Spyr hver beri ábyrgð á bílhræi Árni Sæberg skrifar 11. júní 2023 21:59 Bíllinn er ansi illa farinn. Facebook/Ólöf Hallgrímsdóttir Kona sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki spyr sig hver beri ábyrgð á bílhræi, sem legið hefur í vegkanti í sveitinni síðan á aðfaranótt laugardags. Hún segir vegfarendur um fjölfarinn veginn stöðva við hræið og það valdi þannig slysahættu. „Aðfaranótt laugardags varð hér í sveit, nálægt einum af vinsælli ferðamannastöðum sveitarinnar, bílslys. Fjórir voru í bílnum og sluppu ótrúlega vel. Bíllinn er á hvolfi, mjög illa farinn,“ svo hefst færsla Ólafar Hallgrímsdóttur á Facebook. Ólöf rekur ferðaþjónustufyrirtæki í Mývatnssveit. Hún segir að búið sé að hafa samband við lögregluna og biðja um að bíllinn verði fjarlægður, þar sem hann liggi í klessu við fjölfarinn veginn og valdi því að ökumenn stoppa við hann, sem einnig valdi slysahættu. „Þegar slysið varð mætti lögreglan a staðinn og gulur borði settur á hræið. Fróðlegt væri að vita á hvers ábyrgð er bílhræið þarna umvafið gulum löregluborða. Ég bara get ekki skilið afhverju er ekki drifið í að fjarlægja bílinn sem allra fyrst. Er þetta Ísland í dag, allir án ábyrgðar og allt gerist á hraða snigilsins?“ spyr Ólöf. Ökumaður og farþegar heppnir með bjargvætti Ríkisútvarpið greindi frá bílslysinu í gærkvöldi. Í frétt Rúv segir að vinahópur úr Reykjahlíð hafi fundið bílinn eftir að hafa heyrt lágt suð í fjarska. Vinirnir hafi verið nýkomnir heim eftir langan vinnudag en samt ákveðið að renna á hljóðið. Hljóðið hafi beint þeim í átt að Grjótagjá, þar sem bíllinn lá í klessu. Allir sem voru um borð í bílnum hafi verið komnir út úr honum og svo vel hafi viljað til að í vinahópnum úr Reykjahlíð voru tveir björgunarsveitarmenn og einn slökkviliðsmaður. Þeir hafi því hlúð að fólkinu og ekið því til móts við sjúkraflutningamenn, sem fluttu það á spítala tið skoðunar. Lögreglumál Þingeyjarsveit Samgönguslys Umhverfismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
„Aðfaranótt laugardags varð hér í sveit, nálægt einum af vinsælli ferðamannastöðum sveitarinnar, bílslys. Fjórir voru í bílnum og sluppu ótrúlega vel. Bíllinn er á hvolfi, mjög illa farinn,“ svo hefst færsla Ólafar Hallgrímsdóttur á Facebook. Ólöf rekur ferðaþjónustufyrirtæki í Mývatnssveit. Hún segir að búið sé að hafa samband við lögregluna og biðja um að bíllinn verði fjarlægður, þar sem hann liggi í klessu við fjölfarinn veginn og valdi því að ökumenn stoppa við hann, sem einnig valdi slysahættu. „Þegar slysið varð mætti lögreglan a staðinn og gulur borði settur á hræið. Fróðlegt væri að vita á hvers ábyrgð er bílhræið þarna umvafið gulum löregluborða. Ég bara get ekki skilið afhverju er ekki drifið í að fjarlægja bílinn sem allra fyrst. Er þetta Ísland í dag, allir án ábyrgðar og allt gerist á hraða snigilsins?“ spyr Ólöf. Ökumaður og farþegar heppnir með bjargvætti Ríkisútvarpið greindi frá bílslysinu í gærkvöldi. Í frétt Rúv segir að vinahópur úr Reykjahlíð hafi fundið bílinn eftir að hafa heyrt lágt suð í fjarska. Vinirnir hafi verið nýkomnir heim eftir langan vinnudag en samt ákveðið að renna á hljóðið. Hljóðið hafi beint þeim í átt að Grjótagjá, þar sem bíllinn lá í klessu. Allir sem voru um borð í bílnum hafi verið komnir út úr honum og svo vel hafi viljað til að í vinahópnum úr Reykjahlíð voru tveir björgunarsveitarmenn og einn slökkviliðsmaður. Þeir hafi því hlúð að fólkinu og ekið því til móts við sjúkraflutningamenn, sem fluttu það á spítala tið skoðunar.
Lögreglumál Þingeyjarsveit Samgönguslys Umhverfismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira