að „sýna tilslökun til að þjóna duttlungum athyglissjúkra minnihlutahópa“ og ég held að það sé nú hluti af þessu orðalagi sem fór hvað mest fyrir brjóstið á fólki; „Hér á að sýna hörku og segja hingað og ekki lengra. Ef einhver segist vera fæddur í röngum líkama, þá verður sá hinn sami að sætta sig við það.“ Þá sagðist Kristján skáld vilja meina með þessum orðum að við værum öll einstök og við værum öll hinsegin. „Við erum öll öðruvísi en allir hinir, þannig að þurfum við ekki öll að sætta okkur við það?“ Aðspurður um hvað hann ætti við með „þjóna duttlungum athyglissjúkra minnihlutahópa“, sagði Kristján það augljóst. „Það eru margir hópar sem að gera sig breiða og vilja fá sérstöðu út á sína sýn á lífið,“ sagði Kristján. Hann sagði að taka þyrfti þá umræðu en ekki láta einhvern hóp segja til um hvernig hlutirnir ættu að vera. „Við eigum ekki að taka tillit til einhverra duttlunga, án þess að láta umræðuna fara á æðra stig.“ „Fólk ræðst að mér“ Um það hvort fólk ætti bara ekki að fá að skilgreina sig sjálft, sagði Kristján að skilgreiningin ætti ekki að vera algjörlega einhliða og fólk ætti ekki að fá sérstöðu á kostnað annara, út á það að segjast vera öðruvísi en aðrir. „Eigum við þá ekki öll rétt á því að fá sérstöðu á kostnað annarra, því við erum öðruvísi en hin?“ spurði skáldið. „Uuuu, nei,“ sagði þáttastjórnandinn. „Við erum flest tiltölulega venjuleg en svo eru alltaf einhverjir sem eru aðeins öðruvísi. Er ekki verið að tala um það? Verðum við ekki að sýna því umburðarlyndi?“ Kristján Hreinsson sagðist ekki vera að gera neitt annað. Hann væri fyrst og fremst að benda á hvernig umræðan væri. Hann sagði fólk hafa snúið orðum sínum. Vísaði hann til þess þegar hann segir í pistlinum: „Ef ég segðist vera blindur?“ Sjá einng: Vill stefna Háskólanum vegna uppsagnar „Fólk ræðst að mér, sendir mér tölvupóst og hringir í mig og segir: „Þú segir að ef ég upplifi mig sem, ef ég upplifi mig sem“. Ég segi hvergi: „Ef ég upplifi mig sem“. Ég er ekkert að tala um það. Ég er að tala um umræðuna, hvernig umræðan er á röngum forsendum reist. Hvernig fólk gefur sér eitt og annað út frá einhverjum kolröngum forsendum.“ Kristján sagðist líka vera að hnýta í það hve lítið fólk væri upptekið af málspekinni. Orðin hefðu þá merkingu sem við gefum þeim. „Þegar ég geri þetta, þegar ég fer af stað og segi að orðræðan sé á villigötum, þá sannast það algjörlega að hún er á villigötum,“ sagði Kristján. „Allt er misskilið fullkomlega og svo hrapalega að háskólinn sagði mér upp störfum en svo las fólk það sem ég skrifaði og las á milli línanna og komst að því að ég hefði ekki gert neitt af mér.“
Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Hinsegin Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent