Guðni fagnaði með Grænlandi eftir gleðióp Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 09:59 Grænlendingar studdu vel við sitt lið þegar það tryggði sér sæti á HM í gær. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á meðal þeirra sem samgleðjast Grænlendingum eftir að Grænland vann sig í gær inn á sjálft heimsmeistaramótið í handbolta kvenna. Grænland tryggði sér HM-farseðilinn fyrir framan troðfulla höll í Nuuk í gær með því að vinna sigur gegn Kanada í spennuleik, 17-15. Guðni deildi myndbandi á Twitter af lokaandartökum leiksins þar sem lýsendur misstu sig gjörsamlega í sigurvímu þegar Grænland skoraði lokamark leiksins og tryggði sér endanlega sigur. Big congrats to Greenland on their 17-15 victory against Canada in Nuuk, securing a place in the 2023 IHF Women's World Championships in handball. Those genuine screams of joy make it impossible not to cheer for #Greenland Til hamingju! Pilluaritsi! pic.twitter.com/aBIZdvlzeJ— President of Iceland (@PresidentISL) June 11, 2023 „Miklar hamingjuóskir til Grænlands með 17-15 sigurinn gegn Kanada í Nuuk, sem tryggði því sæti á HM kvenna í handbolta 2023. Þessi einlægu gleðióp gera það ómögulegt að fagna ekki Grænlandi. Til hamingju! PIlluaritsi!“ skrifaði Guðni á Twitter í gærkvöld. Ekki er ljóst hver viðbrögð eiginkonu hans, Elizu Reid sem er frá Kanada, voru. Ivalu Bjerge var markahæst Grænlands með 7 mörk og Josefine Gadgaard skoraði 6. Þetta verður í annað sinn í sögunni sem að Grænland spilar á HM kvenna í handbolta en liðið var í fyrsta sinn með á HM 2001 og endaði þá í 24. og neðsta sæti. Svo gæti farið að Ísland verði einnig með á HM, þrátt fyrir tapið gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á mótinu. HSÍ sótti nefnilega um að fá annað af tveimur boðssætum sem alþjóða handknattleikssambandið heldur enn lausum. Búast má við ákvörðun á næstunni, eða í síðasta lagi í júlí, um það hvaða tvær þjóðir fá síðustu sætin á HM. Heimsmeistaramótið fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, frá 29. nóvember til 17. desember. Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Sjá meira
Grænland tryggði sér HM-farseðilinn fyrir framan troðfulla höll í Nuuk í gær með því að vinna sigur gegn Kanada í spennuleik, 17-15. Guðni deildi myndbandi á Twitter af lokaandartökum leiksins þar sem lýsendur misstu sig gjörsamlega í sigurvímu þegar Grænland skoraði lokamark leiksins og tryggði sér endanlega sigur. Big congrats to Greenland on their 17-15 victory against Canada in Nuuk, securing a place in the 2023 IHF Women's World Championships in handball. Those genuine screams of joy make it impossible not to cheer for #Greenland Til hamingju! Pilluaritsi! pic.twitter.com/aBIZdvlzeJ— President of Iceland (@PresidentISL) June 11, 2023 „Miklar hamingjuóskir til Grænlands með 17-15 sigurinn gegn Kanada í Nuuk, sem tryggði því sæti á HM kvenna í handbolta 2023. Þessi einlægu gleðióp gera það ómögulegt að fagna ekki Grænlandi. Til hamingju! PIlluaritsi!“ skrifaði Guðni á Twitter í gærkvöld. Ekki er ljóst hver viðbrögð eiginkonu hans, Elizu Reid sem er frá Kanada, voru. Ivalu Bjerge var markahæst Grænlands með 7 mörk og Josefine Gadgaard skoraði 6. Þetta verður í annað sinn í sögunni sem að Grænland spilar á HM kvenna í handbolta en liðið var í fyrsta sinn með á HM 2001 og endaði þá í 24. og neðsta sæti. Svo gæti farið að Ísland verði einnig með á HM, þrátt fyrir tapið gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á mótinu. HSÍ sótti nefnilega um að fá annað af tveimur boðssætum sem alþjóða handknattleikssambandið heldur enn lausum. Búast má við ákvörðun á næstunni, eða í síðasta lagi í júlí, um það hvaða tvær þjóðir fá síðustu sætin á HM. Heimsmeistaramótið fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, frá 29. nóvember til 17. desember.
Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Sjá meira