Samningi rift vegna kaupa á pug-hundi sem reyndist fatlaður Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2023 08:33 Hundur af gerðinni pug. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur viðurkennt rétt manns til að rifta samningi um kaup á hreinræktuðum hundi af tegundinni pug þar sem í ljós hafi komið að hundurinn hafi reynst fatlaður. Hundurinn var keyptur á hálfa milljón króna sumarið 2021 og er það niðurstaða nefndarinnar að seljendum hundsins beri að endurgreiða kaupendum 300 þúsund krónur gegn afhendingu hundsins, auk þess að greiða skaðabætur að fjárhæð 44 þúsund. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að fljótlega eftir afhendingu hundsins hafi farið að bera á því að hundurinn ætti erfitt með gang sem hafi lýst sér á þann veg að hann hafi dregið alla fjóra fætur. Við það hafi jafnan myndast sár ofan á loppum hvolpsins og hafi skoðun dýralæknis leitt í ljós varanlega líkamlega fötlun hvolpsins vegna vansköpunar í hálshryggjarliðum. Þá var talið líklegt að þetta ylli þrýstingi á mænu hans. Kom fram í málflutningi kaupenda hundsins að batahorfur væru engar og lífslíkur hundsins því jafnframt minni en hjá heilbrigðum hundi. Kröfðust fullrar endurgreiðslu Kaupendur kröfðust þess að seljendum yrði gert að endurgreiða kaupverðið, það er hálfa milljón króna, auk útlagðs kostnaðar vegna hvolpsins, samtals rúmlega 100 þúsund krónur. Seljendur hundsins höfnuðu þessu hins vegar og töldu hvolpinn ekki hafa verið gallaðan. Fram kemur að kaupandi hundsins hafi upplýst seljendur um ástand hundsins þegar í stað, óskað skýringa og leita lausna, með tölvupóstum, símtölum og samskiptum á samskiptaforritinu Messenger. Kaupendur sögðust þannig hafa boðið seljendum að ljúka málinu með því að taka á ný við hvolpinum gegn endurgreiðslu kaupverðs eða að afsláttur yrði veittur af kaupverði. Deilt er um það hvort að seljendur hafi í fyrstu boðist til að á að taka við hvolpinum gegn afhendingu á öðrum og ógölluðum hvolpi. Í úrskurðinum kemur fram að fáeinum mánuðum eftir kaupin hafi verið teknar röntgenmyndir af hundinum sem hafi bent til svokallaðs Wobbler-heilkennis sem sé venjulega aðeins í stórum hundum eins og af tegundunum Stóra Dan og Doberman, sem og í hestum, en sé sjaldgæfari í minni hundategundum. Mæltu með að tryggja hundinn Seljendur bentu á að fyrir afhendingu hafi hundurinn verið heilsufarsskoðaður af dýralækni sem hafi ekki gert neinar athugasemdir við heilsufar hans. Sögðust seljendur einnig hafa ítrekað mælt með því að kaupendurnir skyldu tryggja hundinn enda um lifandi dýr að ræða. Þá töldu seljendur sömuleiðis að ástands hundsins mætti rekja til framkvæmdar geldingar á honum. Seljendur báru sérstaklega ákvæði í kaupsamningi þar sem fram kemur að seljendur beri ekki ábyrgð á hvolpinum nema athugasemdir komi fram í tryggingaskjölum fyrir afhendingu. Engar athugasemdir hafi komið fram fyrr en fjórum mánuðum eftir afhendingu. Kærunefndin bendir meðal annars á að ákvæði laga kveði á um að sönnun á galla sem upp komi innan sex mánaða frá því að áhætta söluhlutar flytjist til neytanda, teljist hafa verið til staðar á því tímamarki, það er við afhendingu. Neytandi beri sönnunarbyrðina fyrir því að söluhlutur hafi verið haldinn galla við kaupin ef lengra en sex mánuðir eru frá kaupunum. Galli umfram það sem kaupandi hefði mátt vænta Er það mat nefndarinnar að þrátt fyrir að kaupum á dýrum fylgi ávallt ákveðin áhætta verði að telja að hér hafi verið um að ræða verulegan galla sem sé langt umfram það sem kaupandi hafi mátt vænta. Var því fallist á kröfu kaupenda um riftun kaupsamningsins. Þó er það mat nefndarinnar að kaupandi hafi haft hundinn í tæp tvö ár og ekki fallist á að skila honum gegn fullri endurgreiðslu þegar seljendur hafi lagt það til. Með hliðsjón af því sé endurgreiðsla kaupverðs hæfilega ákveðin 300 þúsund krónur gegn afhendingu á hundinum. Tengd skjöl Úrskurður_pugPDF160KBSækja skjal Hundar Dýr Gæludýr Neytendur Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Hundurinn var keyptur á hálfa milljón króna sumarið 2021 og er það niðurstaða nefndarinnar að seljendum hundsins beri að endurgreiða kaupendum 300 þúsund krónur gegn afhendingu hundsins, auk þess að greiða skaðabætur að fjárhæð 44 þúsund. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að fljótlega eftir afhendingu hundsins hafi farið að bera á því að hundurinn ætti erfitt með gang sem hafi lýst sér á þann veg að hann hafi dregið alla fjóra fætur. Við það hafi jafnan myndast sár ofan á loppum hvolpsins og hafi skoðun dýralæknis leitt í ljós varanlega líkamlega fötlun hvolpsins vegna vansköpunar í hálshryggjarliðum. Þá var talið líklegt að þetta ylli þrýstingi á mænu hans. Kom fram í málflutningi kaupenda hundsins að batahorfur væru engar og lífslíkur hundsins því jafnframt minni en hjá heilbrigðum hundi. Kröfðust fullrar endurgreiðslu Kaupendur kröfðust þess að seljendum yrði gert að endurgreiða kaupverðið, það er hálfa milljón króna, auk útlagðs kostnaðar vegna hvolpsins, samtals rúmlega 100 þúsund krónur. Seljendur hundsins höfnuðu þessu hins vegar og töldu hvolpinn ekki hafa verið gallaðan. Fram kemur að kaupandi hundsins hafi upplýst seljendur um ástand hundsins þegar í stað, óskað skýringa og leita lausna, með tölvupóstum, símtölum og samskiptum á samskiptaforritinu Messenger. Kaupendur sögðust þannig hafa boðið seljendum að ljúka málinu með því að taka á ný við hvolpinum gegn endurgreiðslu kaupverðs eða að afsláttur yrði veittur af kaupverði. Deilt er um það hvort að seljendur hafi í fyrstu boðist til að á að taka við hvolpinum gegn afhendingu á öðrum og ógölluðum hvolpi. Í úrskurðinum kemur fram að fáeinum mánuðum eftir kaupin hafi verið teknar röntgenmyndir af hundinum sem hafi bent til svokallaðs Wobbler-heilkennis sem sé venjulega aðeins í stórum hundum eins og af tegundunum Stóra Dan og Doberman, sem og í hestum, en sé sjaldgæfari í minni hundategundum. Mæltu með að tryggja hundinn Seljendur bentu á að fyrir afhendingu hafi hundurinn verið heilsufarsskoðaður af dýralækni sem hafi ekki gert neinar athugasemdir við heilsufar hans. Sögðust seljendur einnig hafa ítrekað mælt með því að kaupendurnir skyldu tryggja hundinn enda um lifandi dýr að ræða. Þá töldu seljendur sömuleiðis að ástands hundsins mætti rekja til framkvæmdar geldingar á honum. Seljendur báru sérstaklega ákvæði í kaupsamningi þar sem fram kemur að seljendur beri ekki ábyrgð á hvolpinum nema athugasemdir komi fram í tryggingaskjölum fyrir afhendingu. Engar athugasemdir hafi komið fram fyrr en fjórum mánuðum eftir afhendingu. Kærunefndin bendir meðal annars á að ákvæði laga kveði á um að sönnun á galla sem upp komi innan sex mánaða frá því að áhætta söluhlutar flytjist til neytanda, teljist hafa verið til staðar á því tímamarki, það er við afhendingu. Neytandi beri sönnunarbyrðina fyrir því að söluhlutur hafi verið haldinn galla við kaupin ef lengra en sex mánuðir eru frá kaupunum. Galli umfram það sem kaupandi hefði mátt vænta Er það mat nefndarinnar að þrátt fyrir að kaupum á dýrum fylgi ávallt ákveðin áhætta verði að telja að hér hafi verið um að ræða verulegan galla sem sé langt umfram það sem kaupandi hafi mátt vænta. Var því fallist á kröfu kaupenda um riftun kaupsamningsins. Þó er það mat nefndarinnar að kaupandi hafi haft hundinn í tæp tvö ár og ekki fallist á að skila honum gegn fullri endurgreiðslu þegar seljendur hafi lagt það til. Með hliðsjón af því sé endurgreiðsla kaupverðs hæfilega ákveðin 300 þúsund krónur gegn afhendingu á hundinum. Tengd skjöl Úrskurður_pugPDF160KBSækja skjal
Hundar Dýr Gæludýr Neytendur Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira